Nýi Mercedes SL 2021 verður með hátækniinnréttingu

  • Næsta kynslóð Mercedes SL mun vera með innanrými sem er full af eiginleikum og fer aftur í 2 + 2 sætaskipulag

Alvöru sportbílar eru ekki margir hér á landi og því ekki gott að fjalla um þá hér miðað við notkun hérlendis.

En það er alltaf gaman fyrir bílaáhugafólk að skoða hvað bílaframleiðendur eru að bjóða í því efni.

Við höfum áður fjallað lítillega um nýja SL-sportbílinn frá Mercedes Benz, en núna er röðin komin að því að segja aðeins frá innréttingu hans og tæknibúnaði.

Í lokin rifjum við upp sögu SL-bílanna.

Nýtt „ofurstjórnborð“

Nýi Mercedes SL mun vera með „ofurhliðrænu“ stjórnborði, sem er innblásið af upprunalega 300 SL Roadster-bílnum frá 1950. Benz hefur sent frá sér myndir af innréttingunni í nýja SL-bílnum, sem vefur Auto Express var að birta. Þar getum nú þegar séð að nýjasti sportbíll Mercedes mun hafa „ökumannsmiðaða“ innréttingu sem mun einkum byggjast á stóra, stillanlega skjánum í miðju mælaborðsins auk MBUX upplýsingakerfisins frá Benz.

Mercedes lýsir „ofurhliðræna“ stjórnborðinu sem blöndu af „hliðrænni rúmfræði og stafrænu verki“, sem lögð er áhersla á í fullkomlega stafræna mælaklasa SL, sem er samþættur í þrívídd, stór uppréttur skjár í miðju, innblásinn frá flugvélum, við hlið loftstúta sem líta út eins og galvanhúðaðir túrbínustútar.

En hönnuðir Mercedes segja að „flugstjórnunarhönnunin“ beinist að ökumanni. 12,3 tommu mælaskjárinn er ekki frístandandi heldur samþættur mælaborðinu til að koma í veg fyrir endurspeglun á sólarljósi þegar þak bílsins er niðri.

Stór 11,9 tommu snertiskjár er í miðju, með svipaðri  hönnun (NACA innblásinni) eins og er að finna í AMG GT og GT 4 dyra. Hægt er að stilla skjáhornið með rafmagni og fá fram lóðréttari stöðu (eins og sést á myndinni), til að koma í veg fyrir að ökumaðurinn sé annars hugar vegna endurkasts frá sólarljósi.
MBUX kerfi SL er útgáfa af því sem er að finna í Mercedes S-Class, en með fjölda AMG-sértækra eiginleika, þar á meðal sýnilegri Performance og Track Pack stillingum.
Stillingar á miðstöð og loftræstikerfi eru sýndar með sjónrænum hætti neðst á miðjuskjánum.

Valfrjáls „sprettiskjár“ getur sýnt upplýsingar í þrívídd á skjánum í ýmsum stílum sem geta verið í samræmi við snið stillanlegra atriða sem eru sýnd eru á aðalskjá bílsins. Hljóðkerfi bílsins kemur frá Burmester.

Sætin eru hönnuð á þann hátt að þau virðast þéttari og eru með höfuðpúða samþætta í baki aftursætanna til að fá sléttara útlit. Þau eru fáanleg í ýmsum útfærslum, þar á meðal tveggja tóna nappa leðri, nappa leðri með demantssaumum, eða sambland af nappa og Dinamica efni.

Gordon Wagener, yfirmaður hönnunar Mercedes, sagði: „SL er tákn vörumerkisins með þriggja punkta stjörnunni: þessi „roadster“ hefur vakið hrifningu og löngun í bíla í áratugi. Frábært tækifæri og áskorun fyrir hönnun, því hver hönnuður vill búa til tákn. Niðurstaðan er byltingarkennd innanhússreynsla sem náðist á milli stafræns og hliðræns lúxus.

Við bjuggum til flottasta SL nokkru sinni, lúxus tákn 20. áratugarins. “

Aftur kominn með 2+2 sæti

Nýi SL verður enn fjölhæfari segir Mercedes og þetta er fyrsti SL með 2 + 2 sætisskipulagi síðan R129, sem kom á markað árið 1989. Aftursætin bjóða upp á pláss fyrir allt að 150 cm háa farþega, eða hægt er að setja upp vindhlíf til að koma í veg fyrir áhrif frá hraða.

