Einn af þremur sýningarbílum Land Rover á bílasýningunni í Amsterdam 1948 er búinn að fá endurreisn:

Upprunalegur Land Rover sem var frumsýndur 1948 – týndur í 63 ár

og er aftur kominn í gang. Í akstur og í drullu og stóð sig vel
Einn af sýningarbílum Land Rover á bílasýningunni í Amsterdam 1948 – eftir að sýningunni lauk týndist bíllinn í 63 ár en fannst aftur ú garði nálægt verksmiðjunum sem smíðuðu hann upphaflega í Solihull

Jafnvel í heimi netmiðlanna í dag er fyrsta sýnin sem flestir fá nýjan bíl er í tengslum við bílasýningu. Hvort sem þeir sjá nýjan bíl staðsettan á sýningarbás á bílasýningunni eða bara sjá myndir sem teknar voru á umræddri sýningu, þá eru svona sem þeir birtast fyrst.

Þetta er alfyrsta frumgerðin af bílnum árið 1947, hönnun bræðaranna Maurice Wilks, sem var aðalhönnuður hjá enska bifreiðaframleiðandanum Rover Company, og bróður hans Spencer. Eins og sjá má á myndinni var þessi frumgerð með stýrið í miðjunni.
En hvað verður um þessar sýningarbifreiðar þegar þeirra 15 mínútna frægð er liðin?
Eftir mikla vinnu sérfræðinga Land Rover Classic Works er upphaflegi bíllinn frá 1948 aftur kominn í gang og er ökufær.

Fyrsti Land Rover jeppinn frumsýndur í Amsterdam 1948

Land Rover var frumsýndur á bílasýningunni í Amsterdam árið 1948 og sýndi fyrirtækið þrjár frumútgáfur af fyrstu gerð sinni, Series I. Til að fagna sjötugsafmæli sínu tókst Land Rover að finna einn af þessum þremur sýningarbílum, sem hafði verið týndur í 63 ár.

Og hér eru þeir sem gerðu upp bílinn komnir í alvöru „reynsluakstur“ í alvöru drullu og gekk bara vel.

Týndur í 63 ár

Eftir frumsýninguna árið 1948 eyddi hetjan í sögu okkar mestum tímanum í að fara frá einum eiganda í Bretlandi til annars. Nú þegar bifreiðin hefur verið fundin hefur Land Rover náð að púsla saman sögu bílsins. Árið 1968 var hann seldur til eiganda í Wales, sem notaði hann sem kyrrstæðan aflgjafa.

Bíllinn var rifinn í tætlur og hver smáatrið skoðað og endurbætt. Hér er verið að huga að framhásingunni.
Þegar vélin í bílnum gafst upp árið 1988 var bíllinn seldur til nýs eiganda í Birmingham á Englandi. En það fréttist ekki af honum aftur fyrr en árið 2016, þegar hann sást í garði nokkrum km frá Solihull, þar sem hann var upphaflega smíðaður.
Yfirbyggingin var orðin illa farin, álið farið að tærast og það sem var úr járni vel ryðgað.

Hannaður sem arftaki ameríska jeppans

Maurice Wilks, aðalhönnuður hjá enska bifreiðaframleiðandanum Rover Company, fékk hugmyndina að Land Rover árið 1947 ásamt bróður sínum Spencer Wilks. Bræðurnir sáu fyrir sér fyrstu Land Rover-bílana sem endurbætur á jeppunum bandarísku sem voru notaðir í Bretlandi strax eftir seinni heimsstyrjöldina. Eftir að hafa smíðað frumgerð (með stýri í miðjum bílnum) var bíllinn þróaður áfram í gerð til framleiðslu.

Hver hlutur var merktur og fór síðan í mikla yfirferð hjá tæknimönnum Classic Works.
Ári seinna kynnti bílasýningin í Amsterdam heiminum þrjár frumgerðir framleiðsluútgáfu af Land Rover, þrjá forfeður þess sem varð óviljandi að heilli ættkvísl. Einn af þrennunni, frumgerð með fullt af tilraunahlutum, hvarf í áratugi eftir að hafa gert það sem honum var ætlað að gera, sem var að þjóna bændum.
Allir hlutir voru myndaðir í bak og fyrir áður en þeir voru yfirfarnir, hér er það mælaborðið.

Land Rover fann hann í garði nálægt Solihull verksmiðjunni árið 2016 og setti í gang árið 2018 áform um að ráðast í fullkomna endurreisn á bílnum í það útlits em hann var meðá sýningunni í Amsterdam 1948. Starfið var unnið af tæknimönnum hjá Land Rover Classic í Coventry.

Rifinn í tætlur

Þegar teymið vann að endurgerðinni þá var bíllinn rifinn í smáhluti, og þegar komið var að undirvagninum uppgötvuðu þeir George V sexpence mynt sem var falin í afturhlutanum. Að utan ber mest á flagnaðri grænni málningu, jafnvel á nokkrum hlífðarplötum sem voru endurnýjaðar, sem er eins og Land Rover vildi hafa það. Til að ná þessu þá fundu tæknimenn ljósgræn málningarsýni undir sætinu og máluðu 2 mm þykkar nýju plöturnar úr áli með þessum lit og létu hana veðrast svo að hún félli að upprunalegri yfirbyggingu. Þá unnu tæknimenn Land Rover með skógræktaryfirvöldum á Bretlandi við að fá viðeigandi viðarplötur úr aski í bakplötur framsætanna.

Meiri vinna við tæknilega hlutann

Innra rýmið var meiri og dýpri áskorun. Upprunalega gerðin var smíðuð með vinstri handar stýri og bílnum var síðan breytt í hægri handar stýri fyrir fjöldaframleiðsluna og sýninguna í Amsterdam árið 1948, svo að Land Rover Classic færðu stýrið til hægri hliðar.

Suma hluti yfirbyggingarinnar þurfti að endurgera, eins og þessa ryðguðu hluta.
Síðan tók við mikil vinna að raða öllu saman, hér er verið að setja mælaborðið saman.
Vélvirkjar endurbyggðu 1,6 lítra, 50 hestafla Rover vélina með nýuppbyggðu setti af sérframleiddum, stimplum fyrir háa þjöppun. Frumgerðin af bílnum hafði verið búið bremsukerfi hannað af Lockheed en Girling-bremsur fóru í fjöldaframleiddu bílana.
Svona leit bíllinn út áður en byrjað var að gera hann upp.
Illa farinn eftir að hafa verið týndur í 63 ár.
Svona leit mælaborðið út þegar hann fannst.

Classic Works aðstaðan fór aftur í upprunalegu teikningarnar og endurheimtu Lockheed hönnunina á bremsunum. Frumgerðin var líka með fullkomnar stýringar fyrir fjögurra gíra gírskiptingu og tveggja gíra millikassa; en mun einfaldari stjórntæki fóru á framleiðslugerðirnar.

Útkoman komin á safn

Útkomuna af vinnunni við endurgerð bílsins sem tók heilt ár er hægt að skoða á safni þeirra hjá Classic Works í Coventry.

(byggt á greinum á Autoblog, Digital Trends og fleiri vefmiðlum)

Sett inn
15/11/2019
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.