Reynsluakstur:
Honda e
,
árgerð
2020
Hönnun, akstursupplifun, stýri og lipurð
Verð, drægni

Kraftmikill og lipur Honda e

Þeir hrynja inn nýju rafmagnagnsbílarnir hjá umboðunum þessi misserin. Það má hins vegar með sanni segja að menn hafa beðið með spenningi eftir nýjum Honda e.

Flottur Honda e minnir eilítið á Austin Mini.
Honda e er merkilegur bíll margra hluta vegna en þó ekki síst vegna hönnunar hans og tækninýjunga.
Sportlegar línur, framúrstefnuleg hönnun og kringlótt ljós.

Retró stíllinn

Honda e er byggður á hugmyndabílnum Honda Urban EV sem sýndur var á bílasýningunni í Genf 2017. Bíllinn er hannaður af þeim félögum Yuki Terai (að utan) og Fumihiro Yaguchi (að innan).

Takið eftir felgunum - þær gefa bílnum skemmtilega sérstakan svip.
Bíllinn er hannaður með smá retró fílingi en margir tala um að sjá fyrsta módel Honda Civic í bílnum. Gott ef maður sér ekki smá Austin Mini þarna líka.
Hleðslugáttinn er ofan á húddinu.

Vinsæll og veit af því

Nýr Honda e rauk út, fyrstu eintökin seldust upp eins og heitar lummur og beðið eftir næstu sendingu. Við biðum í tvær vikur eftir að fá að tékka á bílnum til að geta sagt ykkur af okkar upplifun.

Hægt er að hlaða bílinn upp í 80% á um 30 mínútum í hraðhleðslustöð.

Rafdrifinn borgarbíll

Þetta er lítill bíll en samt fer mjög vel um mann undir stýri og sem farþegi. Plássið er nægt afturí fyrir tvo fullorðna og fótaplássið er fínt. Farangursrýmið er ekki stórt en það rúmar um 170 lítra. Aftursætið er niðurfellanlegt í heilu lagi og þá myndast um 860 lítra farangursrými.

Geggjað flott mælaborð, efnisval og frágangur er allur til fyrirmyndar.
Það þarf engum að koma á óvart að skottpláss er lítið enda bíllinn ekki hannaður sem leigubíll eða til stærri flutninga.
Hurðir opnast vel og gott aðgengi er bæði frammí og afturí.

Allt að 220 kílómetrar á hleðslunni

Honda á Íslandi er að bjóða bílinn í tveimur útfærslum, grunntýpan er með 136 hestafla mótor og Advance týpan er með 154 hestafla mótor. Togið í Advance týpunni er 315 Nm og þannig útbúinn er bíllinn um 8.3 sekúndur í 100 km. á klst. Rafhlaðan geymir mest um 35,5 kWh og eyðslan er um 18-20 kWh á hverja 100 km. Drægnin samkvæmt WLTP staðlinum er uppgefin 220 km. Þessi uppgefna drægni er misvísandi.

Gólfið er slétt þar sem rafhlaðan situr neðst í grind bílsins. Þyngdarpunkturinn er í miðju bilsins og gerir hann ákaflega skemmtilegan í akstri.
Þegar við sóttum bílinn til reynsluaksturs sýndi bíllinn 99% hleðslu og  drægni upp á 138 kílómetra. Hvenær kemst ég 220?  Þegar hleðslumælirinn sýndi 87% hleðslu sýndi bíllinn okkur að 105 kílómetrar væru þangað til að hann þyrfti að komast í rafmagn.
Myndarvélarnar á hliðum bílsins virka alveg - sést mjög vel á báða skjána úr ökumannssætinu.

Hins vegar tekur ekki langan tíma að hlaða. Honda segir að maður hlaði upp í 80% á 30 mínútum í hraðhleðslustöð, um fjóra klukkutíma í heimahleðslu og ef þú stingur í samband inn í eldhúsi hjá Siggu frænku erum við að tala um 18 klukkutíma.

