Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:23
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

14. kynslóð Ford F-150 pallbílsins frumsýnd

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
30/07/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
265 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

14. kynslóð Ford F-150 pallsbílsins frumsýnd

Enn einn kaflinn er að opnast í 72 ára sögu F-Seríu pallbílanna frá Ford Motor Co., bíllinn sem hefur gefið þessum framleiðanda mestan hagnað og er að öllum líkindum vinsælasta bifreiðin í Ameríku.

Ford í Dearborn afhjúpaði á fimmtudagskvöldið 2021 F-150 pallbílinn sem er endurhönnuð útgáfa af pallbílnum – nú í 14. kynslóð. Pallbíllinn, framleiddur í Dearborn og Kansas City, er áætlaður til sölu síðar á þessu ári. Ekki hefur verið tilkynnt um verð.

Ford er að kynna nýjan F-150 – byggðan á fullkomlega lokaðri, sterkri stálgrind, með ályfirbyggingu sem Ford byrjaði fyrst á 13. kynslóð F-150 árið 2015 – sem stafrænt tengdur, þægilegur , enn betur búinn F-150 enn nokkru sinni fyrr, meðan hann er í samræmi við þá eiginleika sem hafa gert F-seríuna að mest seldu vörubíl í meira en fjóra áratugi.

Pallbíllinn var afhjúpaður beinu streymi á vefnum frá Willow Run, fyrrum framleiðslustað þar sem Ford fjöldaframleiddi flugvélar í seinni heimsstyrjöldinni. Atburðurinn sem leikarinn Denis Leary stjórnaði dró til sín tugþúsundir áhorfenda.

Ford F-150 árgerð 2021: Hér er allt saman komið

En skoðum nánar um hvað þessi ný pallbíll frá Ford stendur fyrir og hér er það bílavefurinn Jalopnik sem hefur orðið:

Það er nýr Ford F-150 kominn fram á sjónarsviðið og Ford segir að hann sé „afkastamesti F-150 allra tíma“, hvað sem það nú þýðir. En hann er kominn aftur og hann er meira úr áli en áður, með lokaða stálgrind og öflugri yfirbyggingu úr áli. Bíllinn er með betri loftaflfræði sem bætir eldsneytisnýtingu, stærri skjá í miðju mælaborðs, ellefu mismunandi grill og valfrjálsa EcoBoost drifrás með allt að 700 mílna aksturssvið. F-150 byrjaði ekki í þessu stríði pallbílanna, en þeir eru að auka sviðið.

Hybrid-bíllinn með 47 hestafla rafmótor

Nýi blendingurinn (hybrid) EcoBoost bætir 47 hestafla rafmótor við 10 gíra gírkassann sem ætti að setja nýja bílinn í yfir 400 hestöfl. Bíllinn verður með litla 1,5 kWst rafhlöðu um borð sem hleðst upp með endurvinnsluorku við hemlun. Ford segir að blendingakerfið muni ekki verða fyrir áhrifum af miklum hita eða miklu álagi.

Til þess að bæta loftaflfræði þessa flutningabíls, þá útbjó Ford hann með virkum grillgluggum, sjálfvirku loftinntaki og endurhönnuðu stýrishúsi.

Afturhlerinn á pallinum hefur jafnvel verið fínstilltur til að draga úr órólegu loftsogi á pallinum til að fá betri tölu í loftvinámi. F-150 er mest selda ökutækið í Bandaríkjunum, svo að bæta eldsneytisnotkun bílsins jafnvel aðeins meira gildir fyrir innlenda eldsneytisnotkun í Bandaríkjunum en allur Prius flotinn í landinu.

Stór 12 tommu skjár

Að innan hefur Ford gengið til liðs við restina af pallbílamarkaðnum með því að kynna risastóran 12 tommu skjá. Innifalin á þeim skjá er stafræn eigandahandbók með vídeóum hvernig á að gera hlutina, vegna þess að við erum nútímamenn og viljum horfa á vídeó. Takk YouTube!

King Ranch, Limited og Platinum gerðirnar verða með sæti sem er hægt að fella alveg niður, svo þú getur sofið í bílnum þínum ef þörf krefur. Ef þú borgar fyrir King Ranch muntu líklega sofa í bílnum þínum vegna þess að þú hefur ekki efni á öðru, eða svo segir Jalopnik.

„Með því að fylgjast með viðskiptavinum vitum við að margir þeirra eyða stórum hluta dagsins í pallbílum sínum og vilja að hann verði bæði afkastamikill vinnustaður sem og athvarf. Sumir grípa jafnvel til svefns milli verka eða meðan þeir eru í útilegu,“ sagði Craig Schmatz, yfirverkfræðingur F-150.

Læsanlegt, flatt og skiptanlegt geymsluhólf nær yfir breidd innanrýmisins, undir aftursætunum. Og fyrir þá sem nota vörubíla sína sem vinnusvæði, er flatt vinnuborð til staðar. Ný stigbretti bæta aðgengi að pallinnum.

Rafstöð um borð

Nýr eiginleiki í F-150, þú getur nú valið „Pro Power Onboard“ (eða alvöru orku um borð) sem gerir vörubílinn þinn að færanlegri rafstöð. Með fjórum 120 volta 20-ampera innstungum sem komið er fyrir á pallinum geturðu knúið verkfæri þín eða hvað sem þú vilt. Straumurinn er jafnvel virkur meðan pallbíllinn er á ferðinni, svo þú getur hlaðið tækjabúnaðinn á meðan þú ert á ferðinni.

Nýjar hjálparaðgerðir ökumanns F-150 fela í sér handfrjálsan akstur á ákveðnum þjóðvegum í Bandaríkjunum. Með myndavélum sem snúa að bílstjóranum mun pallbíllinn vakta stöðu þína og augu til að ganga úr skugga um að þú gefir akstrinum athygli á bak við stýrið á bílnum þínum. Fleiri vegum er hægt að bæta við þessa tækni þar sem Ford hefur gert þráðlausar uppfærslur mögulegar á F-150 í fyrsta skipti. Búist er við að þessari aðgerð ljúki fyrir 3. ársfjórðung 2021, en eigendur geta valið þann búnað sem nauðsynlegur er til að virkja hann núna.

Aðstoð á gatnamótum

Önnur ný aðgerð er gatnamótahjálp, sem skynjar umferð sem kemur á móti á meðan ökumenn beygja til vinstri. Ef þú reynir að beygja til vinstri í gegnum gatnamót meðan bíll kemur í áttina til þín, jafnvel einn sem þú getur ekki séð, mun bíllinn beita hemlunum til að koma í veg fyrir hugsanlegan árekstur.

Ford hefur ekki enn tilkynnt mikilvægar tölur eins og afl, verðlagningu eða hvenær pallbíllinn mun koma til söluumboða.

(byggt á Detroit News og bílavefnum Jalopnik)

Fyrri grein

Kia Niro: Framúrskarandi framvinda

Næsta grein

Strætóbílstjóri á daginn og dragdrottning á kvöldin

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
Þegar rúðuþurrkur komu á bíla

Þegar rúðuþurrkur komu á bíla

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.