Nýtt útlit á 2021 Volkswagen Polo sést í fyrsta skipti

  • Volkswagen Polo mun brátt fá uppfærslu sem byggir að hluta á áttundu kynslóð Golf

Auto Express var að sýna okkur andlitslyftingu á útliti sjöttu kynslóðar Volkswagen Polo. Bíllinn verður afhjúpaður undir lok þessa árs með endurhönnuðu ytra byrði, til að taka á keppinautum eins og nýjasta Renault Clio og Hyundai i20.

Með myndunum sem vefurinn birti af þessari frumgerð sjáum við að hönnuðir Volkswagen hafa notað nýja Mk8 Golf sem upphafsstað fyrir útlitsbreytingar á Polo.

Nýi framendinn á bílnum sækir innblástur í stærri systkini sín, með nýjum aðalljósum mótuð svipað og á nýjasta Golf, uppfærðri grillhönnun og nýjan neðri stuðara með stórum loftinntökum.

Aftan mun uppfærði Polo fá nýjan stuðara og afturljós sem eru nánast eins og Golf. Neðri hluti afturstuðarans verður algjörlega nýr eins og gefið var í skyn með felubúnaði á myndinni á tilraunabílnum. Endurskoðuninni verður að öllum líkindum lokið með hressandi málningarlitum sem kaupendur geta valið um og nýja hönnun á álfelgum.

Þeir hjá Auto Express búast við færri breytingum á innréttingum Polo, ef einhverjar verða. Þegar bílnum var hleypt af stokkunum árið 2017 fékk sjötta kynslóð Polo verulega innri uppfærslu umfram forvera sinn, þannig að við búumst við að þessi uppfærða gerð haldi sama mælaborðsskipulagi og átta tommu upplýsingakerfi. Framboð á 10,25 tommu stafræna mælaborðinu ætti þó að teygja sig meira yfir Polo línuna.

Það ætti að vera svipuð saga með vélasvið Polo, þar sem bíllinn notar nú þegar nýjustu aflrásir Volkswagen.

Nema Volkswagen ákveði að einingin sé ekki lengur arðbær, mun byrjunargerðin samt vera með 1,0 lítra þriggja strokka bensínvél með 79 hestöflum. Miðlungsgerðir munu nota túrbóútgáfu af sömu vél og bjóða annaðhvort 94 hestöfl eða 113 hestöfl - sem báðar verða fáanleg með sex gíra beinskiptongu eða sjö gíra sjálfskiptingu. Andlitslyftingin er líkleg til að kynna 48 volta mild blendingstækni einnig fyrir Polo og fá 1.0 lítra eTSI vélina lánaða frá Golf.

Þetta er ekki eini nýi smábíllinn sem er á leiðinni frá Volkswagen samsteypunni árið 2021: Ný kynslóð Fabia kemur fljótlega og færist yfir á MQB A0 grunninn sem Polo notar.

(frétt á Auto Express)

Sett inn
13/1/2021
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.