Næsta hjól frá Harley er rafhjól

  • Þetta sá enginn fyrir. Þótt það sé nú „alvöru“ Harley, var það þróað langt frá stjórnendum fyrirtækisins. En í dag er verið að kynna þetta „ólöglega“ verkefni

Nánast allir þekkja mótorhjólin frá Harley Davidson í Bandaríkjunum, þung og öflug mótorhjól með hávaðasaman „sleggjumótor“. En nýjasta hjólið frá þeim er ekki „mótorhjól“ í þeim skilningi – heldur rafknúið reiðhjól

Harley sendi frá sér fréttatilkynningu á dögunum í tilefni þess að þeir munu brátt kynna þetta rafmagnshjól opinberlega, sem er í dag..

Þeir segja að það hafi verið hannað og að frumgerðin hafi verið smíðuð og prófuð í lítilli aðstöðu langt frá aðalskrifstofunni. En af eigin fólki verksmiðjunnar. Handfylli af fólki sem var með jafn mikið ástríðu fyrir hefðbundin hjól og mótorhjól.

Á heildina litið hefur Harley Davidson núna miklu meiri áhuga á að byggja upp litla sögu í kringum nýjustu afurðina á markaðnum - en þeir deila ekki tæknilegum upplýsingum eins og er. Við vitum ekki um rafhlöðuna eða hleðsluna, en trúlega er það líkt öðrum rafhjólum á markaðnum, en kemur sennilega fljótlega í ljós.

Hins vegar er það í raun aðeins hönnunin sem aðgreinir þetta hjól frá öðrum slíkum.
Breið dekk og öflug grind er svo sannarlega í anda mótorhjólanna.
„Keðjan“ er tennt reim.
Hleðslustig rafhlöðunnar er sýnt á skjá neðst í grindinni.
Flott hönnun á diskabremsunum í framgjörðinni.
„Serial 1“ er tilvísun til fyrstu mótorhjólanna frá Harley.
Rauðu díóðu-afturljósunum er komið fyrir á smekklegan hátt.
„Kemur 16. nóvember 2020“ sögðu þeir hjá Harley í fréttatilkynningunni á dögunum.
Þetta hjól sem kallast Serial 1 er bein tilvísun til allra fyrstu Harley-hjólanna, Serial Number One, frá 1903.

Mótorhjól sem var á svipuðum tíma og þegar Ford T var að koma heiminum á hjólin.

Þetta er hjól sem er með stíl frá tímum brautryðjendanna og er til dæmis með sæti með gormum eins hjólin í gamla daga, sem kölluð voru „Brooks-sæti“ og leggur að minnsta kosti eins mikla áherslu á þægindi og stílhreint handverk og þeir leggja áherslu á virkni.

En þótt hjólið hafi verið í raun hannað „utan“ verksmiðjanna þá tók það ekki langan tíma þar til að Serial 1 varða að sérstakri deild hjá Harley Davidson, undir forystu hóps fólks þar sem vöruhönnuðum og markaðssérfræðingum var  blandað saman.

Það er engin ástæða fyrir því að Harley Davidson ætti ekki líka að taka þennan þátt alvarlega. Sala rafbíla á heimsvísu endaði í meira en 15 milljörðum dollara á síðasta ári og búist er við að hún aukist um 6 prósent á hverju ári til 2025.

En það eru ekki sömu horfur á sölu á þungum, hefðbundnum mótorhjólum.

(byggt á vef Harley Davidson og fleiri vefsíðum – myndir Harley)

Sett inn
16/11/2020
í flokknum:
Umferð

Fleiri fréttir úr flokknum:

Umferð

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.