Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

  • IAA Mobility er haldið dagana 8.–14. september í München, Þýskalandi.

Ein stærsta sýning í heimi

Kia kynnir víðtækt úrval rafbíla fyrir Evrópumarkað á IAA Mobility 2025 í München.

Í fyrsta sinn í Evrópu er hægt að skoða EV2 hugmyndabílinn, auk EV3, EV4, EV5, nýja EV6 GT, EV9 GT og PV5 á sama stað

Gestir geta reynsluekið og upplifað framúrskarandi tækni í EV3, nýjum EV6, nýjum EV6 GT og EV9

„Windows of Inspiration“ sýningin tekur vel á móti gestum með skipulögð kynningarsvæði hönnuð til að blanda rafbílaflota Kia við borgarumhverfi München

KIA EV9

Sjálfbærar samgöngulausnir á ört stækkandi markaði

Kia snýr aftur á IAA Mobility í München 2025. Kia mun nýta tækifærið til að sýna rafbílaflotann sem kemur til með að styrkja stöðu Kia á ört stækkandi rafbílamarkaði Evrópu ásamt því að undirstrika skulbindingu sína til að hanna og framleiða sjálfbærar samgöngulausnir. IAA Mobility 2025, sem fer fram 8.–14. september, er ein stærsta farartækjasýning í heimi. Rafbílafloti Kia verður til sýnis dagana 9.–14. september við Ludwigstraße 22, 80539 í miðbæ München.

Evrópufrumsýning á heildarúrvali Kia rafbíla

Undir þema­nu „Windows of Inspiration“ mun Kia í fyrsta sinn sýna alla rafbíla sína fyrir evrópskum almenningi. Þar verða meðal annars EV2, EV3, EV4, EV5, nýr EV6 GT, EV9 GT og PV5. Auk þess geta gestir tekið þátt í reynsluakstri á EV3, nýjum EV6, nýjum EV6 GT og EV9.

Saman sýna þessir bílar stefnu Kia um að gera rafmagnaðan akstur aðgengilegan fyrir ólíkan hóp fólks með ólíkan lífsstíl.

KIA EV4

Mikilvægur hluti kynningarinnar er Kia EV5 sem fellur undir C-SUV stærðarflokk sem er jafnframt stærsti og ört vaxandi bílaflokkur í Evrópu. EV5, sem kemur á markað í Evrópu og Íslandi í lok árs 2025, sameinar kraftmikla hönnun, notagildi og nýjustu tækni. Meðal helstu atriða eru drægni allt að 530 km, hraðhleðsla á 30 mínútum, Vehicle-to-Load (V2L) virkni og dráttargeta allt að 1.200 kg.

Á sýningunni verður einnig EV2 hugmyndabíllinn. Sportlegur og kraftmikill crossover sem endurspeglar framtíðarsýn Kia í rafmögnuðum akstri. Bíllinn var áður kynntur á Kia EV Day og Milan Design Week, en nú í fyrsta sinn fyrir almenningi á IAA. Hann sameinar framúrstefnulega hönnun með LED ljósum og einkennandi Star Map ljósahönnun Kia. EV2 er hugsaður fyrir hraðan borgarlífsstíl en hann kemur á markað á næsta ári.

Kia EV3 byggir á tækni stærri bílsins EV9 og setur þannig ný viðmið í flokki smærri rafjeppa. EV3 státar af djarfri hönnun, snjöllu og rúmgóðu innra rými og allt að 605 km drægni. Hann nær hleðslu úr 10% í 80% á aðeins 31 mínútu.

EV4, sem stækkar rafmagnað úrval Kia, verður einnig á staðnum. Bíllinn býður allt að 625 km drægni (WLTP) og 31 mínútna hraðhleðslu. EV4 verður frumsýndur á Íslandi í byrjun október 2025.

KIA EV2

Í kastljósinu verður nýr EV6 GT – kraftmesti rafbíll Kia til þessa. Hann skilar 650 hestöflum og fer úr 0–100 km/klst. á 3,5 sekúndum. Bíllinn sameinar öfluga aksturseiginleika við daglegt notagildi og sýnir hvernig Kia blandar saman rafvæðingu við raunverulega afkastagetu.

Þar verður einnig EV9 GT – öflugasti jeppi sem Kia hefur framleitt. Hann er 508 hestöfl og býður upp á allt að 510 km drægni. Með rafstýrðri fjöðrun (ECS) nýtur hann framúrskarandi þæginda og stöðugleika. EV9 GT nær úr 0–100 km/klst. á aðeins 4,6 sekúndum.

Að lokum kynnir Kia nýstárlegan PV5, fyrsta skrefið inn á markað atvinnubíla. Bíllinn byggir á sveigjanlegum „building block“ arkitektúr sem gerir allt að 16 útfærslur mögulegar – frá farþegabíl til atvinnubíls. Á IAA verður farþegabíllinn í fjölskylduvænni 5 sæta útgáfu sýndur.

„Windows of Inspiration“: Útisýning með speglun og hreyfingu

Kynning Kia á IAA verður sett upp undir yfirskriftinni „Windows of Inspiration“. Útisýningin er með spegluðum súlum sem mynda áhrifaríkar sjónblekkingar og fella þannig bílaflota Kia inn í borgarumhverfi München. Sérstök svæði fyrir hvern bíl, með hreyfigrafík og gagnvirkum atriðum, endurspegla slagorð Kia „Movement that Inspires“ og skapa eftirminnilega upplifun fyrir gesti.

Sýningin byggir á hönnunarstefnu Kia „Opposites United“, þar sem andstæðir þættir eru sameinaðir. Með því að blanda saman náttúru og tækni, tilfinningum og rökvísi, krafti og ró, leitast Kia við að skapa flæði sem endurspeglar framtíðarsýn fyrirtækisins.

„Kia mun leiða veginn í að gera rafbíla að almennum valkosti með áframhaldandi þátttöku í helstu bílasýningum heims og styrkja stöðu sína sem traust og leiðandi rafbílamerki. Endurkoma okkar á IAA Mobility 2025 í München er mikilvægur áfangi sem staðfestir skuldbindingu okkar við sjálfbærar samgöngulausnir og styrkir stöðu okkar á ört stækkandi evrópskum rafbílamarkaði,“ segir Charles Ryu, framkvæmdastjóri Global Brand & Customer Experience hjá Kia.

Gestir geta heimsótt útisýningu Kia á IAA Mobility 2025 dagana 9.–14. september við Ludwigstraße 22, 80539 í miðbæ München.

Fréttatilkynning frá Kia á Íslandi

Svipaðar greinar