Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:06
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

2023 Honda CR-V: Stærri, öflugri og grænni

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
15/07/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
286 3
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

2023 Honda CR-V verður stærri, öflugri og grænni

Ný hönnun eykur þægindi og yfirsýn ásamt því að Sport-gerðirnar fá tvinnafl

Ef til vill finnst einhverjum stutt síðan kynntar voru breytingar á Honda CR-V en það eru samt liðin heil sex ár síðan. Það er komið að því að kynna til leiks Honda CR-V 2023 og það er nokkuð spennandi þar á ferð!

Hvort sem manni finnst langt eða stutt síðan árið var 2016, þá er eitt sem hefur ekki breyst síðan þá, segja þeir á vef Autoblog: CR-V er einn farsælasti jepplingur á markaðnum og er aðeins á eftir Toyota RAV4 í hreinni sölu. Það ætti því ekki að koma á óvart að Honda gerði meira en að henda nýju lakki á þennan crossover áður en hann verður kynntur í nýjum búningi.

Ýmsar bílavefsíður hafa fjallað um þennan nýja CR-V og á meðal þess sem þar kemur fram er að stíll 2023 CR-V sé að hluta til fenginn að láni frá endurhönnuðum Civic. Þá kemur einnig fram að Honda hafi sótt innblástur til Mazda CX-5 og Volkswagen Tiguan; allt eftir því frá hvaða sjónarhorni er litið.

Afturendinn er hins vegar ótvírætt CR-V; þessi afturljós á Honda sennilega skuldlaust.

Nýja útlitið er ekki ekki síst að þakka nokkrum góðum breytingum á framendanum. Ef nýi framendinn virðist lengri en áður þá er það ekki ímyndun. Honda færði A-bita CR-V næstum 13 cm aftur og næstum 8 cm út til að bæta yfirsýn fram á við. Þetta breytir í grundvallaratriðum hlutföllum CR-V, sem gerir það að verkum að hann lítur út fyrir að vera meiri jeppi en forverinn.

Á heildina litið er nýi CR-V næstum 8 cm lengri en fráfarandi gerð. Hjólhaf hans er nú 4 cm lengra og sporvíddin næstum 13 mm breiðari, sem hvort tveggja ætti að stuðla að mýkri akstri. Honda segir breytingar á fjöðrun, undirvagni og stýri gera nýja CR-V ekki aðeins fágaðri heldur skemmtilegri í akstri.

Stefna Honda er enn að nota tvær aflrásir, með tvinnbíl sem valkost með meira afli. EX og EX-L verða knúnir áfram af 1,5 lítra fjögurra strokka túrbóvél Honda, sem mun skila sömu 190 hestöflum og 243 Nm togi og í núverandi gerð. Sport og Sport Touring módelin verða með endurskoðaðri tvinnaflrás sem skilar 204 hestöflum og 335 Nm togi.

Honda segir að farangursrýmið að aftan státi nú af meira en 1019 lítrum með aftursætunum uppi og 2166 lítrar er það með sætin felld niður.

Honda valdi einnig tvær útgáfur af innréttingu í nýja CR-V. EX og Sport módelin eru staðalbúin með 7 tommu upplýsinga- og afþreyingarskjám, en betur búnu EX-L og Sport Touring fá 9 tommu kerfi með þráðlausri hleðslu. Civic innblásturinn er áberandi í farþegarýminu og sætahönnunin er ný og Honda segir að þau dragi úr þreytu á lengri leiðum. Eingöngu stafrænn tækjabúnaður er í CR-V línunni, svo tími hliðrænna mæla er liðinn.

Óháð útfærslu CR-V mun bíllinn vera með Honda Sensing, sem er virki öryggisbúnaður framleiðandans. Blindsvæðavöktun er nú staðalbúnaður og Honda hefur einnig gert umferðarteppuaðstoð, lághraða hemlunarstýringu og umferðarmerkjaskynjun aðgengilega í fyrsta skipti. Honda endurkvarðaði einnig aðlagandi hraðastýringu og akreinaaðstoð.

Samkvæmt Autoblog koma nýju CR-V EX og EX-L í sýningarsali þar vestra í sumar og tvinnbílagerðirnar fyrir árslok 2022.

(byggt á grein á Autoblog og á heimasíðu Honda – myndir frá Honda)
Fyrri grein

Gaf manninum Audi í þakklætisskyni

Næsta grein

Chevy small-block V8: Time lapse

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Chevy small-block V8: Time lapse

Chevy small-block V8: Time lapse

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.