Mánudagur, 19. maí, 2025 @ 9:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

2022 Honda „e:Concept“ er núna Honda e:NS1

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
15/10/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Honda e:NS1 er rafknúinn sportjeppi með allt að 485 km drægni

Bíillinn var frumsýndur í Kína en er væntanlegur til Evrópu á næsta ári

Nýr Honda e:NS1 rafknúinn sportjeppi hefur verið frumsýndur í Kína og gefur vísbendingar um tækni bílsins og útlit áður en hann kemur á markað í Evrópu.

Honda e:NS1 fer í sölu í Kína vorið 2022 og er búist við að bíllinn birtist í sýningarsölum á Vesturlöndum síðar á árinu sem keppinautur Hyundai Kona Electric og Peugeot e-2008. Fyrirtækið hefur þegar staðfest áform sín um að flytja jeppann út á heimsvísu ásamt níu rafmagnsbílum með e:N merki á næstu fimm árum.

Þar sem þessi frumsýning er kínversk markaðssetning, þá er möguleiki á að e:NS1 nafninu verði breytt áður en rafbíllinn kemur til Evrópu. Bíllinn ætti þó að halda sama vélbúnaði og kínverska módelið, sem þýðir að hann verður með 68,8kWh rafhlöðu, hestöflin verða 201 og hámarksdrægni í kringum 485 kílómetrar.

Um þetta leyti í fyrra gaf Honda okkur forsmekk af því hvernig e:NS1 gæti litið út með hugmynd að sportjeppa undir heitinu „e:Concept“ – og svo virðist sem framleiðsluútgafan hafi haldið þeirri hönnun sem þá var sýnd. Þessi framleiðsluútgáfa hefur fengið tvær aukahurðir að aftan, en lögun grills, mjó framljós og áberandi framstuðari hefur allt komist í framleiðslu.

Prófíllinn á rafbílnum er einnig svipaður en afturljósin í fullri breidd eru með svipaða lögun og hugmyndabíllinn, þó að ljósið sé aðeins breiðara en áður. Jafnvel álfelgurnar eru með sömu hönnun, þó að þær séu færðar aftur niður í skynsamlegra 18 tommu þvermál.

Forráðamenn Honda hafa áður staðfest við Auto Express að þessi nýi rafknúni jeppi verði byggður á teygðri útgáfu af grunni Honda e, sem gefur pláss fyrir hærri yfirbyggingu og stærra farangursrými. Búist er við því að sportjeppinn muni sitja einhvers staðar á milli hins vinsæla Jazz Crosstar (sem er með yfir 50 prósent allrar sölu á Jazz) og nýja HR-V þegar hann kemur, hvað varðar stærð.

Þó að ekki hafi sést til innréttingar nýja bílsins, má búast við svipaðri framúrstefnulegri uppsetningu og í Honda e, með tvöföldum 12,3 tommu skjám sem eru festir á mælaborðið. Upplýsinga- og afþreyingarkerfið verður væntanlega nýjasta Connect-kerfi Honda, sem er með snjallsímatengingu og þráðlausar uppfærslur.

Þrátt fyrir líkindi bílanna tveggja, benda þessar nýju myndir til þess að Honda muni ekki setja stafrænar hliðarmyndavélar frá Honda e á sportjeppann, að minnsta kosti ekki sem staðalbúnað. Það er sett af hefðbundnum hurðarspeglum sem eru greinilegir á myndunum.

Jean-Marc Streng, yfirmaður Honda í Bretlandi, ræddi nýlega við Auto Express um rafbílastefnu fyrirtækisins, þótt tímaáætlunin virðist hafa breyst frá því samtali. Hann sagði: „Við ætlum að koma með nýja gerð af rafbíl árið 2023, sem notar aðeins rafhlöður (BEV) – það er næsta skref sem mun hjálpa okkur að hafa breiðara framboð.“

Tímalína Streng virðist vera um eitt ár út frá þessum frumsýningarviðburði en hann hefði getað átt við að bíllinn kæmi til Evrópu að lokum. Hvorki hann né Honda hafa veitt upplýsingar um evrópska útgáfu bílsins, en Streng sagði: „Þetta verður skref í rétta átt og salan mun aukast.“

Honda e borgarbíllinn er þegar í sölu og færir nýja, yngri viðskiptavini til fyrirtækisins. „Við höfum meira en 85 nýja viðskiptavini,“ sagði Streng. „Þannig að við erum að koma með nýja viðskiptavini að vörumerkinu og sjá lækkun meðalaldurs. Á aðeins tveimur árum hefur meðalaldur Honda kaupanda lækkað um fjögur ár,“ sagði hann.

