Volkswagen kynnir nýja hugmynd að rafbíl 19. nóvember í Los Angeles

Á sama tíma og bílasýningin í Los Angeles og opnar sýningu VW í Petersen safninu

Samkvæmt frétt á Autoblog mun Volkswagen afhjúpa alvegg nýjan hugmyndabíl, hluta af ID-bílum VW sem hluta af sýningu sem verið er að skipuleggja á rafknúnum ökutækjum og sjálfkeyrandi ökutækjum í næsta mánuði í Petersen bifreiðasafninu í Los Angeles.

Það eina sem Volkswagen hefur sent frá sér varðandi þennan nýja rafbíl, er þessi óljósa mynd af afturenda þess nýja rafbíls. Mynd Volkswagen.

VW býður ekki upp á neinar upplýsingar um hugmyndabílinn, sem verður frumsýndur á einkaatburði 19. nóvember á fréttadögum fyrir bílasýninguna í Los Angeles eða  L.A. Auto Show, nema að segja að það verði einn af fjórum hugmyndabílum ID sem verði á stalli á Petersen sýningunni.

Volkswagen er að forkynna sýninguna „Building an Electric Future“ með útfærslu á ID.Vizzion, framúrstefnulegum sjálfakandi rafhugmyndabíl á stigi 5 sem var afhjúpaður á síðasta ári, bíll sem er með ekkert stýri og engin fótstig og er ætlað að koma á markað á árunum á milli 2020 og 2022.

Hvað varðar frekari upplýsingar, segir VW að sýningin muni einbeita sér að innréttingum og tæknibúnaði nýja hugmyndabílsins, með myndböndum sem „varpa ljósi á hvernig þessi bifreið mun auka framtíðar akstursupplifunina,“ sem hljómar í anda Vizzion.

Með því að bæta við nýjum fjölskyldumeðlim í fjölskylda rafknúinna ökutækja. Fyrir utan ID R keppnisbílinn og ID Buggy-bílinn sem fyrirtækið hefur engin áform um að smíða, þá er bíll svipaður Golf, ID.3 hlaðbaksútgáfa með áætlað akstursvið upp á 420 kílómetra samkvæmt Evrópska WTLP mæliferlinu, sem fer í sölu á næsta ári í Þýskalandi.

Í Bandaríkjunum mun Volkswagen koma fram með ID.4, sem áður var kallaður ID.Crozz, fjögurra dyra „crossover“ sem líklegt er að komi á marlað seint á næsta ári eða snemma árs 2021, á eftir ID.Buzz, rafhlöðuútgáfunni af hinu fræga „rúgbrauði“, að sögn árið 2022.

Sýningin „Að byggja upp rafmagnaða framtíð“ mun vera í fimm herbergjum þegar hún opnar almenningi 20. nóvember. Hún mun sýna MEB grunn Volkswagen fyrir rafknúin ökutæki og nota gagnvirka eiginleika þar á meðal sýndarveruleika og opið ökutæki sem gestir geta nálgast og væntanlega farið inn íþ. Sýningin verður umfangsmikil uppsetning í röðinni „Driving Toward Tomorrow“ (eða ekið í átt til framtíðar)í Petersen-safninu þar sem litið er á bílaiðnaðinn varðandi framtíð hönnunar flutninga og hugmyndabíla frá ýmsum bílaframleiðendum.

Sett inn
31/10/2019
í flokknum:
Hugmyndabílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Hugmyndabílar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.