Volkswagen ID.4 „crossover“/ jeppinn verður fáanlegur á alþjóðavísu frá 2020/2021.

Við sögðum frá því að dögunum að Volkswagen myndi frumsýna hugmyndabílinnID.4 , þann 19. nóvember á fréttadögum fyrir bílasýninguna í Los Angeles eða  L.A. Auto Show, þar sem hann verður einn af fjórum hugmyndabílum ID sem verði á stalli á Petersen sýningunni.

Nú hefur VW sent frá sér aðeins meiri upplýsingar og myndir af nýja bílnum.

Volkswagen ID.4 er önnur rafmagns gerðin byggða á nýjum MEB-grunni Volkswagen ID. Fjölskyldunnar, sem byrjaði með ID.3, og var forsýnt með I.D. CROZZ hugmyndabílnum 2017.

Svipaður Tiguan að stærð

ID.4 er aðeins stærri bíll (sambærilegur við Volkswagen Tiguan og eins konar „crossover“-gerð), sem búist er við að komist í framleiðslu um ári eftir ID.3 (í árslok 2020) í tveimur gerðum (jeppa og coupé-gerð).

ID.4 verður fyrsta ID-gerðin sem verður fáanleg í Norður-Ameríku (þar sem er gert ráð fyrir fyrir því að ID.3 fari til Evrópu / Kína). Enn fremur verður framleiðsla ID.4 staðsett í Chattanooga í Tennessee verksmiðjunni. ID.4 verður sannarlega gerð fyrir alþjóðlegan markað.

Nokkrar staðreyndir um Volkswagen ID.4 (væntanlega):

 •  byggt á MEB grunni
 •  langdrægur, alhjóladrifinn valkostur
 • DC hraðhleðsla með 125-150 kW
 • aðeins stærri en ID.3, sambærilegur við Volkswagen Tiguan
 • að vera fáanleg í tveimur líkamsútgáfum (jeppi og coupé-ger)
 •  að vera fáanleg í tveimur líkamsútgáfum (jeppi og coupé-ger)
 • framleiðsla hefst í lok árs 2020 í Chattanooga, Tennessee verksmiðjunni (hugsanlega á öðrum stöðum líka)
 •  verður seldur á heimsvísu

Tölur um I.D. CROZZ hugmyndabíllinn (til samanburðar):

 • 83 kWst rafhlaða
 • 500 km samkvæmt NEDC-mælinmgu (hugsaður 360-400 km í hinum raunverulega heimi / EPA áætlun
 • tvískiptur mótor, allhjóladrifinn
 • 225 kW kerfisúttak (75 kW / 140 Nm að framan og 150 kW / 310 Nm að aftan)
 • 30 mínútna hleðsla með CCS Combo
Sett inn
2/11/2019
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.