300 fréttir úr ýmsum áttum
Frá því að vefurinn okkar www.billinn.is fór á fulla ferð í lok ágúst 2018 hafa birst hér á vefnum 300 mismunandi fréttir úr öllum áttum, fréttir af nýjum bílum, tilraunabílum og frá bílasýningum erlendis. Rúmt ár er síðan vefurinn fékk uppfærslu en hafði þá verið í loftinu í 15 ár. Sagt hefur verið frá frumsýningum nýrra bíla hér á landi og öðrum viðburðum, fjallað um merkilega gamla bíla og svo mætti lengi telja.
Við munum halda áfram að leitast við að fræða lesendur okkar um það sem er efst á baugi hverju sinni og vænta má fleiri frétta af bílasýningunni í Frankfurt sem byrjar í september. Um að gera að fylgjast með

?
?