Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:15
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

911 GT2 RS MR er hraðskreiðasti götuskráði sportbíllinn á „Slaufunni“

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
02/01/2020
Flokkar: Fréttatilkynning
Lestími: 4 mín.
270 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

911 GT2 RS MR er hraðskreiðasti götuskráði sportbíllinn á „Slaufunni“

Stuttgart. Porsche hefur slegið enn eitt metið á Slaufunni svokölluðu, eða Nürburgring-Nordschleife í samvinnu við Manthey-Racing. Fimmtudaginn 25. október síðastliðinn keyrði hinn 700 hestafla Porsche GT2 RS MR hinn 20.6 kílómetra langa hring á 6:40:3 mínútum. Enginn götuskráður sportbíll hefur áður farið hringinn á ámóta tíma. Lars Kern var við stjórnvölinn en bíllinn var sérstaklega útbúinn til keyrsu á ‘Nordschleife’ brautinni af Porsche og sérfræðingum Mathey-Racing. Sami ökuþór Porsche hafði áður sett mettíma á sömu braut í september mánuði 2017 á “venjulegum” Porsche GT2 RS bíl.

“Við höfðum vökult auga með veðrinu allan daginn og hugsuðum vel og lengi hvort tilraunin gæti borið ávöxt. Við hefðum aldrei reynt þetta ef það hefði verið einhver möguleiki á ofankomu og/eða ef brautin hefði verið rök eða blaut” sagði Dr. Frank-Steffen Walliser, yfirmaður akstursíþróttadeildar Porsche og GT bíla deildinni. Porsche GT2 RS bíllinn var búinn sérstökum búnaði frá Manthey-Racing, auk þess að vera stillt upp sérstaklega með akstur á Nürburgring-Nordschleife í huga. “Í þessum akstri vildum við hreinlega endurmeta getu bílsins. Útkoman var vel viðunandi. Þetta er stórkostlegur tími. Þetta sýnir enn og aftur hina stórkostlegu eiginleika þessa magnaða sportbíls.”

Porsche GT2 RS var markaðssettur árið 2017 sem hraðskreiðasti og krafmesti 911 bíll allra tíma. Á undanförnum mánuðum hafa verkfræðingar Porsche notað þekkingu og reynslu sína frá þróun 911 RSR og 911 GT3 R kappakstursbílanna sem og þá þekkingu sem Manthey-Racing hefur aflað sér in ótal sigrum í kappökstrum á einmitt Nürburgring-Nordschleife. Breytingar og betrumbætur þær sem gerðar voru á bílnum snúa að undirvagni og loftflæði bílsins. Ávallt var þó einblínt á getu og virkni bílsins til keyrslu á vegum úti frekar en á kappakstursbraut við þróun hans.

“Þetta var geggjað” segir Lars Kern. Hann er 31 árs að aldri og þekkir brautina sérlega vel bæði frá fyrri methringjum, ótal reynsluökstrum sem og þáttöku í VLN keppnum. “Jafnvægi bílsins er einnig sérlega gott með þessum endurbótum. Ég þurfti ekki að taka neina sénsa til að fara hratt. En ég hafði engu að síður einungis eitt tækifæri þar sem það var tekið að rökkva. En þetta tókst í fyrstu og einu tilraun.” Forstjóri Manthey-Racing, Nicolas Raeder bætir við: “Við erum mjög stolt. Þetta var mikil ögrun og stórt verkefni að gera hinn þegar mjög svo hraðskreiða 911 GT2 RS enn hraðskreiðari.”

Við haustleg og um margt varasöm skilyrði, en þurrt engu að síður, notaði Lars Kern allt það sem 911 GT2 RS MR hefur uppá að bjóða á methring sínum undir vökulu auga tímavarða. Porsche treysti á Esso sem birgja eldsneytis enda mjög reyndur samstarfsaðili í akstursíþróttum. Bílstjórasætið er það eina sem ekki er hægt að panta frá Mantey-Racing – annars er hægt að panta 911 GT2 RS MR frá Manthey-Racing, samskonar bíl og um er rætt hér að ofan. Sérbyggðum kappaksturs körfustól var bætt við þann bíl sem sló metið af öryggisástæðum. Þessi breyting bílsins hafði hinsvegar engin áhrif á þyngd hans.

Um Porsche 911 GT2 RS

Hraðskreiðasti og kraftmesti Porsche 911 allra tíma var kynntur til sögunnar á Goodwood í Bretlandi í júní árið 2017. 3.8 lítra mótorinn framreiðir heil 700 hestöfl og 750 nm tog. Hámarkshraði þessi afturdrifna sportbíls er svo  heilir 340 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn er tveggja sæta og vigtar einungis 1.470 kílógrömm og fer frá 0 kílómetra hraða á klukkustund í 100 á 2.8 sekúndum. Í september kynnti Porsche til sögunnar hinn nýja Porsche 935, byggðan á hinum nýmóðins 911 GT2 RS, á Rennsport Reunion VI í Laguna Seca í Kaliforníu. Það stórkostlega ökutæki er einvörðungu hannað með brautarakstur í huga og mun verða afhent 77 heppnum kaupendum á næsta ári þar sem einungis verða framleidd 77 eintök.

Um Manthey-Racing

Fyrirtækið Manthey-Racing er staðsett í Meuspath rétt við Nürburgring og er í eigu bræðranna Nicolas og Martin Raeder. Porsche AG á 51% eignarhlut í fyrirtækinu. Manthey-Racing býður uppá þjónustu og íhlutapakka til kappaksturs fyrir viðskiptavini sína. Kappaksturslið Manthey-Racing frá Eifel héraðinu hefur margoft unnið 24 klukkustunda Nürburgring kappaksturinn. Liðið frá Meuspath á meðal annars heiðurinn af tveimur 911 RSR bílum sem keppa í þolakstri, hinum svokallaða FIA World Endurance Championship (WEC). Í þeim kappökstrum vann Porsche sinn flokk sem dæmi í 24 klukkustunda kappakstrinum í Le Mans í júní 2018.

?

Næsta grein

Fiat Chrysler er að koma aftur með nafnið „airflow“

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

Höf: Pétur R. Pétursson
25/09/2025
0

Laugardaginn 27. september kl. 12-16 í sýningarsal XPENG að Vínlandsleið 6-8 Reykjavík, september 2025 – XPENG, eitt hraðast vaxandi rafbílamerki...

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Höf: Jóhannes Reykdal
19/09/2025
0

Mitsubishi Motors Europe frumsýndi í gær, 17. september, nýjan Eclipse Cross, 100% rafmagnsjeppling fyrir Evrópumarkað. Bíllinn er í flokknum C-SUV...

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Við kynnum nýjan Model Y Performance

Við kynnum nýjan Model Y Performance

Höf: Pétur R. Pétursson
06/09/2025
0

Fyrr á þessu ári setti Tesla á markað mikið endurbætta útgáfu af þessum vinsæla bíl og í dag kynnir Tesla...

Næsta grein
Fiat Chrysler er að koma aftur með nafnið „airflow“

Fiat Chrysler er að koma aftur með nafnið „airflow“

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.