Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:46
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

2021 Land Rover Discovery: Nú einnig með blendingstækni

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
12/11/2020
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

2021 Land Rover Discovery: Nú einnig með blendingstækni

Discovery hefur fengið talsverða uppfærslu. Þó ekki útlitslega séð. Hann er enn ansi líkur 2020 árgerðinni en drastískar breytingar líta dagsins ljós engu að síður. Bætt hefur verið við mildri 48 volta hybrid-drifrás, uppfærðu upplýsinga- og afþreyingarkerfi og bætt við nýjum þægindabúnaði.

Úrval véla – þar á meðal blendingur

Líkt og Range Rover og Range Rover Sport er nýi Discovery knúinn úrvali af sex strokka bensín- og dísilvélum með 48 volta mildblendingartækni, þó að grunnvélin sé hefðbundin fjögurra strokka bensínvél. Sú P300 er 2 lítra túrbóvél með 296 hestöflum.

Í framboðinu er 245 hestafla 3ja lítra línuvél, sex strokka dísilvél sem kallast D250, en það er líka 296 hestafla útgáfa af sömu vél í boði.

Báðir eru með milda blendingstækni sem nýtir orku sem venjulega tapast við hemlun eða hraðaminnkun, en dreifir síðan þeim krafti aftur þegar vélin er undir álagi eða verið er að stöðva bílinn.

Sú tækni er einnig sett í enn öflugri P360 bensínvélina, sem er einnig 3 lítra sex strokka línuvél. Með 355 hestöfl er hún öflugasta vélin í núverandi framboði sem nýtir til fulls torfærugetu sem gert er ráð fyrir af Discovery.

En það fá ekki allir þetta vélaframboð, því samkvæmt fréttum er dísilvélin horfin af Bandaríkjamarkaði, og þar hefur bensínknúin 2 lítra 4 strokka vél með túrbínu hefur verið sett ofan í vélarsalinn.

Land Rover menn segja að undanfarið hafi eftirspurnin verið á jafnri niðurleið eftir dísilnum í henni Ameríku þannig að það var ekki annað í stöðunni en að breyta til.

Glansandi svartir fletir

Andlitslyftingin er eftirtektarverð. Ný LED framljós, afturljósasamstæðan er samsett með svörtum glansandi panel eflaust til að bíllinn sýnist breiðari. Hins vegar er enn jafn óþolandi að horfa aftan á bílinn þar sem númeraplatan er einhvernveginn of stutt frá miðju til að geta talist nógu mikið til vinstri. Það er eins og ekki hafi tekist að miðja hana og minnir á skakkan munnsvip eða beyglu eftir létta aftanákeyrslu.

Það er eitt og annað sem hefur verið gert til að lyfta gamla upp. Stuðararnir hafa fengið uppfærslu og loftinntök verið sett að framanverðu, bætt við lakkflötum og nýtt grill. Svo er hægt að velja úr talsverðu úrvali af nýjum felgum líka.

Það sem mönnum þykir hvað eftirtektarverðast við breytingarnar er það sem er kallað R-Dynamic trim. Það eru glansandi svartir listar í kringum bílinn að utan (ekki ólíkt til dæmis nýja Plug-in hybrid Toyota RAV4 og Suzuki Across). Allt gert til að ná fágaðra og sportlegra lúkki í senn. Að innan erum við að tala um tvítóna leður áklæði með grófum saumum.

Nýtt viðmót

Splunkunýtt margmiðlunarviðmót, stór og stæðilegur 11.4 tommu snertiskjár er fyrir miðju mælaborði sem hefur einnig fengið yfirhalningu. Land Rover kallar þetta nýja kerfi Pivi Pro og þykir einstaklega hraðvirkt og notendavænt. Hægt er að uppfæra kerfið yfir netið. Mælaborðið er komið með nýja viðmótið úr stóra bróður, Defender ásamt uppfærðu stýrishjóli og gírstangarbúnaði.

Afturí hafa Land Rover menn lengt setur í annarri röð og bætt loftflæði frá miðstöðinni. Einnig hefur verið komið fyrir festingum fyrir spjaldtölvur og USB tengjum bætt við.

Þegar kemur að torfærugetunni hefur svosem litlu verið bætt við nema aksturstillingu fyrir akstur í vatni og myndavél að framan – ClearSigth Ground View myndavélatækninn.

Byggt á frétt Autoblog.

Fyrri grein

Renault kynnir þriðju kynslóð Kangoo

Næsta grein

ÍSBAND kynnir og frumsýnir nýja Jeep Renegade 4xe og Jeep Compass 4xe Plug-In-Hybrid

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Nýr 2021 Nissan Qashqai staðfestur með e-Power tvinnvél

Nýr 2021 Nissan Qashqai staðfestur með e-Power tvinnvél

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.