Nissan 400Z forsýndur fyrir frumsýninguna 2021

  • Myndirnar sem sýndar voru á nýlegri kynningu hjá Nissan gefa vísbendingu um hönnun arftaka Nissan 370Z.
  • Búist er við að þessi arftaki hins gamla 370Z verði kallaður 400Z og verði opinberaður á næstu 12 mánuðum.
  • Engin yfirlýsing hefur verið gefin út um á hvaða mörkuðum nýja gerðin verður í boði.
Fyrsta sýn á útlitið á nýja „Z“ sportbílnum kom í ljós á nýlegri kynningu hjá Nissan.
Aðeins eru komnar fram “skuggamyndir af nýja bílnum – en gefa samt nokkra hugmynd um útlitið.
Nissan hefur forsýnt langþráðan arftaka 370Z sportbíls í kynningu þar sem gerð var grein fyrir framtíðarstefnu fyrirtækisins.

Opinber smáatriði um hinn dularfulla nýja bíl eru ekki ljós en sjá má að hann muni hafa hönnun sem þróast úr 370Z coupé og verður nýjasta viðbótin við Z sportbíla japanska vörumerkisins – sem hófst árið 1969 með því að koma fram með Datsun 240Z.

Forsmekkurinn kemur í kjölfar tilkynningar Nissan um að það verði að fara í umfangsmikla sparnaðarstefnu undir merkjum 'Nissan Next'. Auk þess að loka verksmiðju sinni í Barcelona á Spáni mun fyrirtækið draga úr framleiðslugetu um 20 prósent á næstu þremur árum og hagræða í framboðinu.

370Z er elsti bíllinn í núverandi framboði Nissan, en hann kom á markað í núverandi mynd árið 2008. Yfirmaður vöruþróunar, Ivan Espinosa, sagði systurútgáfu okkar Autocar á Englandi á bílasýningunni í Tókýó í fyrra að sportbíllinn - ásamt flaggskip GT-R - var „í hjarta Nissan“ og að fyrirtækið var „að skoða og vinna að“ arftaka.

Autocar reiknar með að nýi ‘Z’ sportbíllinn muni kallast 400Z og verði með tvískiptu túrbó 3,0 lítra V6 með meiri afli en núverandi bíll. Það er ekki líklegt að hann verði smíðaður sérsniðnum grunni miðað við tiltölulega lítið sölumagn og gæti í staðinn nýtt sér grunn frá Nissan systurmerkjunum Q50 og Q60.

Nissan lagði nýlega fram vörumerkisumsókn fyrir endurgerð á útgáfu af Z-merkinu og það setti af stað vangaveltur um að nýr sportbíll væri á leiðinni. Gamaldags útlit merkisins gaf í skyn að nýja gerðin muni fá innblástur í stíl frá sögulegum sportbílum Nissan, hugsanlega með beittum framenda eins og 240Z og áberandi bremsuljós innblásin af 300ZX.

Sett inn
31/5/2020
í flokknum:
Hugmyndabílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Hugmyndabílar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.