Philipp Schiemer, yfirmaður Mercedes-AMG, sagði: "Innréttingin í nýju Mercedes-AMG SL dekrar við bílstjórann og farþega með háþróuðum lúxus. Nýi SL sameinar hámarks þægindi og gæði í innréttingunni ásamt réttum áhrifum sportbílsins. Hágæða samsetning af hliðstæðum heimi og nýtískulegum stafrænum búnaði segir bara eitt með skýrum hætti: nýi SL er endurfæðing táknmyndar fyrir nútímann.“

Undirvagn sjöunda kynslóðar Mercedes SL mun nota blöndu af áli, stáli, magnesíum og trefjum til að halda þyngdinni í lágmarki; aðalgrind bílsins vegur aðeins 270 kg.

Mercedes hefur einnig mikinn áhuga á að leggja áherslu á að það er ekkert flutt í undirvagn SL frá neinum af núverandi gerðum fyrirtækisins - ekki einu sinni frá AMG GT Roadster. Þó eru sögusagnir um að nýi grunnurinn verði einnig notaður til að smíða nýjan bíl frá AMG í staðinn fyrir GT.

Yfirbygging SL nýju er 50 prósent stífari en AMG GT Roadster yfir breiddina og 40 prósent sterkari yfir lengdina.

Mercedes segir að þessar endurbætur muni skila sér í nákvæmari meðhöndlun og betri snerpu þar sem yfirbyggingin afmyndast minna við mikla beygju.

Til að nýta aksturseiginleika bílsins enn frekar hefur Mercedes einnig lækkað þyngdarpunkt SL. Festistaðir undirgrindar og öxla eru eins lágt niðri og mögulegt er, en vélin er einnig sett upp lágt og nálægt farþegarýminu.

Aðeins undir merkjum AMG

Mercedes hefur einnig staðfest að nýi SL verði eingöngu seldur undir merkjum AMG. Bíllinn verður einnig fáanlegur með fjórhjóladrifi í fyrsta skipti og notar sama 4MATIC + kerfið og AMG E 63 S.

Það þýðir að framboð bílsins mun líklega byrja með SL 43-merktum SL og með 3,0 lítra sex strokka línubensínvél. Líklegt er að SL 63 noti AMG, 604 hestafla tveggja túrbó 4,0 lítra V8.

Fyrrum stjóri AMG, Tobias Moers (nú forstjóri Aston Martin), sagði áður við Auto Express að AMG muni horfa til þess að bjóða blendingaútgáfu af hverri gerð sem Mercedes sendir frá sér. Hann gaf í skyn að SL, kæmi sem þyngri sportbíll fyrir lengri vegalengdir og gæti hentað fyrir rafmagnaða aflrás með gífurlegu afli.

Mercedes er þegar að þróa slíka aflrás fyrir væntanlegt AMG S 73 e PHEV framboð, sem ætlað er að framleiða meira en 800 hestöfl. AMG mun einnig láta SL-fjöðrunina fara í gagngera endurskoðun í því skyni að auka aðdráttarafl bílsins hjá sportbílakaupendum, þó að fjöðrunin muni samt vera þægilegri kostur miðað við AMG GT sportbílinn.

Undanfarna mánuði hafa birst fjölmargar njósnamyndir af frumgerðum Mercedes SL, þar á meðal á veg Auto Express, þar sem frumgerðir eru að takast á við meðhöndlunarpróf meðal annars í vetrarfærð. Nýjustu slíkar myndir hafa sýnt bílinn við margvíslegar aðstæður.

Umfangsmiklar prófanir hafa farið fram í vetrarfærð.

Myndirnar sýna hvernig Mercedes hefur endurhannað þetta nýja flaggskip sportbíla sinna. Hönnun bílsins er með sterk AMG áhrif og deilir sömu Panamericana ofnagrilli og ferköntuðum útblástursstútum eins og Mercedes-AMG GT. Þetta kemur þó ekki á óvart, miðað við að það er „sportbíladeild“ Mercedes sem hefur tekið ábyrgð á þróun bílsins.

Ein af frumgerðum nýja SL í tilraunaakstri.

