Polestar mest seldi rafbíllinn í júní

Í júní mánuði voru nýskráðir 390 rafbílar og þar af nýskráði Brimborg 55 Polestar rafbíla sem gerir hann að mest selda rafbílnum í júní með 14,1% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði. Brimborg afhenti fyrstu Polestar 2 rafbílana í febrúar á þessu ári og fyrstu sex mánuði ársins hafa 173 Polestar 2 rafbílar verið afhentir og er Polestar fjórði mest seldi rafbíllinn á árinu.

Heildarmarkaður fólksbíla í júní var 2424 og er hlutdeild rafbíla því 16,1% af heildarmarkaði.

Ef kaup bílaleiga eru dregin frá þá er heildarmarkaður fólksbíla í júní 764 og rafbílar 364 eða 47,6% af heildarmarkaði.

Polestar er sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika en Brimborg kynnti Polestar bílamerkið á Íslandi í nóvember 2021 og þá um leið var kynntur Polestar 2, rafknúinn hlaðbakur. Um miðjan júní opnaði Brimborg rafbílasalinn Polestar Reykjavík og í október á þessu ári mun Brimborg kynna Polestar 3, rafknúinn jeppa.

Meira um Polestar: 

Lengri leiðin heim? Já takk!

Polestar 2 Arctic Circle rallý-útgáfa

Polestar 2 er kominn til landsins

Kolefnisfótspor Polestar

Sett inn
4/7/2022
í flokknum:
Fréttatilkynning

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fréttatilkynning

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.