Nýr Scout frá VW verður að vera sannur torfærubíll, ekki þéttbýlisjeppi

Stærsta áskorunin fyrir VW verður hönnun og útlit næsta Scout.

Mikið hefur verið fjallað um áætlun Volkswagen um að endurvekja Scout-jeppann, sem seldist mjög vel frá 1961 til 1980 þegar hann var smíðaður af International Harvester.

Af því tilefni skrifar Richard Truett, sem er blaðamaður hjá Automotive News og fjallar aðallega um tækni- og verkfræði, eftirfarandi grein:

Mest af umfjölluninni tengist því að VW á vörumerkið. Hvað veit þýskt fyrirtæki um hvernig á að hanna ofurharðgerðan, fjórhjóladrifinn jeppa, sem kemst hvert sem er og er sérstaklega ætlaður bandarískum bílakaupendum?

Það er ekki ósanngjörn spurning. Vegna þess að bíll eins og Scout er ekki nokkuð sem VW hefur nokkurn tíma reynt að smíða fyrir viðskiptavini eða söluaðila í Norður-Ameríku.

En horfum einnig til þess að VW Group smíðaði aldrei breskan lúxusbíl í efri gæðaflokki áður en fyrirtækið keypti Bentley árið 1998 og fimm árum síðar kom Continental GT á markað, sem var mjög vinsæll.

International-Harvester-Scout-Scout-II, upprunalegi Scout jeppinn var seldur frá 1961 til 1980 þegar hann var smíðaður af International Harvester.

Og öðru þýsku fyrirtæki, BMW, hefur gengið mjög vel með hin frægu Mini og Rolls-Royce vörumerki. Þannig að áhyggjurnar af eignarhaldi Þjóðverja á sögufrægum amerískum jeppa gætu verið svolítið ótímabærar.

VW Group stefnir á sölu 250.000 bíla árlega úr rafknúnu Scout línunni - harðgerður jeppi og pallbíll, sýndur í skissum. Framleiðsla á að hefjast árið 2026.

Helsta hindrunin

Stærsta áskorunin fyrir VW verður kannski hönnun og útlit hins nýja Scout, með áformum um jeppa og pallbíl sem verður eingöngu rafknúinn. Ford og Land Rover hafa sýnt að það eru fleiri leiðir en ein til að endurvekja klassískt og vinsælt torfærutæki.

Bronco í „retro-stíl“: Ford lítur út eins og nútímaútgáfa af upprunalega jeppanum 1966-77 og hann er enn einn af söluhæstu farartækjunum.

Nýr Defender frá Land Rover lítur ekkert út eins og klassíska gerðin sem fór úr framleiðslu árið 2016, en hann er líka „rauðglóandi“ á gólfi sýningarsalarins.

Nýjasti Defender hefur sýnt að það er í lagi að gera róttækar breytingar á stíl. Þrátt fyrir að margir aðdáendur hins klassíska Defender hafi sagt að þeim væri ekki sama um útlit nýju gerðinnar, dvínaði mikið af þessum látum á netinu þegar Land Rover sýndi fram á getu endurbætta torfærubílsins.

Hönnunarteymið skildi eftir nokkrar klassískar útlitslínur, eins og þakglugga og opnanlega afturhlerann í nýju gerðinni til að höfða til þeirra sem muna fyrri tíma.

Ef VW nær réttri stærð á nýja Scout - það er að segja heldur honum nálægt upprunalegu í hjólhafi, breidd, hæð og lengd - og kemur með hönnun sem gerir bílinn bæði kunnuglegan og ferskan, mun hann líklega seljast vel.

Það er að því gefnu að markaðurinn fyrir rafknúin torfærutæki haldi áfram að þroskast.

Hrein fjallageit

Í þessu gæti VW mistekist: Ef nýi Scout kemur fram sem „mjúkur akstursbíll“ (soft-roader) - tískuorðið fyrir þéttbýlisjeppa sem þolir ekki mikið meira en moldarslóða - mun hann ekki ná í gegn til Scout-aðdáenda sem hafa kallað eftir nútímalegri gerð.

Hér er ein hugmynd að „nýjum“ Scout frá VW .
Hinn endurlífgaði Scout þarf að vera gjörólíkur öllum rafknúnum farartækjum sem VW kemur með. Til að vera trúr þeim upprunalega þarf Scout að vera ökutæki sem er algjör „fjallageit“.

Hann þarf ekki að vera yfirbygging á grind — nýr Defender er það ekki — en ef hann ber nafnið Scout verður hann að vera sannkallað alhliða farartæki. Helst mun nýi Scout nota öfluga rafdrifna öxla eða jafnvel hjólamótora.

Ef hann kemur hlaðinn dýrum lúxuseiginleikum og rafmagnsdóti sem ræna akstursgleðinni utan vega, gæti það líka gert það að verkum að hann myndi ekki slá í gegn!

En lokaorð Richard Truett hjá Automotive News eru: „[] en ég veðja á að VW nái endurkomu Scout með góðum árangri.“

(grein á vef Automotive News Europe)

Fleira um Scout: 

Volkswagen sagt ætla að koma með Scout sem rafbíl

Scoutinn var af tröllaætt

Sett inn
19/5/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.