Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 12:10
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

2022 besta ár Brimborgar frá upphafi

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2023
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
274 15
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

2022 besta ár Brimborgar frá upphafi

En það eru óvissutímar fram undan í bílgreininni, segir Egill Jóhannsson forstjóri

„Árið í fyrra var besta árið í sögu Brimborgar frá upphafi, bættum árangurinn frá 2021 sem var sá besti fyrir“, segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, þegar við litum við hjá honum og forvitnuðumst aðeins um stöðuna þar á bæ.

„Bæði velta og afkoma var með besta móti. Við lentum vissulega í því að ytri aðstæður voru stundum að vinna á móti okkur, afhendingar á bílum drógust vegna skorts á íhlutum, en nutum þess líka að hafa pantað vel af bílum sem skilaði sér vel þegar leið á árið“.

Dæmi um þetta nefnir Egill söluna á Polestar. Þar höfðu þeir áætlað um 200 bíla sölu á árinu, en þegar upp var staðið seldust 462 Polestar-bílar á öllu árinu, og það þrátt fyrir að Brimborg hafi ekki átt bíla frá þeim í um það bil 2 mánuði á miðju árinu.

„Öll innleiðingin á Polestar gekk vel hjá okkur, við bjuggum til sérstakan Polestar-sal, og Polestar endaði sem næst mest seldi rafbíllinn á árinu.

Brimborg stærst í rafbílum með 1.343 nýskráningar

„Salan í rafbílum hjá Brimborg náði 23,3% af rafbílasölunni á liðnu ári, sem er gott þegar við horfum til þess að árið 2020 nam sala rafbíla hjá okkur aðeins um 5,6% og árið 2021 nam hún 17,0% af heildar rafbílasölunni. En á síðasta ári seldum við alls 1.343 rafbíla frá sjö merkjum.

Þegar horft er til einstakra merkja kom Opel, sem við tókum við 1. janúar í fyrra, vel út hjá okkur, við tvöfölduðum söluna þrátt fyrir að við fengum ekki fyrstu bílana fyrr en í apríl, og Opel kom sterkur út í sölu á rafmagnssendibílum og náði toppsætinu þar í fyrra.

Volvo er með mjög sterka ímynd og er okkar sterkasta merki  og selst mjög vel, en þar líkt og hjá öðrum framleiðendum fengum við ekki eins marga bíla og við vildum.

Við náðum þó frábærum árangri með Volvo rafbílana sem hafa svo sannarlega slegið í gegn.

Eftirspurn eftir notuðum Volvo bílum hefur einnig verið mjög mikil og til að þjóna þeirri miklu eftirspurn höfum við flutt inn notaða Volvo-bíla með verksmiðjuábyrgð, Volvo XC40, XC60 og XC90, og þannig náð að svara eftirspurn á markaðinum betur.

Volvo er með mjög sterka ímynd og er okkar sterkasta merki, segir Egill Jóhannssom forstjóri Brimborgar

Hjá Peugeot var síðasta ár það besta frá ´99 og hvað varðar Citroën var árið líka gott, þar kom nýr rafmagnsbíll sem náði vel inn á markaðinn, enda eru komnir nú þegar um 150 slíkir á götuna.

Hvað varðar Ford fór salan á Mustang Mach-e vel af stað en síðan gerðist það að við fengum enga bíla og fáum þá ekki fyrr en núna í mars.

Auk þessa hefur verið mjög góð sala í  Ranger-pallbílnum.

Við hjá Brimborg vorum fyrst til að frumsýna og byrja sölu á Ford Bronco í Evrópu löngu á undan öðrum Evrópulöndum, en Bronco var fyrst frumsýndur fyrir Evrópu á bílasýningu í Brussel á dögunum.

Við hófum innflutning á fyrstu Ford Transit rafmagns sendibílunum í lok árs í fyrra og erum líka að fá fleiri rafmagnssendibíla frá Ford, þar á meðal Custom sem lofar góðu.

Þá eru fyrstu rafmagnsvörubílarnir frá Volvo að koma inn á markaðinn hér, sumir í flokki stærri flutningabíla og þeir fara til margra af helstu flutningafyrirtækjunum í landinu, sem sýnir að þar eru nýir tíma fram undan“.

Mazda kynnti nýjan CX-60 tengitvinnjeppa á árinu sem fór mjög vel af stað og rafbíllinn Mazda MX-30 hefur selst vel.

Breytingar í vændum

Það kom fram í spjalli okkar Egils að það eru óvissutímar framundan í bílgreininni.

Gengi krónunnar hefur verið að veikjast sem gerir bílana dýrari, breytingar í gjöldum af rafbílum hafa áhrif, þar hefur stuðningur stjórnvalda minnkað, vörugjöld hafa hækkað og virðisaukaívilnun lækkað.

Þrátt fyrir metnaðarfull markmið ráðamanna varðandi orkuskipti og áherslu á rafbíla til að nýta íslenska orku og draga þannig úr loftmengun og loftslagsáhrifum, þá er það ekki að raungerast sökum fyrrgreindra gjaldahækkana.

„Rafbílasala hefur dregist saman um 23,2% það sem af er ári, sala tengitvinnbíla (PHEV) hefur dregist saman um 57,5% en sala bensín og dísilbíla, þvert á markmið stjórnavalda“, hefur aukist um 27,1%, segir Egill.

Margir nýir bílar á leiðinni

„En það eru margir nýir bílar á leiðinni sem skapa væntingar. Þar á meðal er Polestar 3 rafmagnsjeppinn og rafmagnsjeppinn EX90 frá Volvo.

Báðir þessir bílar nota alveg nýjan rafbílagrunn, með góða veghæð, eða um 20cm og með fjöðrun Polestar er hægt að hækka hana í 25 cm.

Síðast en ekki síst eru þessi bílar komnir með 2,2 tonna dráttargetu, sem er mikil og góð breyting í heimi rafbílanna auk þess sem drægni á rafmagni er yfir 600 km og hleðsluhraði í hraðhleðslu einstaklega mikill“.

Hvað varðar önnur merki hjá Brimborg nefnir Egill að von er á nýjum Mazda CX-80 tengitvinnbíl, sjö sæta jeppa, sem verður frumkynntur á þessu ári en kemur væntanlega ekki í sölu hér á landi fyrr en  fyrri part ársins 2024..

Þá kemur nýr Peugeot e-308, nýr Opel Astra-e og Citroen e-C4 X, allt rafbílar.

Það er greinilega í mörg horn að líta hjá þeim í Brimborg, og ekki annað að heyra en að þar á bæ horfi menn bjartsýnum augum fram á árið þótt greinilega séu nokkur óveðursský á himni, en eins og segir í máltækinu „öll él birtir upp um síðir“ og það á örugglega vel við hér.

Fyrri grein

2024 Mercedes-Benz eSprinter

Næsta grein

Rafbíladagar Opel

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
Rafbíladagar Opel

Rafbíladagar Opel

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.