Lightyear 0: Hleðsla á nokkurra mánaða fresti?

Sólarorkubíll sem þarf ekki að hlaða nema á nokkurra mánaða fresti? Lightyear 0 er sagður sá bíll sem kemst næst því að vera sjálfbær. Það er hugmyndin að baki hollenska sólarorkubílnum sem er sá fyrsti sinnar gerðar í heiminum sem seldur er á almennum markaði.

Skjáskot/Lightyear.one
Þetta hljómar virkilega eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu og ef ekki væri fyrir þá staðreynd að bílablaðamenn hafa verið að reynsluaka bílnum undanfarna daga þá myndi maður halda að þetta væri einhver vitleysa.

Vitleysa er þetta ekki, heldur 250.000 dollara bíll (34 milljónir króna) sem framleiddur verður í 946 eintökum og fyrstu bílarnir verða afhentir í nóvember á þessu ári.

Best er að leyfa myndböndunum að útskýra þetta frekar. Fyrst er stutt kynning frá framleiðanda og svo reynsluakstur þar fyrir neðan.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
28/6/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.