Sólarbíll Sono á lokametrunum

Sólarknúni bíllinn frá þýska sprotafyrirtækinu Sono mun haldast nálægt 26.000 Bandaríkjadollurum þrátt fyrir verðbólgu

Sion - kassalaga hlaðbakur þakinn sólarsellum til að hlaða á ferðinni - hefur verið endurbættur með eiginleikum á borð við ný ljós, hurðarhandföng og rúmbetri innréttingu, sagði þýska sprotafyrirtækið í yfirlýsingu á mánudag.

Sono Group sagði að verð á Sion sólarrafbíl sínum muni haldast í kringum 26.000 Bandaríkjadali fyrir skatta (sem samvarar um 3,7 milljónum ISK), jafnvel þó verðbólga vex.

Sono segir að endanleg framleiðsluhönnun Sion hafi verið endurskoðuð til að hafa færri línur og skýrara yfirborð. Mynd: SONO.
Endurbætt ytri hönnun Sion felur í sér straumlínulagaðan afturhluta með nýrri myndavél og nýju hleðsluloki. Mynd: SONO.

Þó að Sono fylgist náið með hækkun á efnisverði, ætlar það ekki að hækka enn frekar nettóverð líkansins upp á 25.126 evrur, sagði forstjórinn Laurin Hahn við fréttamenn.

Sono, sem átti í erfiðleikum með að tryggja sér fjármögnun fyrir skráningu í New York á síðasta ári, ætlar að hefja framleiðslu á Sion á næsta ári í Finnlandi.

Þegar bíllinn kemur á markað er gert ráð fyrir að rafbíllinn, sem hægt er að tengja líka við hleðslu á venjulega hátt, bjóði upp á allt að 305 kílómetra drægni, með sólarsellum sem geta bætt rafhlöðunni að meðaltali 112 kílómetra afli á viku.

Sono segir að það hafi aukið innra pláss í framleiðslu-tilbúnu Sion. Mynd: SONO.

Fyrirtækið hefur hækkað verð á Sion um 17 prósent síðan seint á árinu 2018.

Sono kynnti einnig sett til að útbúa rútur með brunahreyfli með sólarplötum til að spara dísilolíu. Fyrirtækið gaf ekki út upplýsingar um verðlagningu en sagði að viðskiptavinir muni geta afskrifað kaup á þremur til fjórum árum.

Virði Sono meira en tvöfaldaðist á fyrsta viðskiptadegi sínum í nóvember síðastliðnum þar sem það fékk aukningu vegna aukinnar eftirspurnar fjárfesta eftir EV hlutabréfum. Hlutabréfin hafa tapað meira en 90 prósent síðan.

(Bloomberg – Automotive News Europe)

Sett inn
27/7/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.