Sportjeppar fá nýjan þungaskatt í Frakklandi

  • Umhverfisráðherra Frakklands hefur tilkynnt um nýjan þungaskatt á bíla sem ætlað er að hvetja framleiðendur til að draga úr losun koltvísýrings
Jeppar sem skráðir eru í Frakklandi verða fyrir nýjum þungaskatti sem ætlað er að fá framleiðendur til að draga úr losun koltvísýrings.

Barbara Pompili umhverfisráðherra landsins tilkynnti um þetta og mun áætlunin verða til þess að bílar sem vega meira en 1.800 kg verða skattlagðir um 10 evrur (um 1645 krónur) fyrir hvert kíló umfram þessi 1800 kíló, samkvæmt frétt fréttastofu France 24.

Pompili tísti: „Þungaskatturinn sem við erum að búa til sendir sterk og nauðsynleg skilaboð til að taka tillit til umhverfisáhrifa þyngstu ökutækjanna. Þyngri bílar fá, því meira efni og orku sem þeir neyta, með meiri mengun“.

Nýi skatturinn verður kynntur í áætlun vegna frönsku fjárlaganna 2021 og gildir ekki fyrir rafbíla. Mest seldu sportjepparnir frá frönskum vörumerkjum eins og Peugeot og Renault vega innan við 1.800 kg en stærri lúxusgerðir frá þýskum vörumerkjum eins og Mercedes og Audi verða fyrir áhrifum af þessari skattlagningu.

Bílar með mestu losun koltvísýrings standa nú þegar undir álagningu sem nemur allt að 20.000 evrum í Frakklandi. Þrátt fyrir þetta hefur dregið hægt úr losun koltvísýrings í landinu, þar sem stórir sportjeppar eiga væntanlega mestu sökina.

WWF (Worldwide Fund for Nature) heldur því fram að jeppar hafi verið næststærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundaaukningar í Frakklandi milli áranna 2008 og 2018, þar sem flugiðnaðurinn er stærstur. Það er líka rétt að sala jeppa og sportjeppa í Evrópu hefur stóraukist á þessu tímabili, aðallega á kostnað annarra tegunda bíla.

Samkvæmt France 24 sagði WWF: „4,3 milljónir bíla sem seldar voru í Frakklandi á þessum áratug hafa sömu kolefnisspor og 25 milljónir rafknúinna smábíla.“

Heimildarmaður franskra stjórnvalda sagði við AFP (Agence France-Presse) að þungaskattinum „sé ætlað að hvetja fólk til að forðast mjög stórar og þungar gerðir, en einnig til að hvetja iðnaðinn til að taka allt vistfræðilegt fótspor með í reikninginn og ekki bara losun“.
Sett inn
22/10/2020
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.