Þessi nýi rafknúni jeppi verður hluti af endurnýjuðu framboði Honda, sem verður rafmagnað að fullu fyrir árið 2022. Streng útskýrir: „Markmið okkar var að rafvæða árið 2022 og við ætlum að ná þessu markmiði, sem er fínt, því vissulega gerist það í Bretlandi átta árum fyrir áætlun ríkisstjórnarinnar.

Við erum með blending fyrir Jazz og Jazz Crosstar, við opnum pantanir fyrir HR-V í ágúst og setjum bílinn í freamleiðslu í október. Og eftir að hafa ekið bílnum í Japan færðu óaðfinnanleg umskipti milli þriggja gerða: bensín, tvinn og ókeypis rafmagns. Við erum með CR-V blending og við munum koma með nýjan Civic á næsta ári, sem er rafmagnaður.“

Þessar tvær myndir hér að ofan fylgdu einkaleyfisumsókn um hönnun nýja rafbílsins, svo þær eru örugglega mjög nálægt því hvernig endanleg útgáfa bílsins mun líta út

Nýr 2022 Honda e sportjeppi: aflrás og drægni

Honda hefur ekki opinberlega gefið út tæknilegar upplýsingar um nýja rafknúna sportjeppann en leki frá kínversku einkaleyfastofunni (ásamt smáupplýsingum frá kínversku frumsýningunni) staðfestir að hann verður fáanlegur með tveimur rafmótorum sem bjóða annaðhvort 180 hestöfl eða 201 hestafl. Lekinn staðfestir einnig að jeppinn verður með 150 kílómetra hámarkshraða.

Aukin stærð og þyngd jeppans hefur neytt Honda til að koma fyrir stærri 68,8kWh rafhlöðu, samanborið við 35,5kWh einingu í Honda e. Kínverskar markaðsupplýsinga frá frumsýningunni segja að hámarksvegalengd í akstri nemi um 500 km, þó að þessar tölur hafi verið skráðar samkvæmt prófunarreglum í Kína. Hins vegar má gera ráð fyrir því að sportjeppinn nái nálægt 485 km þegar hann fer í gegnum WLTP-prófunarferlið.

Líkt og í Honda e mun 50kW hraðhleðsla einnig koma sem staðalbúnaður, sem gerir rafgeymi jeppans kleift að ná 80 prósent hleðslu á um 30 mínútum. Tengd við hefðbundnari 7kW heimilishleðslukassa þýðir að miðað við tækni Honda e náist full hleðsla á rúmum níu klukkustundum. Þetta ætti einnig að vera raunin á nýja rafdrifna sportjeppanum.

Honda hefur einnig gefið út upplýsingar um fyrirhugað úrval af öryggisbúnaði jeppans. Fullbúinn rafbíll mun hafa nýtt 360 gráðu aðstoðarkerfi fyrir ökumenn, sem fyrirtækið segir að muni auðvelda aksturinn samanborið við núverandi uppsetningu, sem bendir til þess að þessi nýi crossover muni bjóða upp á hærra sjálfstætt stig akstursgetu en restin af framboði fyrirtækisins.

(byggt á frétt frá Auto Express – myndir frá Honda)

Fyrri grein

Flottur, fjölbreyttur og 100% rafdrifinn

Næsta grein

BMW telur bann á brunavélum ekki gott, en er samt tilbúinn með rafbíla

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Höf: Jóhannes Reykdal
15/05/2025
0

Stellantis staðfestir framleiðslu á Fiat 500 tvinnbíl, byggðum á rafbílnum, í ítalskri verksmiðju Stellantis stefnir að því að hefja framleiðslu...

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Næsta grein
Svona gerist bara í NY…

Svona gerist bara í NY…

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025
Bílasýningar

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.