Rafmagnaðir jeppar fá góðar viðtökur

  • Fyrsta pöntun á jeppum hjá Ísband í forsölu seldist fljótt

Það er greinilegt að áhugi bílakaupenda á bílum sem nota rafmagn að hluta eða öllu leyti er mikill þessa dagana. Í nýlegum tölum yfir bílainnflutning á árinu kom fram að um helmingur nýrra bíla er þessum kostum búinn.

Þetta á líka við um jeppamarkaðinn, því hjá Ísband í Mosfellsbæ, umboðsaðila Jeep á Íslandi, eru menn að selja Jeep Renegade og Jeep Compass í tengitvinnútgáfum, og eru ánægðir með söluna.
Hér bíður Jeep Compass 4xe nýs eiganda í sýningarsal Ísband í Mosfellsbæ.

Fyrsta pöntun seldist upp

Við höfðum samband við Sigurð Kr. Björnsson markaðsstjóra Ísband, og spurðum hann út í söluna.

„Þegar ljóst varð að bílarnir voru að koma til okkar þá hófum við forsölu á Jeep Renegade og Jeep Compass Plug-in-Hybrid í sumar. Seldum fljótlega fyrstu pöntun og í sumar seldust á fjórða tug bíla í forsölu. Fengum svo bíla til afhendingar og sölu núna í byrjun nóvember, og erum að afhenda bílana þessa dagana“.

Þessir jeppar fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum, enda er hér um að ræða Plug-in-Hybrid jeppa með alvöru fjórhjóladrifi, lágu drifi, mjög vel útbúnir og á mjög góðu verði“, segir Sigurður kr. Björnsson, markaðstjóri Ísband.

Óhefðbundin frumsýning

„En í stað hefðbundinnar frumsýningar, í ljósi samkomutakmarkana, lengdum við opnunartíma í nóvember. Við höfum opið til kl. 20 á miðvikdögum og fimmtudögum. Bættum einnig við helgaropnunina, erum með opið á laugardögum frá 12-16, og bættum einnig við sunnudögum frá kl. 12-16.

Vel búnir bílar

„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum, enda er hér um að ræða Plug-in-Hybrid jeppa með alvöru fjórhjóladrifi, lágu drifi, mjög vel útbúnir og á mjög góðu verði“, segir Sigurður. „Þetta eru einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif“.

Þess má geta að bílarnir voru auglýstir á sérstöku „forsöluverði“ og það hefur komið fram hjá ísband að þessi verð muni standa óbreytt til áramóta óháð gengisbreytingum.

Jeep® Compass kemur í þremur útgáfum. Limited svartur kostar 5.999.000 kr. og aðrir litir kosta 163.000 kr. nema perluhvítur 233.000 kr. Jeep® Compass Trailhawk kostar 6.490.000 og “S” kostar 6.599.000 kr.. Allir eru með svörtu þaki.

Jeep® Renegade Trailhawk hvítur kostar 5.499.000 kr og aðrir litir 163.000 kr. Allir eru með svörtu þaki.

Vélar eru bensín og rafknúnar 1300cc Turbo 190hö, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni allt að 50km, og meðaleyðslu 1,9l/100km en 240hö í Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk með drægni allt að 50km og meðaleyðslu 2l/100km. Tölurnar hér að framan eru samkvæmt upplýsingum framleiðanda.

Það sem greinir þessa nýju „rafmögnuðu“ gerð Compass að frá eldri gerðunum er 4Xe merkið á afturhorninu.

Bílablogg mun taka þessa bíla í reynsluakstur fljótlega og þá verður hægt að lesa nánar um þá hér á síðunni.

Sett inn
26/11/2020
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.