Nýr og enn flottari 2021 Peugeot 308 hlaðbakur á leiðinni

  • Þriðja kynslóð Peugeot 308 hlaðbaks er væntanleg árið 2021 sem mildur tvinnbílll, tengitvinnbíll og með gerð sem aðeins notar rafhlöður
  • Kemur á markað árið 2022

Peugeot 308 sló í gegn þegar hann kom fram á sjónarsviðið í annarri kynslóð árið 2014, náði titlinum bíll ársins í Evrópu og gerði góða hluti fyrir franska vörumerkið. En nú er kominn tími á að setja á markað nýjan 308. Hann á að koma í ljós seint á árinu 2021 áður en hann fer í almenna sölu árið 2022.

Vefur Auto Express byrjar nýja árið á því að sýna okkur myndir af bílnum og hann mun breytast verulega miðað við núverandi gerð. Skarpari, hyrndari hönnun, svipuð og í nýjustu 208, 2008 og breyttum 3008, er væntanleg og við búumst við svipaðri uppfærslu í innanrýminu.

Frekar en fyrirkomulagið sem er að finna í bílnum í dag, mun nýr 308 fá stafræna uppfærslu samkvæmt núverandi staðli í nýjustu gerðum Peugeot.

Breiðari grunnur keppinauta

Peugeot mun berjast á alveg nýjum vígstöðvum með nýja 308 líka vegna þess að tengitvinnbíll og bíll sem aðeins notar rafhlöður í drifrás er bæði til skoðunar. Í samtali við Auto Express opinberaði yfirmaður rafknúinna ökutækja hjá eiganda Peugeot, Groupe PSA, löngun sína til að gera næsta 308 að bíl fyrir kaupendur bíla með bensín-, dísil-, tengitvinn- og rafknúinni drifrás og undirstrikaði þann sveigjanleika sem fyrirhugaður var fyrir næstu fjölskyldubíla Peugeot.

„308 er hægt að framleiða á báðum grunnkerfunum - e-CMP og EMP2,“ útskýrði Anne-Lise Richard. „Svo við gætum greinilega haft bæði tengitvinnbíl (PHEV) og rafbíl. Ég held að það sé pláss fyrir báðar þessar lausnir í tækni fyrir viðskiptavinina.“

Tilvísunin í tvo mismunandi grunna - CMP grunn fyrir smábíla, auk stærri EMP2 grunn sem notaður er af núverandi 308 Peugeot - þýðir ekki að nýi bíllinn verði byggður á tveimur ólíkum grunnum. Þess í stað er það vísbending um tæknina sem fyrirtækið hefur innan seilingar. E-CMP grunnurinn er notaður á nýja Citroen C4, en væntanlegur DS 4 mun nota uppfærðan EMP2 grunn.

Bæði verið að skoða tengitvinnbíl og hreint rafmagn

Líklegra er að nýi 308 noti EMP2 frekar en CMP, miðað við tillöguna um að verið sé að skoða bæði tengitvinnbíl og rafmagn. Minna CMP kerfið hentar drifrás með bensíni, dísil og hreinni rafknúnum aflrásum, en EMP2 grunnurinn er þróaður til að koma til móts við bíl sem aðeins notar rafmagn frá rafhlöðunum, samhliða brennsluvélinni og viðbótartengdu valkostunum (sem finnast í sportjeppum PSA-hópsins) sem boðið er upp á í dag.

Enn á eftir að setja á markað rafknúinn bíl sem byggður er á EMP2-grunninum, en Peugeot, Citroen og Vauxhall hafa allir opinberað meðalstóra rafbíla með sömu tækni og því væri fjölskyldubíll með meira en 320 kílómetra drægni næsta rökrétta skref.

Að halda tengitvinnlausn við hlið rafknúins 308 gæti verið nokkuð sem snýr að áhugamönnum um sportlegri og kraftmeiri bíla. Peugeot er nýbúinn að afhjúpa 355 hestafla 508 Sport fólksbíl og 1,6 lítra bensín-rafmagns drifrás sem gæti runnið beint í 308 ef þess er óskað. Burtséð frá því, þá er næstum öruggt að hlaðbakurinn verði boðinn með aflminni og hagkvæmari útgáfu af 1,6 lítra tengitvinnkerfinu, með 222 hestöfl og meira en 48 kílómetra aksturssvið á rafmagninu.

48 volta mild blendingstækni

Búist er við að nýr 308 verði mikilvægur Peugeot varðandi 48 volta mild blendingstækni líka. Sjálfskiptar útgáfur fá líklega nýja rafstýrða tvöfalda kúplingu við gírkassann sem Punch Powertrain þróaði tímanlega fyrir kynningu árið 2022.

(byggt á frétt á vef Auto Express – myndir Larson)

Sett inn
2/1/2021
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.