Nýr 2021 Nissan Qashqai staðfestur með e-Power tvinnvél

  • Næsta kynslóð Nissan Qashqai afhjúpuð í opinberum myndum, en dísilvélin er aflögð og tvinnvél (hybrid) kemur í staðinn

Nissan hefur staðfest að næsta kynslóð Nissan Qashqai verður frumsýnd snemma árs 2021 áður en hún fer í sölu í Evrópu næsta sumar, búin tvinndrifrás í fyrsta skipti.

Fáir bílar hafa haft viðlíka áhrif á velgengni framleiðanda og Qashqai hefur haft fyrir Nissan. Frá upphafinu, árið 2007, hefur bíllinn selst í yfir þremur milljónum eintaka víðsvegar um Evrópu og jafnvel í fyrra seldist önnur kynslóðar bílsins enn vel, en 235.000 bílar seldust um álfuna.

Nýr grunnur (CMF-C), nýjustu öryggiskerfi ökumanna og tvinnvélar eru stóru tilkynningarnar. En í Zoom spjalli bílablaðsins CAR við varaforseta Nissan Europe, Marco Fioravanti, kom fram að Nissan útilokar ekki aflmeiri gerðir.

Verðlag og búnaðarstig hafa enn ekki verið tilkynnt en það er staðfest að engar dísilvélar verða framvegis.

Tvinn, engin dísilvél

Nissan fylgir sömu stefnu og nokkurn veginn allir bílaframleiðendur um þessar mundir með því að bjóða ekki dísilvél. Í staðinn geta kaupendur valið um 1,3 lítra mildan blending og blendingsútgáfu sem lengir aksturssvið sem kallast e-Power.

Þegar hann talaði um vélavalkostina sagði Fioravanti við CAR: „Þegar við skoðum afköstin sem nýjar drifrásir geta veitt munu viðskiptavinir okkar verða meira en ánægðir með það sem er í boði.“
1,3 lítra vélin kemur í tveimur útgáfum drifrásar, með framhjóladrifi eða fjórhjóladrifi og með CVT sjálfskiptingu eða handskiptum gírkassa.

138 hö framdrif og með handskiptum gírkassa.

155 hö framdrif og með handskiptum gírkassa.

155 hö CVT (sjálfskipting) framdrif.

155 hö CVT (sjálfskipting) aldrif.

Það er því undir vélarhlífinni sem hlutirnir breytast í raun mest í þessum nýja bíl, eins fram kemur hér að ofan. Dísilvélin er alveg af matseðlinum, með minni línu véla, sem samanstendur af 1,3 lítra bensínvél sem er fáanleg í tveimur afköstum og með 12 volta mildri tvinnaðstoð og nýrri tvinngerð (hybrid).

Mikilvægur fyrir Bretland

Þetta er líka mjög mikilvægur bíll fyrir breska bílaiðnaðinn. Qashqai hefur verið smíðaður í Sunderland verksmiðju Nissan frá því að gerðin kom til sögunnar og er mest framleiddi bíllinn í Bretlandi - engin önnur gerð er smíðuð í fleiri eintökum þar í landi. Þessi þriðju kynslóðar bíll verður líka smíðaður í Sunderland sem hluti af 400 milljóna punda fjárfestingu í verksmiðjunni.

En það er ekki bara eina sjónarhornið varðandi Bretland - nýi Qashqai hefur verið hannaður af Nissan Design Europe, með aðsetur í London, en þróunin á sér stað í tæknimiðstöð Nissan fyrir Evrópu í Bedfordshire.

Nýr Nissan Qashqai: hönnun og stíll

Þessar fyrstu opinberu myndir sýna frumgerð bílsins á lokastigi þróunarinnar og gefa í skyn hvers megi vænta á stóru frumsýningunni á næsta ári. Eins og Juke og næsta kynslóð X-Trail - sem þegar hefur verið opinberuð í Bandaríkjunum í formi nýjasta Rogue - er búist við mikilli endurskoðun á hönnun jafnt að utan sem innan.

Innblástur er líklega fenginn úr samblandi af sportlegu útliti nýja Juke og IMQ hugmyndabílnum sem birtist á bílasýningunni í Genf 2019. Þannig að við búumst við framenda sem skilgreindur er með nýju V-laga grilli samhliða láréttum V-laga framljósum.

Nissan heldur því fram að nýi bíllinn sé með mjög svipað fótspor og í kynslóð 2. Mikilvægt er að hjólhafið hefur verið lengt um 20 mm sem gefur aukið fótarými að aftan, en Qashqai er aðeins hærri núna. Stærra farangursrými þýðir að bíllinn er líka hagnýtara en áður.

Nýr Nissan Qashqai: aflrásir og tvinntækni

Nýr Qashqai færist yfir á nýjustu útgáfuna af CMF-C grunni Renault-Nissan-Mitsubishi samstarfsins, sem er uppfærð útgáfa af grunni núverandi bíls. Það notar meira af ofurstyrktu stáli í bílinn en áður, hann er léttari, er betur fær um að taka á sig högg og er 41 prósent stífari en áður – breytingar sem Nissan segir að ökumenn muni finna fyrir í stýri, auk aukinna þæginda og öryggis. Með þessu er miðað að því að það sé betra að aka Qashqai en áður.

Í því skyni hefur fjöðrunin einnig verið uppfærð með endurútfærðri MacPherson fjöðrun að framan og aftan.

Í fjórhjóladrifnum útgáfum af Qashqai sem verður á 20 tommu felgum verður fjölliða afturfjöðrun staðalbúnaður í stað snúningsfjöðrunar. Nissan hefur einnig endurbætt kerfi stýringar á Qashqai og það á að bæta viðbrögð og tilfinningu í akstri.

Breytingar framundan?

Í Zoom spjalli bílablaðsins CAR við varaforseta Nissan Europe, Marco Fioravanti, var rætt um framtíðina og þá hvort sportlegri útgáfa væri væntanleg. Fioravanti var eftir sem áður dulur varðandi þetta en hann svaraði: „Þetta er lykilgerðin okkar í Evrópu og við lokum engum dyrum í bili. Lífsferill (bílsins) er langur og fullur af óvæntum hlutum - við erum nokkuð viss um að við munum koma á óvart í framtíðinni.“

(byggt á fréttum á vefsíðum CAR og Auto Express – myndir frá Nissan)

Sett inn
13/11/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.