Verksmiðja Toyota í Guangzhou í Kína að hefja eðlilega starfsemi á ný

Góðar fréttir fyrir bílaiðnaðinn í kjölfar kórónaveiru

Nú þegar fréttir eru að berast af því að margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru að loka tímabundið eða draga úr starfsemi, þá virðist útbreiðsla á kórónavírus í Kína vera verulega í rénun, því Toyota sagði á föstudag að framleiðsla í verksmiðju þeirra í Guangzhou í Kína myndi fara aftur í eðlilegt horf á mánudag, 16. mars, eftir mánaðar langa framleiðslustöðvun vegna kórónavírus.

Verksmiðja Toyota í suðaustur Kína mun halda áfram annarri vakt sinni og mun fara aftur í framleiðslu, sem stöðvaðist við það að faraldur kórónavírus braust út í síðasta mánuði. Verksmiðjan, sem framleiðir Camry og Yaris, byrjaði aftur með fyrstu vakt sína fyrr í þessum mánuði.

Starfsemi í tveimur öðrum Toyota-verksmiðjum, í Changchun, Jilin-héraði, og Chengdu, Sichuan-héraði, hefur einnig skilað sér í eðlilegt horf, en verksmiðjan í Tianjin starfar aðeins á einum vakt samanborið við tvöfalda vakt í byrjun ársins.

Bílaframleiðendur halda áfram að glíma við framleiðslu í Kína vegna skipulagningar tafar og takmarkaðs vinnuafls þar sem framleiðslugeirinn batnar hægt og rólega úr stöðvun tengdum kórónavírus sem hefur raskað alheimsframboðskeðjunni.

Xin Guobin, varaiðnaðarráðherra Kína, sagði á föstudag að birgjar bílaframleiðenda í Hubei héraði séu að hefja aftur framleiðslu á skipulegan hátt, þar sem svæðið lenti einna verst úti vegna faraldursins, en eru núna að leitast við að hefja atvinnustarfsemi á ný.

Xin sagði við fréttamenn á fréttamannafundi að iðnaðarráðuneyti Kína muni fylgjast með aðstæðum hjá framleiðendum íhluta í Hubei og tryggja að alþjóðleg framboðskeðja sé stöðug.

(Reuters og Automotive News Europe)

Sett inn
16/3/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.