19 rafmagnaðar gerðir bíla hjá Brimborg

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

19 rafmagnaðar gerðir bíla hjá Brimborg

Brimborg býður frá þeim fimm bílaframleiðendum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir 19 gerðir rafmagnaðra, hlaðanlegra bíla. Um er að ræða 100% hreina rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla (Plug-In Hybrid) sem henta mismunandi þörfum Íslendinga.

Brimborg er í forystu þegar kemur að úrvali rafmagnaðra bíla. Brimborg hefur nú þegar frumsýnt eða sett í forsölu rafmagns- og tengiltvinnbíla í vefsýningarsal sínum. Í vefsýningarsalnum finnur þú ítarlegar upplýsingar um allar gerðir nýrra bíla frá Brimborg sem eru á lager eða eru í pöntun frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot. Þar er opið allan sólarhringinn alla daga ársins.

Meðfylgjandi myndir eru af:

Volvo XC90 fjórhjóladrifinn Plug-in Hybrid jeppi

Þetta er þróun lúxusjeppans. 7 sæta og 390 hestafla tengiltvinnjeppi með 44 km rafmagnsdrægni sem dugar í allt daglegt amstur.   Með þremur akstursstillingum sem þú getur valið um geturðu farið í gegnum daginn með núll útblástur í hreinni rafmagnsstillingu (Pure Electric Mode), brunað í gegnum hann í raforkuham (Power Mode) eða hámarkað skilvirkni og möguleika með tvinnstillingu (Hybrid Mode). Verð frá 10.590.000 kr.

Peugeot 3008 SUV PHEV fjórhjóladrifinn Plug-in Hybrid jeppi – Frumsýndur 1. febrúar

Glænýr Peugeot 3008 SUV PHEV langdrægur 225 eða 300 hestafla tengiltvinnjeppi frá Peugeot með allt að 59 km drægni á 100% rafmagni. Verð frá 5.230.000 kr. Fáanlegur bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn.

Peugeot e-208 100% rafmagn – Frumsýndur 15. febrúar

Glænýr Peugeot e-208 rafbíll með allt að 340 km drægni. Stökktu inn í næstu kynslóð af tækni. 80% hraðhleðsla á innan við 30 mínútum. Verð frá 3.790.000 kr. Fáanlegur í bensín-, dísil- og rafmagnsútfærslu.

Ford Explorer AWD PHEV fjórhjóladrifinn Plug-in Hybrid jeppi – Frumsýndur í apríl

Rafmagnaður, rúmgóður, sjö sæta, fjórhjóladrifinn, 457 hestafla tengiltvinnjeppi. Nægt rafmagn í 42 km sem dugar í allt daglegt amstur. Verð frá 10.990.000 kr.

Upplýsingar um fleiri rafmagnaða bíla hér í frétt Brimborgar

Svipaðar greinar