Um helgina frumsýndi Porsche á Íslandi splunkunýjan 100% rafmagnaðan fjölskyldusportbíl. Þetta er nýr Taycan sem hefur fengið andlitslyftingu og yfirhalningu á tæknisviðinu.
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5257.jpg)
Aðalmálið í nýjum Porsche Taycan eru par af nýjum nikkel-mangan-kóbalt drifrafhlöðupökkum, nú með annað hvort 82kWh eða 97kWh af nothæfri getu, allt eftir því hvaða gerð þú kaupir (og hvort þú velur Performance Battery Plus frá Porsche). Rafhlöðupakkarnir settir upp með nýrri tækni og geta tæmt og hlaðið hraðar.
Stutta lýsingin er að bíllinn er aflmeiri, hann eyðir minna rafmagni og hann er kominn með loftpúðafjöðrun.
Hann fer líka lengra á hleðslunni enda nýju rafhlöðupakkarnir sérlega vel hannaðir og tæknin í kringum þá.
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5281.jpg)
Sjónræna breytingin er lúmsk en ef menn eru að velta fyrir sér hverjar aðal útlitsbreytingarnar eru – þá er best að skoða framljósin, loftopið undir þeim er farið og að aftan er komin öðruvísi LED lýsing.
Það sem kemur hins vegar skemmtilega á óvart þegar maður sest undir stýri er að plássið frammí er stórgott. Að vísu er liggur bíllinn lágt en þegar inn er komið fer afar vel um mann – þrátt fyrir aldur og fyrri störf.
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5273.jpg)
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5274.jpg)
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5279.jpg)
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5277.jpg)
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5275.jpg)
Farangursrýmið er einnig risastórt og rúmgott en einna helst að maður finni að innstiginu að aftan. Það truflar ekki neitt við val á þessum bíl því kostirnir eru langtum fleiri en lágt aftursæti. Enda sameinar rafdrifinn Porsche Taycan að öllu leyti, sport- og fjölskyldubíl.
Sjón er sögu ríkari og við mælum með bíltúr í salinn hjá Porsche til að berja þenna bíl augum, það gæti vel verið að þú létir það eftir þér að panta einn því bíllinn er æði.
![](https://www.bilablogg.is/wp-content/uploads/2024/06/IMG_5284.jpg)
Verðið er flott ef miðað er við samkeppnina í þessum geira bílamarkaðarins. Sjá betur hér.
Umræður um þessa grein