Markaðssetningu á Land Rover Defender 90 seinkað

  • Breski bílaframleiðandinn mun í upphafi einbeita sér að 5 dyra Defender 110 til að bæta upp fyrir seinkanir vegna COVID-19

Land Rover endurvakti Defender í september á síðasta ári með því að afhjúpa þennan jeppa í nýrri mynd á bílasýningunni í Frankfurt árið 2019.

Stutt er síðan bíllinn var frumsýndur hér á landi, og greinilegt er að bíllinn er að fá góða viðtökur um allan heim. Land Rover hefur þó viðurkennt að faraldur kórónavírus muni hafa áhrif á fyrirhugaða áætlun þeirra varðandi markaðssetningu á heimsvísu.

Adrian Mardell, fjármálastjóri Jaguar Land Rover (JLR), talaði á fundi Tata Motors og kom í ljós að fyrirtækið hefur valið að setja allar pantanir á 3 dyra Defender 90 á bið um þessar mundir. „Við höfum í raun sett hlé á Defender 90 vegna þess að við erum að sjá til þess að (5 dyra) 110-bíllinn fái viðeigandi kynningu“, sagði Merdell. Hann staðfesti síðar að félagið muni „opna á Defender 90“ síðar á öðrum ársfjórðungi (júlí-september) 2021, en upphaflega var ráðgert aö 90-bíllinn kæmi í lok þessa árs eða fyrjun ársins 2021.

Tata Motors keypti breska bilaframleiðslufyrirtækið Jaguar Land Rover af Ford Motor Company árið 2008.

Kórónavírus hefur valdið truflunum á framleiðslu

Kórónavíusfraldurinn hefur valdið truflunum bæði á framleiðslu og söluhlið Jaguar Land Rover. Framleiðsla í verksmiðjunni sem framleiðir Defender í Nitra í Slóvakíu var stöðvuð í um það bil átta vikur þar til í lok maí 2020 og lokanir um allan heim þýddi að jeppinn var ekki að ná sölumarkmiðum í upphafi.

Þrátt fyrir allt þetta þá sagði Mardell að Defender væri þegar kominn með mikið af pöntunum. „Við erum með pantanir meira en þrjá mánuði fram í tímann. Svo við höfum í raun selt þetta út á viðburði okkar á netinu“, sagði hann.

Í þróun sem sýnir sig í auknum í pöntunartölum hjá JLR umboðum á öllum svæðum, sem eru óðum að opna sína starfsemi af fullum krafti, þar sem 89 prósent af söluumboðum fyrirtækisins eru opin eða að hluta. Fyrirtækið greinir frá því að allir sýningarsalir þeirra í Kína séu opnir og fjöldi rekstraraðila í Evrópu sem komnir eru af stað eykst stöðugt.

Sett inn
28/6/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.