Reynsluakstur:
VW Taigo
,
árgerð
2022
Umboð:
Hekla
Ríkulegur staðalbúnaður
Skortir afl í upptaki

Bílaframleiðendur keppast við að koma nýjum rafmagnsbílum á markaðinn. Það er því ekki furða að maður verði smá hissa þegar bensínbíll bætist í annars stóran hóp slíkra bíla hjá sama framleiðenda. Við erum að tala um VW Taigo í þessu tilfelli. Hann er svipaður að stærð og Polo, aðeins hærri, ekki langt frá T-Cross, aðeins lengri og ansi nálægt T-Roc líka.

Útlitið er ekki að skemma fyrir þessum bíl.

Taigo í Brasilíu

Við vitum svosem að bíllinn á uppruna sinn í Brasilíu og var hugsaður fyrir þann markað sérstaklega – en VW hefur greinilega ákveðið að gera á honum smá Evrópubreytingar svo hægt yrði að selja fákinn þar.

Hér er VW svipurinn sterkur. Ljósalengja nær yfir allan afturhlutann.
Stílhreint útlit.

Að ofangreindu sögðu er VW Taigo bara hinn ágætasti bíll. Útlitið er kúpulaga og er enn eitt dæmið um tískustrauma í bílaframleiðslu í dag.

Samskonar bílar hjá öðrum framleiðendum skjótast nú út úr hönnunardeildunum eins og gorkúlur.

Þar má nefna Renault Arkana, Citroen C4, VW ID.5, Skoda Enyaq Copué og Volvo C40.

Mjúkur á sinn stinna hátt

Jæja, nóg um það. Við tókum smá bíltúr á VW Taigo um götur borgarinnar. Þrælþægilegur bíll eins og Volkswagen er von og vísa.

Mjúkur á sinn stinna hátt, stílhreinn og efnisval allt til fyrirmyndar.

Enginn íburður enda ekki slíkur bíll að þess þurfi. Pláss í framsætum ágætt og þar fer vel um stærri einstaklinga en pláss í aftursætum minna og sennilega ekki þægilegt til langferða – allavega fyrir fullorðna einstaklinga.

VW Taigo er svona mitt á milli að vera VW T-Cross og  VW T-Roc.

Innstig er ágætt, bæði frammí og afturí en þaklínan slúttir eilítið að aftanverðu (vegna kúpulagsins) og truflar það aðeins útstigið úr bílnum.

Ljómandi gott að umgangast bílinn.
Hér er frekar þröngt - allavega fyrir stærri menn, eins og okkur Gulla. Maður verður smá móður að koma sér fyrir þarna afturí.

Mjög vel búinn

VW Taigo er afskaplega vel búinn bíll enda flestir nýir bílar sem hingað koma hlaðnir þægindabúnaði.

Umboðin „hanna” sína bíla fyrir „sinn” kúnnahóp þannig að allt sé í þeim sem þarf að vera fyrir norðlægar slóðir og íslenska ökumenn.

Sérlega þægileg sæti enda VW þekkt fyrir gæði í þeim efnum.
Hér er allt með tækni 21. aldarinnar. En miðstöðin er með tökkum - sem er náttla frábært.

Hekla hefur valið staðalbúnað í Taigo sem gerir hann að frábærum kosti hvað verð og gæði varðar.  

Við erum meðal annars að tala um neyðarhemlun með árekstrarvörn, vöktunarkerfi gangandi vegfarenda, loftpúða í hliðum og gluggapóstum, þreytuvöktun ökumanns, sjálfvirk handbremsa með brekkuaðstoð, akreinavari og bakkmyndavél.

Mælaborðið er að fullu stafrænt, í bílnum er App Connect þráðlaus snjallsímatenging sem gerir að verkum að þú getur notað símann í margmiðlunarkerfinu.

Annað í bílnum er nokkuð sjálfsagt og í boði í flestum bílum í samkeppni á markaðnum.
Takið eftir tveimur USB C tengjum á milli sætanna.

Hvernig er að aka Taigo?

VW Taigo er alveg prýðilegur í akstri – þegar hann er kominn á ferð. Það eina sem við fundum að varðandi þennan ágæta bíl er að upptakið er afskaplega lítið.

Hann er semsagt frekar afllítill þegar tekið er af stað. Í dag er algengt að bílar sé um vélar með litlu rúmtaki og sem síðan eru tjúnnaðar upp með forþjöppu eða jafnvel smá rafmótor (mild-hybrid) til að gera þá örlítið sprækari.

Allt vegna þess að við greiðum innflutningsgjöld eftir útblástursmagni koltvísírings frá bílnum.

Full afllítill

Taigo er ekkert eini bíllinn sem líður fyrir full litla vél. Við getum nefnt aðra bíla eins og Hyundai Bayon, Dacia Jogger og Ford Puma sem dæmi. Fínir bílar í akstri en vantar afl í upptaki.

Hekla býður Taigo í tveimur útgáfum (skv. verðlista) en báðar eru þær með eins lítra vél sem skilar um 110 hestöflum.

Önnur beinskipt með sex gíra skiptingu en hin með sjö gíra sjálfskiptingu.

Hentar mörgum

VW Taigo er skemmtilegur bíll sem eykur valmöguleikana á annars frekar fjölbreyttum markaði bíla í þessari stærð.

Verðið er prýðilegt en það er frá 4.690.000 kr. VW Taigo hentar vel fyrir smærri fjölskyldur, hjón með barn eða fyrir eldri borgara sem langar að ferðast þægilega í sumarbústaðinn til dæmis.

Annars er Taigo örugglega flottur sem annar bíll á heimili, tilvalinn í skrepp og skutl en getur nýst í svo miklu meira líka.

Helstu tölur

Verð frá 4.690.000 kr. Reynsluakstursbíll 4.890.000 kr.

Hestöfl: 110 hö.

Vél: 1.000 rms., þrír strokkar.

Tog: 200 Nm.

Eyðsla bl.ak.: 5.4 ltr/100km.

Eigin þyngd: 1.200 kg.

L/B/H 4.266/1.757/1.518mm.

Gefið út þann:
6/11/22
í flokknum:
Fólksbílar

Fleiri greinar úr flokknum: 

Fólksbílar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu fréttir í innhólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.