Frábær akstursupplifun

Akstursupplfinun var frábær. Það er unun að aka þessum bíl. Þyngdarpunkturinn liggur lágt eins og í rafbílum almennt og hann er nánast í miðju bílsins. Það þýðir að hann steinliggur og er nánast eins og go-kart bíll í akstri. Stýrið er hárnákvæmt og svarar manni um leið og maður á við það. Sjáfstæð fjöðrunin er eins og hún hafi verið stillt fyrir nánast hvaða yfirborð sem er – tekur hraðahindranir mjög vel, smá hastur í íslenskum malbiksholum (hvaða bíll er það ekki?) en að öðru leyti er fjöðrunin mjög góð.

Mælaborðið er einfalt og maður er fljótur að átta sig á öllum lykilatriðum.
Bíllinn beygir ótrúlega vel og beygjuradíusinn er svipaður og í bresku leigubílunum sem eru með einn minnsta beygjuradíus sem þekkir – enda þurfa þeir að geta snúið við á punktinum.
Fínt pláss fyrir tvo fullorðna og fullvaxna afturí.

Apple CarPlay og Android Auto

Mælaborðið er athyglivert. Það er skjár þvert yfir mælaborðið. Hvoru megin við hann eru kýrskýrir litlir skjáir sem þjóna tilgangi hliðarspegla. Það er óhætt að segja að þeir virki vel. Við vorum enga stund að komast upp á lag með að nota þessa skjái.

Rafbílaframleiðendur eru duglegir að leika sér með tölvuskjái. Hér er hægt að velja sér "background" mynd sem fylgir stemningu dagsins.
Margmiðlunarkerfið frá Honda hefur þótt frekar viðvaningslegt miðað við aðra bílaframleiðendur. Klossað, hægvirkt og langt í aðalatriðin.
Hurðahandföng falla inn í boddííð.

Í þessum bíl hafa hönnuðir Honda reynt sitt besta til að bjóða nýja og ferska tækni og okkar mat er að þeir munu komast mun lengra – en eru samt ekki alveg komnir alla leið. En þú getur tengt símann þinn við bílinn og notað Apple CarPlay eða Android Auto með góðum árangri. Meira að segja er HDMI tengi í bílnum sem geriri kleift að streyma myndböndum, leikjum og fleiru upp á skjáinn. Að sjálfsögðu ekki á ferð samt.

Wifi og HDMI tengi

Í bílnum er Wifi hotspot og sá búnaður er innbyggður a-bitanum afturí. Upphituð framrúða, upphitað stýri, akreinavari, umferðaskiltalesari, skynvæddur hraðastillir og svo er hægt að aka bílnum með svokölluðum One Pedal Drive búnaði sem gerir að verkum að umframorkan er endurnýtt og hleður rafhlöðuna þegar stigið er af orkugjöfinni og dregur þannig úr hraða bílsins.

Myndavél og baksýnisspegill.
Við vorum einnig ótrúlega fljót að átta okkur á því hvernig þetta virkar og er ekkert smá þægilegt að nota þetta í umferðinni.  Sparar bremsur og gerir aksturinn öruggari.

Fyrir hverja?

Honda e er nýr lítill borgarbíll sem hentar örugglega vel sem líkur. Frábær sem annar bíll á heimili eða sem snattari fyrir fyrirtæki og stofnanir innan þéttbýlismarkanna.

Kringlótt hönnunarlag einkennir Honda e.
Einstaklega þægilegur, lipur og kraftmikill smábíll sem skorar fullt hús stiga fyrir útlit og eiginleika þó svo að okkur finnist drægnin ekki næg.
Blár og svartur tala hér mjög vel saman og gefa bílnum sterkan svip.

Verið óhrædd við að velja ykkur hann í bláum, rauðum eða gulum lit – þó þeir veki óskipta athygli á götunni.

Helstu tölur:

Verð frá 4.390.000 (Verð á reynsluakstursbíl 4.690.000.000 - Advanced).

Rafhlaða: 35,5 kWh.

Hestöfl: 136-154.

Newtonmetrar: alllt að 315 Nm.

0-100 km á klst. 8,3.

Hámarkshraði: 145 km/klst.

CO2: 0 g/km.

Eigin þyngd: 1.513 kg.

L/B/H 3894/1752/1503 mm.

Gefið út þann:
10/10/20
í flokknum:
Fólksbílar

Fleiri greinar úr flokknum: 

Fólksbílar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu fréttir í innhólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.