Skoda mun vera áfram í flokki lítilla stationbíla með næsta Fabia

Skoda mun enn og aftur bjóða upp á stationgerð í flokki minni bíla þegar fyrirtækið kynnir arftaka Fabia á næsta ári og heldur áfram með form yfirbyggingar sem er horfið úr stærsta markaðsflokki Evrópu eftir að Renault og Peugeot fóru út af þessum markaði.

„Við munum halda áfram með hafa combi-útgáfu,“ skrifaði Thomas Schaefer forstjóri Skoda á LinkedIn síðu sína.

„Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur vegna þess að það undirstrikar skuldbindingu okkar um að bjóða hagkvæman, hagnýtan bíl í upphafsflokki“, sagði hann.

Schaefer sagði að combi-gerðin færi í sölu eftir markaðssetningu fjórðu kynslóðar Fabia hlaðbaks. Skoda mun afhjúpa nýja Fabia á næsta ári.

Skoda sagði fyrr á þessu ári að combi-bíllinn stæði fyrir 34 prósentum af heildarsölu Fabia.
Núverandi Fabia Combi hefur unnið hylli kaupenda með 530 lítra farangursrými, sem er meira en sumir stationbílar í næsta stærðarflokki fyrir ofan.

Skoda hefur boðið upp á combi-útgáfu af Fabia síðan gerðin var sett á markað árið 2000 og hefur selt 1,5 milljónir þeirra síðan, segir í tilkynningu í september.

Skoda er með þennan stærðarflokk út af fyrir sig í Evrópu fyrir sig eftir að franskir keppinautar, þar á meðal Renault og Peugeot, hættu að bjóða upp á svona gerðir af Clio og 208. Dacia ætlar einnig að hætta að selja Logan MCV sinn, þrátt fyrir að vera að keppa við Fabia Combi á verði.

Núverandi Fabia Combi var hleypt af stokkunum árið 2014 og vann hylli kaupenda með hagnýtu farmrými sem bauð 530 lítra af plássi, meira en sumir vagnar í næsta stærðarflokki þar fyrir ofan.

Fabia er í öðru sæti í sölu Skoda í Evrópu með 81.098 skráningar á fyrstu 10 mánuðum ársins, samkvæmt gögnum frá JATO Dynamics. Octavia var söluhæsti bíll vörumerkisins á tímabilinu með 145.959 einingar.

Stationbílar eru vinsælir í Austur-Evrópu, þar sem sterkasti hópur viðskiptavina Skoda er. Þó að Fabia Combi muni ekki eiga neina beina keppinaut í Evrópu er gerðin enn vinsæl í Rússlandi þar sem Lada býður upp á stationútgáfur af Granta og Vesta.

(Automotive News Europe)

Sett inn
2/12/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.