2025 Porsche Boxster og Macan rafbílar sáust í vetrarprófunum
2025 Porsche Boxster og Macan rafbílar sáust í vetrarprófunum á heimskautsbaugnum í fyrsta skipti. Skoðaðu myndbandið hér að neðan
Eftir góða velgengni Porsche með Taycan rafbílinn sinn, munu næsta kynslóð Porsche Boxster og Macan verða að fullu rafknúnar, eða svo segir electrec-vefurinn í grein.
Hinum alrafmagnaða Macan er ætlað að vera fyrsta gerðin byggð á grunni Porsche og Audi sem þróaður er í sameiningu og er kallaður „Premium Platform Electric (PPE)“ grunnur fyrir „næsta stig“ rafbíla þeirra.
PPE-grunnurinn er sveigjanlegur, með mismunandi hjólhafi og hæð frá jörðu sem styður nokkra mismunandi ökutækjaflokka.
Porsche segir að upphafsframleiðsla kerfisins muni ná um 450 kW (603 hö) og yfir 1.000 Nm hámarkstog.
Til að auka akstursupplifunina er Porsche með fullbreytilegt rafstýrt mismunadrif að aftan og „afkasta-afturöxul“ til að gera mögulegt að auka snerpu þegar gefið er inn í gegnum beygjur.
Macan EV verður búinn fjórhjóladrifi með tveimur rafmótorum, einum rafmótor á hvorum öxli, sem gerir ráð fyrir nákvæmri stjórnun.
Búist er við að Macan EV komi á markað á næsta ári og Porsche lofar að hann muni koma sem „sportlegasta gerðin í sínum flokki“ þar sem hann lítur út fyrir að halda áfram söluhæstu nafni vörumerkisins.
Á sama tíma eru Boxster og Cayman gerðir, ódýrari sportbílar Porsche einnig að verða rafknúnir. Líkt og Macan, er Boxster EV ætlað að vera smíðaður á útgáfu af Porsche PPE grunninum þó að ekki hafi mikið verið staðfest á þessum tímapunkti.
Skoðaðu myndbandið hér að neðan af næstu kynslóð rafbíla Porsche sem sýnir bílana í vetrarprófunum frá CarSpyMedia.
2025 Porsche Boxster, Macan rafbílar í vetrarprófunum (Myndefni: CarSpyMedia)
Í myndbandinu sýnir Boxster „tilbúin“ útblástursrör sem eru þægilega staðsett fyrir miðju að aftan ásamt viðbótarfeluverki, sem líklegt er til að rugla áhorfendur.
Þrátt fyrir að ekkert sé „meitlað í stein“ er búist við að rafmagns Boxster sitji á breyttri útgáfu af PPE grunninum sem er hannaður fyrir tveggja dyra bíl.
Eins og sjá má í myndbandinu, höndlar Boxster EV snævi þakta vegi, beygir og gefur inn á auðveldan hátt.
Elterec segir okkkur að þeir muni halda okkur uppfærðum þegar þeir heyra meira um Porsche Boxster og Macan rafbílana. Þangað til verðum við að láta okkur nægja þetta myndband hér að neðan af Macan EV þar sem hann er reyndur í mismuandi landslagi.
(grein á vef electrec)