Þýskaland segir „nein“

Þýskaland vill ekki samþykkja bann ESB við nýjum bílum sem nota jarðefnaeldsneyti frá 2035
Þingmenn Evrópuþingsins studdu tillögurnar í þessum mánuði

Í nýrri athyglisverðri frétt frá Reuters  kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi munu ekki fallast á áætlanir Evrópusambandsins um að banna sölu á nýjum bílum með brunahreyflum frá 2035, sagði Christian Lindner fjármálaráðherra á þriðjudag.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til 100% minnkun á losun koltvísýrings frá nýjum bílum fyrir árið 2035 í útfærslu á markmiði sínu um að draga úr losun vegna hlýnunar plánetunnar um 55% fyrir árið 2030 frá því sem var árið 1990.

Það þýðir að ómögulegt væri að selja bíla með brunahreyfli frá þeim tíma.

Þingmenn Evrópuþingsins studdu tillögurnar í þessum mánuði áður en samningaviðræður við ESB-ríkin um endanleg lög fara fram.

Lindner talaði á viðburði sem BDI iðnaðarsamtökin í Þýskalandi stóðu fyrir og sagði að áfram yrðu til staðar undanskot fyrir brunahreyfla svo bann væri rangt og sagði að stjórnvöld myndu ekki samþykkja þessa evrópsku löggjöf.

Lindner, meðlimur í frjálsum demókrötum sem eru hlynntir viðskiptalífinu, sem deila völdum með jafnaðarmönnum og græningjum, sagði að Þýskaland yrði enn leiðandi markaður fyrir rafbíla.

(Reuters – frétt á vef Autoblog)

Tengt efni: 

BMW-eigandi syrgir brunahreyfilinn

Dísilvélin og uppruni hennnar

Eldsneyti framleitt af Porsche er sagt vera eins hreint og rafmagn

Sett inn
23/6/2022
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.