2020 Subaru Legacy mun verða með stóran skjá í mælaborði líkt og Tesla
2020-árgerðin af Subaru Legacy sem verður frumsýnd á bílasýningunni í Chicago (Chicago Auto Show 2019) í byrjun febrúar mun verða með stóran lóðréttan snertiskjá fyrir upplýsingakerfi ekki ólíkt þeim sem eru notaðir í Tesla og Volvo.
Subaru var að senda frá sér mynd af þessum nýja skjá í mælaborðinu á 2020-árgerðinni af Subaru Legacy en tilgreindi ekki stærð á skjánum.
Ef marka má myndina virðist sem skjárinn innihaldi flestar stýringar á miðstöð og hljómtækjum, þó að það séu sérstakir hnappar og hnúðar fyrir hitastig, móðueyðingu, hljóðstyrk og val á stöðvum. Legacy mun einnig bjóða upp á bæði upphituð og kæld sæti, sem er nýjung.

Að auki lítur út fyrir að Legacy muni einnig bjóða upp á vöktun á athygli ökumanns sem sást fyrst á 2019-árgerð Subaru Forester. Kerfið notar innrauða myndavél sem horfir á augum ökumanns til að tryggja að þau séu á veginum og ekki að horfa niður í snjallsíma. Vöktun ökumanns hefur ekki áhrif á önnur öryggiskerfi Forester, en það sendir frá sér viðvörun ef það ákveður að ökumaðurinn sé annaðhvort ekki með hugann við aksturinn eða of þreyttur.
Með 2020-árgerðinni mun Subaru vera fyrsti almenni bílaframleiðandinn til að koma með lóðréttan skjá sem staðalbúnað í ökutæki sem er ekki jeppi. 2020 Ford Explorer jeppinn og 2019 Ram 1500 pallbíllinn eru einnig fáanlegir með skjá sem líkist spjaldtölvu.
Það er talið líklegt að nýi Legacy muni deila mælaborðinu með næstu gerð af Subaru Outback.
Við munum vita meira þann 7. febrúar þegar 2020 Legacy verður frumsýndur í Chicago.



