Reynsluakstur:
Ford Puma
,
árgerð
2020
Umboð:
Brimborg
Lipur, þægileg sæti, búnaður
Fleiri vélarstærðir mættu vera í boði

Sker sig úr

Það er að koma nýr Ford Puma í Brimborg.  Hann er flottur, hann sker sig úr.  Ford Puma er nýr keppinautur Renault Captur, Volkswagen T-Roc og Nissan Juke.  Er ekki undarlegt hve bílaframleiðendur eru æstir í að minnka endalaust bílana sína.  Kalla þá sportjeppa, jepplinga, sport jepplinga og um þessar mundir eru menn komnir í eitthvað miklu minna en jepplinga.  Ford Puma er byggður á grind Ford Fiesta en samt er 95mm lengra á milli hjóla á Puma en Fiesta, hann er 46mm lengri, 71mm breiðari og 54mm hærri.  

Ford Puma Titanum kemur á 17 tommu álfelgum en takir þú Titanum X gerðina fylgja honum 18 tommu álfelgur.
Og hann er 30mm hærri undir lægsta punkt.  Þá erum við kannski komin í að kalla smá-ling?

Keppinautarnir byggja sína bíla svipað upp. Renault Captur er byggður á Clio, Nissan Juke á Micra grunni og Volkswagen T-Roc á Polo.  Málið er bara að þessi Puma er rosa flottur bíll.  Við prófuðum Titanium bíl sem er ódýrari gerðin af bílnum eins og Brimborg mun bjóða hann.  Sá bíll er hins vegar hlaðinn staðalbúnaði og er bara virkilega flottur með þeim búnaði. Þó hefði maður viljað sjá kannski fleiri vélarstærðir.

Nýstárleg og falleg hönnun á nýjum Ford Puma - hann sker sig úr!
Já, hann sker sig úr.  Framljósin eru öðruvísi en á öðrum gerðum Ford. Þau svipa þó alveg til annarra smá-linga eins og til dæmis Nissan Juke, Kia Sportage og Subaru Forester svo eitthvað sé nefnt.  Þegar inn er komið tekur við manni hreint ágæt innrétting.  

Ford þægindi

Ford hefur ávallt lagt mikið upp úr þægindum og þessi nýi smá-lingur er enginn undantekning.  Sætin halda vel utan um mann, þau eru þunn og nýtískulega hönnuð og taka þannig minna pláss líka.

Innréttingin er flott og aðgengileg – það er að vísu slatti af hörðu plasti en ekkert sem truflar eða minnkar öryggi.  Hönnunin á mælaborðinu er með nýjasta sniði hönnuða Ford, 8 tommu bjartur og skýr margmiðlunarskjár, Android Auto og Apple Carplay, hæðarstillanlegt stýri sem hægt er að draga að sér.  Íslenskt leiðsögukerfi (sem er nú bara fyrir bílaleigurnar), 7 hátalarar, 17 tommu Titanium felgur, þráðlaus hleðsla – já, það er staðalbúnaður í þessum.  Ford Puma kemur með árekstrarvörn, veglínuskynjarar og upphitanlegri framrúðu sem staðalbúnað.

Þegar við prófuðum bílinn var bara nokkuð snjólétt, allavega þann daginn.  Það gaf okkur ágætt tilefni til að stíga aðeins á bensíngjöfina og finna hvort eitthvað gerðist.  

Sérlega gott aðgengi bæði fyrir ökumann og farþega.
Og já, Ford Puma er búinn mild-hybrid tækni sem byggir á að lítill rafmótor hjálpar til í upptakinu og gefur bílnum aukið afl án þess að bílinn spreði eldsneytinu um leið.  Það gerði gæfumuninn, bíllinn er snarpur, snöggur og lipur.  Stýrir mjög vel og liggur bara sérlega vel í beygjum.  
Easy fuel bensínlok.

Létt og lipur gírskipting

Gírarnir eru léttir og liprir og sérstaklega gott er aka bílnum með beinskiptum kassa.  Eins finnst manni maður vera að keyra stærri bíl en í raun.  Fótapláss er í fínu lagi fyrir fullvaxinn einstakling og fínt pláss afturí líka.  Sætin eru nefnilega mjög nett og þunn, sérlega flott hönnun.

Bíllinn er boðinn í tveimur útgáfum hjá Brimborg, Titanum og Titanium X.  Munurinn felst aðallega í sportlegum þáttum eins og dökkum rúðum á X týpunni í farþegarými, 18 tommum Pearl Grey álfelgum, Ford Pass samskiptakerfi tengt við app í símanum, tívskipt tölvustýrð miðstöð með loftkælingu, fjölstillanlegt farþegasæti að framan, 10 hátalarar og Bang & Olufsen hljómtæki með bassakeilu, regnskynjara í framrúðu og sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli.

Svipað útlit er á Ford Puma að innan eins og öðrum gerðum nýrra Ford bifreiða. Flott efni á sætunum minnir á gallaefni í gráum lit.
Bílinn er boðinn með beinskiptingu og mild-hybrid með 1.0 Eco Boost vélinn og skila allar vélarnar 125 hestöflum sem eru alveg yfirnóg fyrir þennan bíl.  Möguleiki er að fá bílinn með sjálfskiptingu en þá er ekki um mild-hybrid útgáfu að ræða.
Bjartur og skýr margmiðlunarskjár.

Farangursgeymslan í þessum splunkunýja Ford Puma er svolítið nýstárleg – og plássmikil.  Með öll sætin uppi rúmar skottið 401 lítra og ef aftursætin (40/60) eru lögð niður er hægt að koma um 1160 lítrum í allt rýmið fram að framsætum.  

Tölvustýrð miðstöð í Titanum og tvöföld tölvustýrð í Titanium X gerðinni.
Svo – er leynihólf undir skottplötunni sem rúmar allt að 50 lítra.  Þar væri nú bara hægt að koma upp matjurtagarði því í gólfinu er tappi sem taka má úr og þá má spúla skotthólfið og það lekur úr því undir bílinn.  
Helsta sérkennið eru þessi nýstárlegu framljós á Ford Puma.

Aðalmálið er þó að þarna kæmust eflaust tvö lítil golfsett upp á endann – sem er geggjað í bíl í þessum stæðarflokki.  Já, Ford Puma er einfaldlega bara flottur nýr smá-jepp-lingur.

Helstu tölur:

Verð frá: 3.390.000. (Verð á reynsluakstursbíl 3.390.000 í feb. 2020)

Vél: 1.0 rms. Eco Boost. Mild-hybrid.

Hestöfl: 125 hö.

Newtonmetrar: 170 við 1750-3900 sn.

0-100 k á klst: 11,9 sek.

Hámarkshraði: 175 km

CO2: 128 g/km

Eigin þyngd: 1205 kg

L/B/H 4207/1805/1537 mm

Gefið út þann:
15/3/20
í flokknum:
Fólksbílar

Fleiri greinar úr flokknum: 

Fólksbílar

skoða allt
Vermir toppsætið í Evrópu
Spenntur smáborgari

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu fréttir í innhólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.