Sumarhátíð Heklu
Við litum við í Heklu og BL í gær en þar var hátíðarstemning og boðið upp á grillaðar pulsur og gos.
Það viðraði aldeilis vel í gær til bílaskoðunar. Hekla hélt upp á góða veðrið með stórsýningu á nýjum bílum en þeir sýndu glænýjan VW Taigo sem er ansi huggulegur SUV/Krossover á milli T-Cross og T-Roc. Hekla sýndi einnig hinn nýja ID.5 sem er glæsilegur í alla staði. Við hjá Bílablogg.is eigum eftir að prófa hann fyrir ykkur og hlakkar til þess verkefnis.







Það var opið í öllum sölum Heklu í gær og þar var margt um manninn enda bílasýningar eitt af því skemmtilegra að kíkja á í sumarblíðunni.
Á sýningunni mátti einnig sjá fjölda Audi og Skoda gerða.







Sumarhátíð BL
Við Sævarhöfðann var hátíðarstemning en þeir hjá BL frumsýndu tvo nýja bíla. Dacia Jogger er nýr bíll sem tekur allt að sex farþegum og ökumann.





Sérlega rúmgóður og flottur bíll. Þá sýndu þeir einnig glænýjan rafbíl frá MG – en það er nýr MG5, skutbíll sem hentar án efa mörgum en sérlega þó fjölskyldufólki.









Hjá Vatt í Skeifunni mátti svo berja augum splunkunýja Maxus bíla frá kínverska bílarisanum Saic. Euniq 5 er glænýr SUV/Krossover með allt að 450 km drægni. Sá er með öllu sem nútímabíllinn er boðinn með í dag. Vatt býður ennig upp á litla sendibíla og stóra sjö sæta fólksbíla.
Myndataka og myndvinnsla: Dawid Galiński.