Sunnudagur, 11. maí, 2025 @ 0:22
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

5000 bílum, þremur eiginkonum og þremur morðum síðar

Malín Brand Höf: Malín Brand
20/09/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
278 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

5000 bílum, þremur eiginkonum og þremur morðum síðar

Hann hefur ekki setið auðum höndum síðustu þrjátíu árin eða svo. Nei, síður en svo! Anil Chauhan hefur þvert á móti látið hendur standa fram úr ermum og látið greipar sópa, ef svo má að orði komast.

Þannig hefur hann t.d. komið höndum yfir meira en 5000 bíla sem aðrir áttu. En þessi 52 ára maður frá Delhi á Indlandi á að baki 27 ára „farsælan“ afbrotaferil. Þetta er auðvitað kaldhæðni, en það er nú samt svo að Chauhan státar af þeim vafasama titli að vera stórtækasti bílaþjófur Indlands. Eitthvað sem móðir hans hrósar honum sennilega ekki fyrir.

Hann hefur nokkuð reynt fyrir sér í vopnabraski og smygli á nashyrningahornum en best hefur hann þó staðið sig í bílabraskinu. Það er að segja; það hefur gefið best í aðra hönd og fyllt alla vasa og bauka.

Chauhan stal fyrsta bílnum árið 1998 og fann sig bara ágætlega í því að stela bílum. Hann hélt því áfram og stal bílum um Indland þvert og endilangt þar til í lok síðasta mánaðar. Á þessum árum hefur hann einna helst selt þá í norðausturhluta landsins og svo hefur markaðurinn (sá svarti) í Nepal verið nokkuð líflegur.

Nokkur hinna stolnu ökutækja sem lögregla lagði hald á þegar Chauhan var gómaður í lok ágúst. Mynd/IndianExpress.com

Ekki stóð maðurinn í þessu einsamall enda er það heljarinnar „vinna“ að stela yfir 5000 ökutækjum og koma þeim í verð. Hann var því eins konar höfuðpaur eða „yfirmaður“ í þessu brasi öllu saman en hve marga „starfsmenn“ hann var með hefur ekki verið gefið upp nákvæmlega, enda fátt gefið upp á þessum vettvangi og ekkert greitt í lífeyrissjóð eða neitt.

Þó er talið að skósveinarnir hafi ekki verið færri en 25 svo altént hefur mátt halda litla árshátíð og jafnvel efna til einhvers konar hópeflis til að þjappa skaranum saman.

Anil Chauhan er sá skeggjaði á myndunum. Ekki veit maður hvað þeir eru að gera en það tengist sennilega ekki hjálparstarfi. Chauhan leiðir þarna tvo karla en kannski er búið að handjárna þá saman. Ef svo er þá eru járnin samlit húðinni. Nú hætti ég.

Furðuleg fortíð og óráðin framtíð

En nú fer Chauhan ekki í bíltúra um hríð. Ekki nema í huganum. Hann fór í sinn síðasta bíltúr fyrir um þremur vikum og var það í brynvörðum bíl frá hinu opinbera. Beinustu leið í steininn og engar 2000 krónur fékk hann þótt hann kynni að hafa farið yfir byrjunarreitinn.

Kannski er þetta byrjunarreitur á nýju lífsspili en Chauhan hefur þreifað fyrir sér á ýmsum sviðum og ekki hefur hann alla tíð fálmað í myrkri – síður en svo. Hann ók eitt sinn þriggja hjóla vagni, þessum sem við þekkjum sum sem „tuk tuk“ eða eitthvað í þá veru.

Vagn eins og sá sem Chauhan ók eitt sinn – áður en hann helgaði líf sitt glæpum og bílum. Mynd/Wikipedia

Vagninum hafði hann ekki stolið heldur eignast með heiðarlegum hætti og allt í stakasta lagi þar. Það sem kemur manni „spánskt fyrir sjónir“ er að Anil þessi Chauhan var helsti samningamaður ríkisstjórnarinnar í Assam og raunar virðist ekki vera sérlega langt síðan. Í sannleika sagt þá sýnist mér hann hafa verið samningamaður ríkisstjórnarinnar fram að handtökunni eða svo segja ýmsir indverskir fjölmiðlar.

Samningatæknin gekk vel og Chauhan kom sér upp stórgóðu tengslaneti, eins og samningamaður ætti að gera.

Tengslanetið byggði hann upp og notaði líka utan vinnunnar og átti það eflaust þátt í handtöku karls. Ekki það að hann hafði ekki vit á að láta „lítið fyrir sér fara“ og var kannski helst til áberandi; skreyttur gullkeðjum, rándýrum tískufatnaði, átti heilu hallirnar og ók um á tjah, kannski ekki stolnum bílum en glæsivögnum sem hugsanlega voru keyptir fyrir launin.

Reyndar segir sagan að Chauhan hafi verið handtekinn í Delhi, þar sem hann hjólaði í mestu rólegheitum á reiðhjóli, vopnaður skammbyssu. Þá hafði lögreglan reynt að ná honum í rúma þrjá mánuði. Aðrir segja að krimminn hafi verið á mótorhjóli en flestir virðast sammála um að hann hafi verið með skammbyssu. Og á einhverju hjóli.

Konur og börn

Anil Chauhan er ýmist sagður eiga þrjár eiginkonur eða „hafa“ átt þrjár eiginkonur. Börnin munu vera sjö talsins. Hvort sem hann var ektamaður kvennanna allra á sama tíma eður ei má í það minnsta ganga út frá því að hann átti ekki þrjú börn með sjö konum heldur sjö börn með þremur konum. Það er alltaf gott að hafa einn fastan punkt hið minnsta í svona flóknum málum.

Mynd frá lögreglunni í Delhi sem var sennilega orðin langþreytt á að eltast við skeggjaða skúrkinn slynga.

Bráður bani bílstjóra

Chauhan virðist hafa haft fremur takmarkaða þolinmæði þegar kom að mönnum sem voru eitthvað að þvælast fyrir. Til dæmis leigubílstjórar sem þráuðust við að láta bíla sína af hendi. Þeir voru nú bara skotnir. Einn tveir og þrír. Þannig að á ferilskrá samningamannsins eru nokkur morð líka.

Þannig fór fyrir stórtækum krimma og ólíklegt að hann nái að semja nokkuð við yfirvöld í þessu máli. Enn á eftir að kveða upp dóm og því ekki ljóst hve lengi hann þarf að dúsa í tukthúsinu.

Aðrir skúrkar: 

Toyota Supra safn bófa boðið upp

Stal sögufrægum bíl en skilaði honum

Algjör skúrkur: Sagan af Darren og Dave

14 milljónir fyrir bíl einræðisherrans Ceausescu

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Tesla eykur framleiðslu þegar keppinautar setja nýja rafbíla á markað

Næsta grein

Rafmagnaðir sendibílar Renault, VW og Ford sýndir á IAA í Hannover

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Næsta grein
Rafmagnaðir sendibílar Renault, VW og Ford sýndir á IAA í Hannover

Rafmagnaðir sendibílar Renault, VW og Ford sýndir á IAA í Hannover

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.