Nýr Jaguar J-Pace rafknúinn sportjeppi á að takast á við Tesla Model X

  • Jaguar skipuleggur nýjan stóran rafknúinn jeppa sem mun sitja efst í röðinni og starfa sem vistvænn valkostur við Porsche Cayenne

Jaguar er að leggja lokahönd á hönnun á nýjum rafknúnum jeppa sem mun sitja fyrir ofan I-Pace í framboði vörumerkisins. Hann verður kallaður J-Pace og á að vera beinn keppinautur Tesla Model X, sem er líka rafknúinn.

Í nýlegri breytingu ´ða stjórnartaumum Jaguar afhenti Ralf Speth fyrrum yfirmanni Renault, Theyry Bolloré, stjórnartaumana. Að því er fram kemur á vef Auto Express mun eitt af fyrstu verkum Bolloré sem stjórnarformanns vera að sjá til þess að fyrirtækið þróist í rafknúið vörumerki og fari í þá stöðu að keppa beint við fryritæki eins og Tesla og Polestar.

Opinberar upplýsingar um J-Pace verkefnið eru ennþá á huldu, en það er litið svo á að rafknúni sportjeppinn verði byggður á sama MLA grnni og mun styðja næstu kynslóð Jaguar XJ og Range Rover.

Pallurinn hefur verið hannaður til að styðja bensín og dísel, tengiltvinnbíla og fulla rafníla en J-Pace verður eingöngu með rafmagn.

Framleiðsla J-Pace fer fram í verksmiðju Jaguar í Castle Bromwich, sem var hluti af fjárfestingu JLR á milljarði punda í þróun rafknúinna ökutækja. Verkmsiðjunni hefur verið breytt til að styðja við framleiðslu allra hreinns rafknúinna gerða breska vörumerkisins.

Til þess að vera samkeppnishæf við Tesla Model X sviðið, þá þarf J-Pace að ná hámarks WLTP sviðinu í kringum 480 km.

Búist er við fjórhjóladrifi, en MLA grunurinn er sagður geta stutt rafhlöður allt að 100kWst. Hins vegar er einnig líklegt að smærri rafhlöðuvalkostir verði í boði til að lækka verðpunkt J-Pace.

Myndir Auto Express gefa hugmynd um hvernig fullunnin gerð gæti litið út; nýi bíllinn mun fá útlisteinkenni frá minni I-Pace en vera með svipaðan prófíl og stærri F-Pace. Lokað grill að framan og mjórri LED aðalljós verða það sem einkennir nýja bílinn.

Þrátt fyrir að J-Pace muni sitja efst í framboði breska fyrirtækisins er hönnunarstjóri Jaguar, Julian Thompson, einnig áhugasamur um að kanna smærri bíla. „Ég myndi elska að búa til minni Jagúar,“ sagði Thompson við Auto Express. „Ég hugsa að þegar ég velti fyrir mér hvað er að gerast um allan heim, þá myndi ég elska að búa til bíla sem eru minni, skilvirkari og hafa öll eðlisgildi Jagúar, sem er fallegur hlutur til að skoða, með frábæra innréttingu og frábært að keyra“.

(Auto Express)

Sett inn
21/12/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.