600 hestafla BMW i7 rafbíll
Hinn rafknúni i7 frá BMW verður 600 hestöfl og verður öflugasta útgáfan af nýja flaggskipinu í 7. seríunni.
Fullrafmagnaða útgáfan af nýjum 7 seríu fólksbíl frá BMW mun skila meira en 600 hestöflum, sagði Oliver Zipse forstjóri, og býður upp á meira afl en tengitvinnbílar, bensín- og dísilútgáfur.
Í samræmi við nýlega nafnastefnu vörumerkisins verður rafmagnsútgáfan kölluð i7.

Sýndur fyrst á bílasýningunni í Beijing
Næsta kynslóð flaggskips BMW 7 seríunnar verður sýnd á bílasýningunni í Beijing þann 20. apríl, sagði Zipse á miðvikudaginn á árlegum blaðamannafundi BMW Group.
Bílar með hefðbundnar útgáfur brunavéla munu hafa nýjar vélar þróaðar til að uppfylla Euro 7 mengunarreglur, sem búist er við að verði kynntar í júlí, sagði Zipse.
Hann lýsti nýju 7 seríunni sem „næsta trompi í farsælli vaxtarstefnu í lúxusflokknum“.
Nýja gerðin er nú þegar í forframleiðslu og fer í sölu í lok ársins.
BMW sendi frá sér myndir af 7 seríu í „felulitum“ í janúar.
Á miðvikudaginn sýndi bílaframleiðandinn framenda bílsins, með mjóum láréttum „kristal“ framljósum og stóru, ferhyrndu grilli með „tvöföldu nýra“ svipað og á iX fullrafmagnaða sportjeppanum.

Tæknistjórinn Frank Weber kynnti nokkur atriði í farþegarýminu, þar á meðal 31 tommu háskerpuskjá fyrir farþega aftur í sem er hengdur við þakið og fellur niður fyrir aftan höfuðpúða að framan. Innsýn í mælaborðssvæðið leiddi í ljós „mínímalíska“ hönnun líkt og í iX.
7 serían mun hafa svokallaða „Level 2 plus“ ökumannsaðstoðareiginleika.
Í kjölfarið á Mercedes-Benz S-Class segir BMW að akstur á stigi 3 verði virkur.
Önnur stefna en hjá Mercedes
Allar drifrásir nýju 7-línunnar munu byggjast á einum grunni, nýjustu þróun afturhjóladrifna/fjórhjóladrifna CLAR undirvagnsins og hafa í grundvallaratriðum sama yfirbyggingarstíl.
Mercedes, keppinautur BMW til fjölda ára, hefur valið aðra stefnu til að rafvæða flaggskip fólksbíla sína. Hefðbundinn S Class býður upp á afl frá brunavél, þar á meðal tengitvinnbíl, en fullrafmagnaður EQS byggir á öðrum undirvagni og hefur sinn eigin yfirbyggingarstíl.
Staðan á markaði sýnir að kaupendur lúxusfólksbíla snúa sér í auknum mæli að rafknúnum gerðum.
Á síðasta ári var Porsche Taycan söluhæstur í þessum stærðarflokki í Evrópu, með 17.106 selda bíla, yfir en þrisvar sinnum fleiri en hliðstæða hans frá Porsche, Panamera, samkvæmt tölum frá Dataforce (sjá mynd hér að neðan).

S-Class var í öðru sæti með 11.219 sölur, og 7-serían fráfarandi í því þriðja með 5.531 sölu.
EQS, sem kom á markað síðla árs 2021, var í sjöunda sæti með 1.333 sölur, rétt eins og Mercedes AMG GT fjögurra dyra. Hin aldraða Tesla Model S, sem náði efsta sætinu 2017 og 2018, féll í 10. sæti með aðeins 160 selda bíla. Eins og árið 2020 var Model S í þriðja sæti.
i7 verður ein af 15 rafknúnum gerðum sem BMW áætlar að verði í framleiðslu í lok árs 2022, þar á meðal forseríugerðir.
BMW segir að árið 2030 verði helmingur allrar sölu á heimsvísu rafknúinn, þó að Zipse hafi sagt á miðvikudag að hópurinn leggi allt kapp á að ná því markmiði fyrr. Hann sagði að rafbílasala samstæðunnar gæti orðið 1,5 milljónir bíla árlega fyrir það ár, eftir því hvernig innviðir og framboð hráefna fyrir rafhlöður þróast.
(Automotive News Europe)