Poirot, Hastings og Lagonda þess síðarnefnda

Lagonda 2 lítra Tourer bíllinn hans Arthur Hasting í þáttum frá árunum 1989 - 2013 um Poirot sem byggðir eru á sögum Agöthu Christie

Við erum þessa dagana að fjalla um fræga bíla í sjónvarpsþáttum. Að þessu sinni er það ekki bíll einkaspæjara ... þetta er bíll aðstoðarmanns einkaspæjara, þeim besta í heimi í rauninni að dómi margra; spæjarans sem kom frá Belgíu með stærsta heilann í morðgátubransanum: Hercule Poirot.

Meistaralega leikinn í sjónvarpinu af David Suchet í hinni einu raunverulegu nákvæmu lýsingu á persónunni af hálfu höfundarins Agöthu Christie um greind, uppgötvun og rökfræði.

Ekkert fer fram hjá vökulum augum Poirot, engin vísbending er of lítil, engin leyndardómur of krefjandi, engin misskilningur nógu vel ígrundaður til að leiða Hercule af sporinu.

Poirot er lang mest heillandi persóna bókmennta (og síðar sjónvarps) vegna þess hversu flókinn hann er, eðs svo segja aðdáendur hans. Þó að Poirot sé innilega hrokafullur, vonlaust sjálfhverfur og algerlega yfirgnæfandi af ofsafenginni þráhyggju, er Poirot líka góður, kurteis, mannúðlegur og óbilandi í höfðingsskap sínum.

Sú staðreynd að hann er svo gjörsamlega ómeðvitaður um galla sína á sama tíma og hann leggur alltaf fram bestu eiginleika sína gerir hann að einstaklega „karismatískri“ og elskulegri persónu.

Vinur Poirot er Arthur Hastings kapteinn (leikinn af Hugh Fraser) og fer hann með hlutverk manns, sem Christie notaði til að láta Poirot líta út eins og vitsmunarisa í samanburði.

Með þessu er ekki átt við að Hastings sé illa gefinn, en hann er hversdagslegur, traustur og góðhjartaður karl. Hann grunar ekki alla eins og Poirot gerir, hann túlkar ekki allt sem mögulega vísbendingu sem tengist einhverjum svívirðilegum áætlunum.

Þrátt fyrir að hafa átt tiltölulega lítinn þátt í skáldsögunum var Arthur Hastings með tíða og huggandi viðveru í sjónvarpsþættinum. Hugh Fraser gerði persónu Hastings að svo vinalegri og sannri persónu að það er ekki annað hægt en að líka við hann. Margt fer framhjá Hastings ... mjög margt!

En aðeins um bílinn hans Hasting

Alvöru herramaður og eins breskur og „fiskur og franskar“, kemur sú staðreynd að Captain Hastings ekur Lagonda 2 lítra Low Chassis Tourer árgerð 1931 (með númerinu GN8258) ekki síst á óvart.

Arthur Hastings er sérstakur bílaunnandi, og auðvitað, sem piparsveinn, myndi hann algerlega velja sportlegan breskan valkost. Lagonda-bíllinn hans var framleiddur á þeim tíma þegar framleiðandinn var að koma fram með nokkra af áhugaverðustu bílum sínum, þar sem tímabilið á milli heimsstyrjaldanna var mjög mikið mál fyrir Lagonda.

Eftir að hafa gengið í gegnum nokkur peningavandræði var fyrirtækið keypt af Alan P. Good sem tókst að fá inn engan annan en W. O. Bentley, auk fjölda annarra (á þeim tíma) lykilpersónum Rolls Royce. Fyrir vikið varð Lagonda einn merkasti, nýstárlegasti og einnig meðal dýrari bílaframleiðanda í heimi.

Lagonda-bíll Hastings kom fyrir þetta gullna tímabil, en var samt virðulegt farartæki á sínum tíma. Með 4ra strokka línuvél, 8V OHC vél sem skilar u.þ.b. á milli 60 og 70 hestöflum, náði 2L Lagonda hámarkshraða rúmlega 112 km/klst; síðar var útgáfa með forþjöppu fáanleg.

Þrátt fyrir að vera ekki yfirþyrmandi virtust afköst Lagonda vera nóg fyrir Hasting og það var vissulega meira en nóg til að rífa fjaðrirnar á Poirot þar sem hann var alls ekki aðdáandi hraða eða aksturs almennt. Og þegar Lagondan „bilaði“ á óhepplegum tímapunkti í viðkvæmu máli, var Poirot ekki ánægður!

Og svona til að undirstrika það þá er vissulega rétt að Arthur Hastings hafi ekki verið einkaspæjari sjálfur, en eftir sem áður lagði hann (meðvitað eða óafvitandi) sitt af mörkum í ýmsum málum til að hjálpa Poirot að ná vonda kallinum og með því vann hann sér inn þennan sérstaka sess að vera tekinn með hér.

(byggt á vefsvæðinu Automotive News)
Sett inn
9/8/2022
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.