Laugardagur, 11. október, 2025 @ 19:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

2022 Opel Astra afhjúpaður

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
13/07/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
270 15
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

2022 Opel Astra afhjúpaður með áberandi línum og fjölbreyttum aflrásum

Rüsselsheim: Opel hefur í dag afhjúpað nýju, sjöttu kynslóð Astra. Saga þessa mest selda bíls frá Opel hófst fyrir 30 árum með afkomanda hins goðsagnakennda Kadett. Með nýjum Astra opnar þýski framleiðandinn nú næsta kafla:

í fyrsta skipti er þessi bíll fáanlegur með rafdrifi.

Opel Astra er í raun einn elsti bíllinn í þessum stærðarflokki í Evrópu og er nú að skipta yfir í næstu kynslóð og kemur með alveg nýja hönnun að innan sem utan ásamt endurbættum grunni.

Enn og aftur er bíllinn smíðaður heima í Rüsselsheim í Þýskalandi, en framleiðslan hefst af fullum krafti í haust.

Sjötta kynslóð Opel á Astra Astra hefur alla möguleika til að keppa við hina bílana í þessum flokki: Golf, Focus, Megane og Octavia.

Á heimasíðu Opel kemur eftirfarandi fram sem aðalatriði við þessa frumkynningu á nýjum Astra:

  • Astra rafmagnaður í fyrsta skipti sem tengitvinnbíll í tveimur aflstigum
  • Áberandi og hrein hönnun með Vizor og valfrjálsri málningu í tvílit
  • Fullkomlega stafrænn stjórnklefi með breiðum skjám og innsærri stýringu
  • Skilvirkar vélar með 6 gíra beinskiptum gírkassa og 8 gíra sjálfskiptingu
  • Nýjasta Intelli-Lux LED® Pixel ljósið með 168 LED einingum
  • Fjölmörg sjálfvirk aðstoðarkerfi fyrir mikið öryggi og þægindi
  • Vistvæn AGR vottuð sæti, sem aukabúnaður í leðri og Alcantara
  • Bíllinn er hannaður, þróaður og framleiddur í höfuðstöðvum Opel í Þýskalandi

Skyldleiki við Peugeot 308

Opel Astra þarf einnig að keppa við Peugeot 308, þar sem bílarnir tveir deila EMP2 grunni þar sem bæði vörumerkin eru hluti af Stellantis – fjórða stærsta bílaframleiðanda heims.

Jafnvel þó að grunnur bílanna þeirra sé sá sami og þeir séu nokkuð líkir, þá hafa hönnuðirnir staðið sig frábærlega í aðgreiningu á þessum tveimur svipuðu bílum.

Franska útgáfan tekur djarfari nálgun en sú þýska tekur öruggu leiðina með hreinna útliti.

Aðeins breytingar á stærð

Við skulum tala stærð. Nýr Astra hefur teygt sig um fjóra millimetra umfram fráfarandi kynslóð og er nú 4.374 mm á lengd.

Jafnvel þó heildarlengdin hafi vart breyst hefur hjólhafið verið teygt verulega um 13 mm í 2.675 mm með því að stytta yfirhangið að framan. Breiddin hefur aukist töluvert, eða 1.860 mm eða um 51 mm meira en áður.

Opel gengur svo langt að segja að hlaðbakurinn hafi „coupé-líkar“ línur, þótt allir séu því kannski ekki sammála. Aukin stærð bílsins bætir burðargetu á stillanlegu hleðslugólfinu þar sem það hefur vaxið um 52 lítra í 422 lítra með aftursætin á sínum stað.

Rétt eins og á ytra byrði er innanrýmið mjög frávikið frá eldri Astra K að taka upp hönnun með fáum hefðbundnum hnöppum.

Það eru enn flýtileiðir til staðar fyrir aðgerðir sem oft eru notaðar, en flestar stillingarnar eru aðgengilegar í gegnum 10 tommu snertiskjá upplýsingakerfisins. Þá er fullkomlega stafrænn mælaborðsskjár af sömu stærð.

Fullt af nýrri tækni

Eins og við mátti búast af algerlega nýjum bíl í stærðarflokki C er Opel Astra fullur af tækni. Bíllinn fær LED-ljósa tæknina frá flaggskipinu Insignia, með hvorki meira né minna en 84 ljósdíóður í hverri samstæðu aðalljósa.

Skriðstillir með stop & go er fáanleg, sem og sprettiskjár í sjónlínu ökumanns og 360 gráðu myndavél.

Opel fer í þessari fyrstu kynningu ekki of djúpt í smáatriði um aflrásirnar, en það er hægt að reikna með að þær verði nokkuð líkar nýjum Peugeot 308.

Þýska vörumerkið staðfestir að Astra 2022 verði fáanlegur með vali á bensín- og dísilvélum með afköst frá 110 hestöflum (81 kW) til 225 hestafla (165 kW).

Í fyrsta skipti verður tengitvinnbúnaður einnig fáanlegur og hann kemur í tveimur aflstigum. Boðið verður upp á sex gíra beinskipta og átta gíra sjálfskiptingu, sem fer eftir því hvaða aflrás er valin.

Fyrstu bílar afgreiddir snemma árs 2022

Byrjað verður að taka við pöntunum í haust og fyrstu afhendingar viðskiptavina eiga að fara fram snemma á árinu 2022.

Opel hefur þegar staðfest að ný stationgerð muni koma aftur fyrir þá sem þurfa á stærra farmsvæði að halda.

Búast við að sú gerð bílsins komi í ljós á næstu mánuðum. En Opel hefur þegar tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í bílasýningunni IAA í München í september, svo ekki verður bíllinn sýndur þar

Síðasti Astra með hefðbundinni brunavél

Að lokum er rétt að taka fram að þetta verður síðasti bíll Astra með brunavél í Evrópu miðað við að Opel hefur heitið því að vera eingöngu með rafbíla í Evrópu árið 2028.

(byggt á vefsíðu Opel og Motor1 – myndir Opel)

Fyrri grein

Nissan Leaf 2021 uppfærður með auknum öryggisbúnaði

Næsta grein

VW verður hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
VW verður hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki

VW verður hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Smart #5 – Nýr kafli í sögu Smart: hann er ekki lengur lítill

11/10/2025
Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.