Fyrr á þessu ári setti Tesla á markað mikið endurbætta útgáfu af þessum vinsæla bíl og í dag kynnir Tesla til leiks nýjan Model Y Performance.
Nýr Model Y Performance byggir á endurbótum sem gerðar voru á Model Yvörulínunni, miklum endurbótum sem hámarka sparneytni, þægindi, tengimöguleika og öryggi ásamt nýrri hönnun á innanrými og ytra byrði og er því búinn sérvöldum uppfærslum sem færa fágun, hönnun og afköst upp á næsta stig.
Fágaðasti Model Y sögunnar
Hjá Tesla eru afköst ekki samheiti yfir málamiðlanir. Performance-bílar Tesla skila fyrsta flokks hraða og aksturseiginleikum, en bjóða um leið upp á þægindi og sparneytni. Hverjum þeirra fylgir uppfærður pakki, hannaður fyrir þau sem leita að því besta í hverjum flokki.
Með tilkomu nýs Model Y Performance kynnir Tesla til leiks einstaka, uppfærða útgáfu af vinsælasta bíl vörumerkisins.
Auk Premium-búnaðarins sem er staðalbúnaður í öllum Model Y-bílum — til dæmis þakgluggi með hljóðeinangruðu gleri, 8 tommu snertiskjá aftur í, sæti í annarri sætaröð sem hægt er að halla, Autopilot, þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur, og fleira — býður nýi Model Y Performance einnig upp á:
- Sérstakan framstuðara sem uppfærður var til að tryggja afköst á miklum hraða
- Sérstakan afturstuðara sem uppfærður var til að tryggja afköst á miklum hraða
- Nýjar 21” Arachnid 2.0-felgur sem eru breiðari á afturhjólunum, með samhæfum aero-hlífum sem auka sparneytni
- Rauða Performance-hemlaklafa
- Performance-merki á skottlokinu
- Komuljós með Performance-merki
- Gljásvarta áferð á framhluta, afturhluta og speglahlífum
- Vindskeið úr koltrefjum sem tryggir aukinn stöðugleika á miklum hraða
- Performance-framsæti, með rafknúnum lærpúðalengingum
- Mælaborð og hurðaklæðningar úr koltrefjum
- Álfótstig
Glænýr 16’ tommu snertiskjár, með þynnri skífum og meiri upplausn, býður upp á næstum 80% fleiri pixla en 15,4 tommu skjárinn í öðrum Model Y-útfærslum og skilar mýkri og gagnvirkari upplifun, hvort sem þú ert að stilla stjórntæki bílsins eða horfa á uppáhaldsþáttaröðina þína á meðan bílnum er lagt.
Allar þessar uppfærslur gefa Model Y Performance einstakt og áræðið útlit svo ekki fer á milli mála hver ekur um göturnar um leið og haldið er í flotta og hagnýta hönnun Tesla.
Hámarksafköst, spenna og sparneytni
Nýi Model Y Performance skilar 460 hestöflum, fer úr 0 í 100 km/klst. á 3,5 sekúndum og nær hámarkshraða upp á 250 km/klst. Þökk sé afar sparneytinni og einkennandi hönnun Tesla – þar sem allir íhlutirnir vinna snurðulaust saman – eyðir bíllinn 16,2 kWst/100 km og býður upp á 580 km drægni samkvæmt WLTPprófunum, sem gerir hann að einum skilvirkasta Performance-rafbílnum ámarkaðinum í dag.
Uppfærður rafhlöðupakki, búinn nýjum rafhlöðusellum sem bjóða upp á meiri orkuþéttni, skilar meiri orku án þess að auka þyngd bílsins. Nýi rafmótorinn skilar meira togi, afli og sparneytni. Bíllinn þolir meiri hita og skilar meiri afköstum en eldri kynslóðir og tryggir nýja Model Y Performance mikla hröðun og aukinn hámarkshraða án þess að fórna orkunýtingu.
Nýr Model Y Performance nýtur góðs af uppfærðum vélbúnaði undirvagnsins sem passar við aukin afköst aflrásarinnar. Nýir gormar, jafnvægisstangir og fóðringar mynda einfaldari og næmari undirvagn. Nýja stillanlega fjöðrunarkerfið, sem Tesla hannaði innanhúss, nýtir sér glænýtt reiknirit fyrir stjórnun sem býður upp á góða aksturseiginleika sem eru fínstilltir fyrir allar akstursaðstæður og lagar sig að upplýsingum frá ökumanninum og veginum í rauntíma til að auka afköst og getu bílsins.
Nýi Model Y Performance nýtur góðs af sérfræðiþekkingu Tesla á óaðfinnanlegri samþættingu vélbúnaðar og hugbúnaðar og kynnir til leiks sérsniðnar akstursstillingar sem hafa áhrif á stillanlegu fjöðrunina, stöðugleikaaðstoðina, grip og aksturseiginleika bílsins. Þetta býður upp á meira frelsi og skemmtilegri akstursupplifun sem sniðin er að skapi ökumannsins hverju sinni. Auðvelt er að nálgast allar stillingar á miðlægum snertiskjánum, sem býður upp á snöggar breytingar á aksturseiginleikum bílsins.
Nú í boði á Íslandi
Nýi Model Y Performance getur tekist á við margskonar aðstæður á auðveldan hátt, hvort sem um er að ræða langferðir með fullum þægindum, spennandi akstur á hlykkjóttum vegum, stefnumót á sérstökum stað eða flutning á stórum hlutum eftir verslunarferð á sunnudegi.
Nú í boði frá 9.290.000 kr. á Íslandi.
Uppsetning og pantanir: https://www.tesla.com/is_is/modely/design#overview
Afhending til viðskiptavina hefst í október.
Nýi Model Y Performance er smíðaður í Gigafactory Berlin-Brandenburg fyrir Evrópumarkað.
Fréttatilkynning frá Tesla