Sjöunda kynslóð Mercedes SL mun státa af 2 + 2 sætaskipan. Löng vélarhlíf fyrri gerðar og tiltölulega stutt skott endurspeglast í hlutföllum nýja bílsins, þó að Mercedes hafi skipt út hörðum toppi fyrir blæju úr nýju efni, sem ætti að minnka þyngd bílsins um nokkur kíló.

Hver SL er spegill síns áratugar

Gorden Wagner, yfirhönnunarstjóri Daimler AG, sagði okkur: „Hver SL er spegill áratugarins. Ef þú hugsar um fimmta áratuginn og hugsar um ímynd fegurðar á þessum tíma þá var það ríkidæmi.

Svo færirðu þig inn á sjöunda áratuginn, módel urðu grönn, pils styttust og þegar þú lítur á bíl þess tíma var þetta ofurléttur bíll og táknar aftur smekk tímans.“

Þrátt fyrir AMG-innblásin hlutföll bílsins fullvissaði Robert Lesnik, forstöðumaður ytri hönnunar Mercedes okkur um að hann muni enn halda erfðamengi upprunalega bílsins. Hann sagði: „Gorden minntist á allar þessar gerðir í gegnum áratugi, en þær hafa eitthvað sameiginlegt, það er dæmigert hlutfall -  vél að framan í miðjum bíl, með langa vélarhlíf, litlu farþegarými sem situr aftar“.

„Síðasti SL var hannaður fyrir ákveðna þróun á þeim tíma, sem var inndraganlegur harður toppur. Það var tískan á þeim tíma og allir vildu eiga einn slíkan.

Það er eitthvað sem við munum ekki gera við þá næstu“, útskýrði Lesnik.

Um eitt prósent af heildarsölu Mercedes

Árið 2019 voru sportbílar aðeins meira en eitt prósent af heildarsölu Mercedes um allan heim og voru um 28.400 bílar seldir. Það er aukning um 48 prósent miðað við árið 2018. Að sögn fyrirtækisins á framboð AMG GT mestan þátt í þeirri aukningu þar sem minni SLC roadster er nú ekki lengur með í framboðinu og SL í fullri stærð er ekki eins mikilvægur.

Hugmynd Auto Express að endanlegu útliti nýja bílsins.

Þó að SLC eigi nú enga framtíð, þá fellur ákvörðun vörumerkisins um að smíða nýja SL með AMG, vel við það að samnýta nýjan léttan grunn úr áli sem að lokum mun bera næsta AMG GT.

Fyrrum yfirmaður AMG Tobias Moers talaði við Auto Express áður en hann skipti yfir til Aston Martin og útskýrði hvernig verkefnið var að þróast: „Þetta er prógramm sem er virkilega drífandi“, sagði hann. „Nýi SL sé í takt við næstu kynslóð GT.

„Ég held að það sé kominn tími til að breyta viðhorfi SL svolítið og koma til baka með eitthvað af þessari arfleifð eldri SL bílanna - og gera hann sportlegri og meiri“.

Tímalína: sex kynslóðir Mercedes SL

W198 (1954-63): Táknrænn „Gullwing“ var í þrjú ár áður en „Roadster“ kom í staðinn. Fjögurra strokka 190 SL var hagkvæmi kosturinn.
W113 (1963-1971): ‘Pagoda’ gerðin kom með hörðum toppi, sem hægt var að taka af. 230, 250 og 280 gerðirnar komu allar með sex strokka vélum.
R107 (1971-1989): Til viðbótar við „roadster“ framleiddi Mercedes fjögurra sæta SLC coupé fram til ársins 1981. Þetta var fyrsti SL með V8.
R129 (1989-2001): SL kom inn á tíunda áratuginn með V12 afl kynnt í fyrsta skipti. AMG útgáfur komu einnig til sögunnar.
R230 (2001-2011): Kynnt var í fyrsta skipti samanbrjótanlegt þak úr hörðu efni, sem sást fyrst á SLK, auk aðlögunarstýringar á yfirbyggingu og annarar hátækniaðstoðar.
R231 (2012-2020): SL-gerðin sem núna er að hætta var mjög uppfærð útgáfa af R230 sem notaði yfirbyggingu úr áli í í fyrsta skipti.

(byggt á grein á vef Auto Express – myndir Mercedes)

Sett inn
17/7/2021
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.