Nýr Wrangler Rubicon í reynsluakstri hjá Bíllinn.is

Við renndum út í Krýsuvík í gærkvöldi þar sem birtuskilyrði voru bara þokkaleg þrátt fyrir smá drunga, sagði Pétur R. Pétursson vefstjóri og blaðamaður hjá Bílablogg.is. Í kvöld erum við með Rubicon 2,2 lítra dísel bílinn en verðum svo með bensín bílinn um helgina. Við ætlum að bera þá saman og sjá hvor skorar hærra og hvar.

Gunnlaugur Steinar Halldórsson, ljósmyndari og drónaflugmaður var með í för og stjórnaði drónanum af mikilli snilld. Dróninn getur farið í 40 metra hæð og flýgur í um 5 kílómetra radíus.

Við tókum flottar drónamyndir af bílnum, byrjuðum hátt og létum svo bíl og dróna mætast á góðum hraða. Við vonum að við getum sýnt bílaáhugafólki flottar myndir af mjög áhugaverðum bílum, sagði Pétur að lokum.

Sett inn
17/5/2019
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.