Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 9:00
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

1968 Citroën DS 21 Chapron til sölu í Stuttgart

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
02/06/2024
Flokkar: Bílasagan, Fornbílar
Lestími: 8 mín.
311 3
0
150
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Eintakið á myndunum hér er til sölu hjá Carola Daimler Cars í Stuttgart.  Verðið er um 150 þús. evrur (22.400.000 IKR.)

Bíllinn er ekinn aðeins um 12 þús. kílómetra frá upphafi en hann kom á götuna í ágúst 1968.

Citroën DS Chapron blæjubíllinn er án efa meistaraverk í bílasögunni. Þessi blæjubíll er hannaður af hinum goðsagnakennda franska bílashönnuði Henri Chapron, en hönnun hans felur í sér hreinan glæsileika.

Nýr var bíllinn uppfærður á hjá Henri Chapron og seldur til arkitekts í Lucerne í Sviss.

Ekki mikið fyrir að skipta um bíla

Fyrsti eigandinn ók bílnum í um þrjú ár, allt þar til hann lést árið 1971 en þá fór þessi fallegi bíll í hendur vinar upphaflegs eiganda. Hann ákvað að mála „gyðjuna”, sem upphaflega var hvít, í dökk rauðum vegna litabreytingar á hurð.

Eftir um þrjátíu ár og reglulegt viðhald ákvað seinni eigandinn að selja bílinn en hann glímdi orðið við veikindi segir í sölulýsingu.

Árið 2001 keypti þriðji og núverandi eigandi bílinn og hefur haldið honum vel við til þessa dags. Ástand blæjubílsins er óaðfinnanlegt og var metið 2+ í sérfræðiskýrslu.

Þetta er sannkallaður safngripur en aðeins 128 bílar voru framleiddir með gerðarheitinu DS 21 M.

Sögu bílsins hefur einnig verið vel viðhaldið og til er talsvert af myndum auk þjónustubóka. Þetta er einstakt ökutæki, sem ekki er aðeins frábær fjárfesting heldur unun að aka.

Fallegur blæjubíll

Citroën DS21 Henri Chapron blæjubíllinn er einstakur bill, framleiddur á sjöunda áratugnum. Hann var hannaður og smíðaður af hinum virta franska bílasmið Henri Chapron og er lúxusútgáfa af hinum vinsæla Citroën DS.

Bíllinn var byggður á grunni DS21og einkennist af glæsilegri og tímalausri yfirbyggingu.

Hann er með langt húdd, hallandi þaklínu og áberandi framenda með einkennandi tvöföldum aðalljósum DS-gerðarinnar.

Viðbótar hönnun Chapron er í fullkomnum samhljómi við línur DS gerðarinnar og gerir bílinn glæsilegan á alla vegu.

Þótti lúxus

Að innan er blæjubíllinn búinn lúxus þægindum og hönnun er stílhrein. Sætin eru bólstruð með hágæðaleðri og bjóða upp á þægilega setustöðu. Mælaborðið hefur verið tekið í gegn og skreytt glæsilegri viðarklæðningu.

Bíllinn er búinn nútímalegum þægindum eins og loftkælingu og rafmagnsrúðum en það þótti gríðarlega framsækið á þessu tíma.

Undir vélarhlífinni á þessari blæjuútgáfu Henri Chapron er öflug 2.1 lítra fjögurra strokka vél sem gefur um109 hestöfl. Þetta gerir bílnum kleift að skaffa mjúka og nokkuð mikla hröðun, auk þess að ná góðum hámarkshraða.

Aksturseiginleikar bílsins eru að sjálfsögðu nátengdir háþróaðri vatns-loftknúinni fjöðrun Citroën sem veitir þægilegan og stöðugan akstur.

Tæknilega fullkominn árið 1968

Þessi bíll er eitt af fyrstu ökutækjunum sem er búið diskabremsum á öllum fjórum hjólunum, sem tryggir framúrskarandi hemlunarafköst.

Að auki er bíllinn búinn stýri með breytihlutfalli sem gerir aksturinn enn ánægjulegri.

Í dag eru Citroën DS21 Henri Chapron verulega eftirsóttir af áhugamönnum enda fáir til.

Tímalaus hönnun hans og tæknileg fágun gera hann að sannkallaðri klassík sem fær hjörtu bílaaðdáenda um allan heim til að slá hraðar.

Fyrri grein

Nýr 2024 Volkswagen Golf GTI Clubsport kynntur í aðdraganda 50 ára afmælis

Næsta grein

Volvo gefur út fyrsta rafhlöðuvegabréf heimsins á undan ESB reglum

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Næsta grein
Volvo gefur út fyrsta rafhlöðuvegabréf heimsins á undan ESB reglum

Volvo gefur út fyrsta rafhlöðuvegabréf heimsins á undan ESB reglum

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.