Uppfærðar gerðir Renault Trafic Passenger og SpaceClass kynntar

  • Endurnýjaðir fjölnotabílar frá franska vörumerkinu verða frumsýndir snemma á næsta ári með bættum búnaði og endurgerðri yfirbyggingu

Renault Trafic hefur verið vinsæll um alla Evrópu sem bíll fyrir litla hópa, sem leigubíll og jafnvel fyrir „sparihópa“ auk þess að sendibílsútgáfan hefur verið vinsæl sem slík. Þessa bíla hefur mátt sjá hér á landi sem leigubíla, einkabíla, sendibíla og jafnvel sem ferðabíla til gistingar.

Renault mun fljótlega setja uppfærðar útgáfur af Trafic Passenger og Trafic SpaceClass á markað. Báðir þessir „fjölnotabíla“ sem eru byggðir á sendibílum verða settir á markað snemma á næsta ári þar sem þeir munu bjóða upp á nýja samkeppni við Volkswagen Caravelle T6 og Ford Tourneo Custom.

Báðir sendibílarnir eru með mildri endurhönnun að utan, með nýju grilli, smávægilegri breytingu á vélarhlíf, nýjum stuðurum og nýjum LED framljósum sem enduróma C-laga hönnun merkisins sem notað er á Clio og Captur „crossover“.

Kaupendur farþegaútgáfunnar fá nýja hjólkoppa, en SpaceClass mun verða með nýjar 17 tommu álfelgur. Renault hefur einnig tilkynnt að báðar gerðinar verði fáanlegar í vali á sjö málningalitum, þar á meðal nýjum Carmin Red Metallic-lit.

Að innan munu báðir bílarnir nýtt mælaborð með nýjum loftopum, loftslagsstýringum og sjálfvirku vali á gírum - sem allt kemur frá Clio. Kaupendur fá einnig nýjan átta tommu upplýsingaskjá í stað sjö tommu kerfi gamla módelsins sem bætir við stuðningi við Apple CarPlay og Android Auto.

Uppfærðu Trafic-bílarnir fá einnig fjölda af nýrri aðstoðartækni fyrir ökumenn, þar á meðal aðlagaðar hraðastýringu, virkt neyðarhemlakerfi og blindblettakerfi.

Einnig er til nýr loftpúði að framan, sem hefur verið endurhannaður til að vernda báða farþega að framan ef slys verður.

Að lokum mun Renault setja af stað röð nýrra valkostapakka til viðbótar við uppfærðu sendibílana. Prestige Pack fyrirtækisins bætir við tveimur sveiflanlegum skipstjórastólum að framan, þriðju sætisröðinni, lesljósi og leðuráklæði. Nýi „ævintýrapakkinn“ hjá Renault er með svipaðan búnað en þriðju sætaröðinni er einnig hægt breyta í samanbrjótanlegt rúm.

Vélar farþegaútgáfu sendibílanna verða byggðar á 2,0 lítra fjögurra strokka dísilvél Renault, sem mun fást í þremur útgáfum - 108 hestöfl, 148 hestöfl og 168 hestöfl. Tvær kraftmestu vélarnar verða með sex gíra beinskiptan gírkassa sem staðalbúnað, en flaggskipið er með sex gíra sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu.

(byggt á frétt á Auto Express)

Sett inn
7/11/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.