Næsta kynslóð rafbílsins Fiat 500e verður öll ný við frumsýninguna á bílasýningunni í Genf í mars

Rafmögnuð evrópsk framtíð Fiat hefst með því að næsta kynslóð 500e kemur fram á bílasýningunni í Genf í byrjun mars. Heildarhlutföllum núverandi bíls er haldið, en allt undir yfirborðinu verður nýtt, þar með talinn grunnurinn sem rafbíllinn er byggður á. Þetta er sami arkitektúr sem myndi verða á hugsanlegri framleiðsluútgáfu af Centoventi-hugmyndabílnum sem Fiat kom með á bílasýningunni í Genf.

Olivier Francois, markaðsstjóri Fiat- Chrysler, hefur lýst nýja 500e sem „Nýjum 500, algerlega endurnýjaður. Nýr hlutur. Alveg rafmagnaður. Þetta er eins konar þéttbýlis Tesla, með fallegum stíl. Ítalska, “dolce vita” í rafbíl, alger andstæða Centoventi. “

Við efumst um að rafhlöðufyrirkomulag Centoventi-hugmyndaabílsins muni birtast í 500e, en það væri svalt að mati þeirra hjá Autoblog. Fyrirkomulag rafhlöðuhugmynda sýningarbílsins gæti keyrt í 100 kílómetra á samþættu einingunni en hægt væri að bæta við fleiri rafhlöðum - þar á meðal einni undir sætin - í 500 kílómetra akstur.

Í staðinn gerir Autoblog ráð fyrir að Fiat myndi stefna á svipuð mið og Peugeot e-208, sem fær WLTP-metið 340 kílómetra aksturssvið.

Ítalski bílaframleiðandinn mun freista þess að koma sterkur inn í Evrópu með þessum nýja rafbíl. Fiat byrjar rafmagnsvæðingu sína með nýja 500e því hann vill koma inn á markaðinn í lágmarki verðlagningar. Sá hluti er einnig sá hluti markaðarins þar sem vörumerkið verður sterkast; Autocar hefur skrifað um að 500 og Fiat Panda séu þriðjungur af markaði fyrir borgarbíla. Síðan nýi Fiat 500 kom á markað fyrir 12 árum síðan hafa meira en 2 milljónir verið seldar í Evrópu einni.

Meiri samkeppni er líka á leiðinni, með rafmagns Cooper Mini sem kemur á þessu ári og litla rafdrifna borgarbílnum frá Honda, sem var frumsýndur hér á landi nýlega.

Núverandi Fiat 500 með brunavél mun halda áfram samhliða rafbílnum með stílhreinum og tæknilegum uppfærslum.

(byggt á Autoblog og fleiri vefsíðum um bíla)

Sett inn
9/2/2020
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.