Föstudagur, 10. október, 2025 @ 9:32
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

2023 Mercedes-Benz EQE

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
07/09/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
280 6
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

2023 Mercedes-Benz EQE er rafmagns valkostur á móti E-Class

Sækir hönnunina að hluta til Benz EQS

Næstu daga munu streyma inn fréttir frá IAA – bílasýningunni í München sem hefst í þessari viku.

Á meðal helstu frétta er að Mercedes-Benz mun kynna EQE betur; fólksbifreið sem var þróuð sem rafmagns valkostur við E-Class og sem minni valkostur við EQS. EQE er aðeins fáanlegur sem rafbíll og verður frumsýndur opinberlega á bílasýningunni í München 2021.

Það er ótvírætt að fjölskyldutengsl eru á milli EQE og EQS; en bíllinn lítur samt ekki út eins og E-Class. Hönnunin einkennist af bogahönnun fram á við og óvenju löngu hjólhafi. Þessi minni útgáfa af rafdrifnum fólksbíl frá Mercedes-Benz er með grilllausum framenda með áberandi framljósum og afturenda sem er undirstrikaður með ljósarönd. Bíllinn er ekki „kópía“ af stærri systkinum hans, en auðvelt er að bera kennsl á bílinn sem meðlim í stækkandi flota rafbíla þýska fyrirtækisins.

Mercedes-Benz EQE 350 –  Mynd: Mercedes-Benz.

EQE er 4.994 mm á lengd, 1.961 mm á breidd, 1.521 mm á hæð og hann er með 3.122 mm hjólhaf. Til að bæta við samhengi, er núverandi W213-kynslóð E-Class fólksbílsins með um 4.928 mm, 1.895 mm, 1.473 mm og 2.946 mm, í sömu röð. EQE er ekki marktækt lengri en E, en það er miklu meiri málmur á milli hjólanna.

Opnaðu dyrnar – eða bíddu eftir að þær opnist þegar þú gengur í átt að bílnum; EQE getur valfrjálst gert það – og þú munt sjá innréttingu sem er full af tæknilegum eiginleikum, þar á meðal mörgum sem eiga uppruna sinn í fyrrnefndum EQS.

MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfi Mercedes-Benz er staðalbúnaður, það birtist á 12,8 tommu OLED skjá og Hyperscreen, skjár sem teygir alla breidd mælaborðsins er fáanlegur gegn aukagjaldi.

Við frumkynninguna verður EQE eingöngu fáanlegur með rafmótor að aftan tengdum 90,6 kílówattstunda litíumjónarafhlöðu. Það mun knýja afturhjólin með 288 hestöflum og 530 Nm togi, nóg til að senda fólksbílinn – en þyngdin hefur ekki verið birt enn – úr núlli í 96,5 km/klst á um 5,6 sekúndum og áfram í hámarkshraða sem er takmarkaður við 209,2 km/klst.

Mercedes-Benz segir hámarks akstursvegalengd á rafmagninu um 660 kílómetra, þó að hann hafi náð þeirri tölu með stórkostlega bjartsýnu mælingarferli sem gildir í Evrópu að sögn Autoblog. Vegalengdin samkvæmt EPA-staðli verður án efa nokkrum kílómetrum lægri, eða svo halda þeir fram.

Autoblog telur einnig að fjórhjóladrifin og AMG-merkt útgáfa komi fyrr en seinna.

Bíllinn er sagður bjóða upp á fullt af aðstoðartækni fyrir ökumanninn, eins og búast má við í dag, en margt er á lista yfir valkosti. Á meðal búnaðar sem kaupendur geta greitt aukalega fyrir eru Airmatic loftfjöðrunarkerfi, afturhjólastýrikerfi, „head-up“ skjár, Active Steering Assist og Active Brake Assist með Cross-Traffic Function. Akreinavari er staðalbúnaður.

En við munum fjalla nánar um þennan flotta rafbíl frá Mercedes-Benz þegar búið er að kynna hann nánar í München.

(frétt á vef Autobog – myndir frá Mercedes-Benz)

Fyrri grein

Þrefalt toppsæti hjá Volvo vörubílum frá Velti

Næsta grein

Benz G-Class jeppinn kominn með rafmagn

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
VW kynnir ID Life í München

VW kynnir ID Life í München

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.