1964 árgerð af Land Rover Series IIA
Þessi kerra er til sölu. Ásett verð er um 70 þúsund dollarar (um 8.700.000 kr.).
Jeppar sem þessir hafa heldur betur sett svip sinn á bílaöldina hér á landi. Land Rover var til á að minnsta kosti öðrum hverjum bæ í sveitum landsins um árabil og leynast örugglega margir undir steini enn.

Við hjá Bílablogg höfum fylgst með ferðum Land Rover áðdáenda hér á Íslandi. Myndbandið hér að neðan er einmitt úr sumarferð Land Rover klúbbsins 2020.
Við höfum líka farið yfir sögu þessa bíls í grófum dráttum og þá grein Jóhannesar Reykdals má lesa hér.
En aftur að umræddum bíl
Þessi smarti Land Rover Series IIA er einstaklega vel uppgerður. Í sölulýsingu er sagt að þessi gerð jeppans hafi verið sú allra sterkasta í sögu Land Rover og sú sem setti bílinn að lokum á stall sem jeppa jeppanna. Við látum myndirnar tala sínu máli.
Hér er verið að bjóða Land Rover Series IIA sem hefur gjörsamlega verið tekinn í nefið. Þessi jeppi er búinn 2,25 lítra Type ADO 23, 4 strokka vél sem gefur 77 hestöfl sem tengd er fjögurra gíra beinskiptum kassa.
Áhugasamir geta séð meira um bílinn hér.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Umræður um þessa grein