Krúttlegt ökutækjasafn í Valle de Guadalest

  • Museo-Colección de Vehículos Históricos "Valle de Guadalest" er hátt uppi í fjalli fyrir ofan Benidorm á Costa Blanca á Spáni

Guadalest er lítið þorp uppi í fjöllunum á Costa Blanca fyrir ofan Benidorm og það er orðið mjög þekktur og mikið sóttur ferðamannastaður enda í aðeins 30 mínútna akstursfjarlægð frá ströndinni.

Þorpið er vinsæll áfangastaður, ýmist í skipulögðum ferðum eða hjá ferðamönnum sem leigja sér bíl og skoða þennan merka stað. Þar má meðal annars skoða Guadalest kastala (Castell de Guadalest) sem aðeins er hægt að nálgast með því að ganga um 15 feta löng göng í gegnum klettinn.

Þetta er þekkt sem Portal de San Jose, og engin furða að kastalinn var svona öruggur með svona aðgengi!

En það er staður í dalnum fyrir neðan Guadalest sem er það sem við ætlum að fjalla um í dag; lítið en snoturt „samgönguminjasafn“ þar sem meginuppistaðan í safninu eru gömul mótorhjól, auk nokkurra smábíla og annarra hluta.

Skemmtilegt safn

Eftir meira en 25 ára starf, við söfnun og endurgerð mótorhjóla og smábíla, opnað Don Ricardo Fracés Seguí árið 2003 safn á sögulegu ökutækjunum „Valle de Guadalest“.

Þetta safn er með um 140 mótorhjól og nokkra smábíla, í fullkomnu ástandi og algerlega upprunalegt, frá 20. áratugnum til áttunda áratugarins.

Salurinn sem safnið er í er um 500 m² og hann skapar fallega umgerð um safnið, þar sem hlutir standa þétt saman, og þar er margt að sjá sem kemur mörgum gestum á óvart. Fyrir utan mótorhjól og bíla er safnið skreytt með röð af gömlum hlutum eins og saumavélum, ritvélum, kaffivélum, símum, útvörpum, sem gerir umhverfið bara enn skemmtilegra.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja safnið heim, þá tekur um 20-25 mínútur að aka upp fjallið og opnunartími: 15. júní, til 15.sept, 10:30 til 19:30 - Restina af árinu: 10:30 til 18:00.

En fyrir alla sem hafa áhuga á ökutækjum, einkum mótorhjólum, er þetta safn vel heimsóknar virði!

Staðsetningin:

Carretera Callosa d'En Sarriá-Guadalest, Km 7

03517 Guadalest AC

Spánn

Sími:

+34 965 88 21 97

Mörg gömul og sjaldséð mótorhjól

Ég var svo heppinn að vera í ferð með einum sem veit ýmislegt um mótorhjól, ekki síst þau sem eldri eru og það gerði heimsóknina enn skemmtilegri.

Flestir safngripanna eru vel merktir, og gaman að sjá þróun mótorhjólanna yfir nánast eitt hundrað ára tímabil á einum stað.

Þarna voru líka sérbyggð mótorhjól með hliðarvögnum úr seinni heimstyrjöldinni, bæði frá bandamönnum og þýska hernum; bæði fallegt Bultaco hjól og BMW R75 frá WWII í eyðimerkurlitum.

Þarna eru líka nokkrir áhugaverðir smábílar; sjaldgæf Bitri vespa, Moto Guzzi WWII þriggja hjóla herhjól, fjöldi flottra Ducati-hjóla, Motosacoche 1908 og nokkur mjög flott hjól frá Englandi og Ameríku, en meginfjöldinn er frá Spáni og Ítalíu.

En látum nokkrar myndir segja söguna:

Byrjunin

Hér er eitt af elstu reiðhjólunum.

Bílarnir

Bíladeildin í safninu byggist mest upp af sérstæðum evrópskum smábílum, auk nokkurra „ökutækja“ frá upphafi bílaaldar.

Kapi var spænskur bíll framleiddur af Automóviles y Autoscooter Kapi í Barselóna frá 1950 til 1955.
Isetta er ítalskur örbíll, hannaður af ítalska fyrirtækinu Iso SpA og var smíðaður með leyfi í fjölda mismunandi landa, þar á meðal Argentínu, Spáni, Belgíu, Frakklandi, Brasilíu, Þýskalandi og Bretlandi. Vegna eggjalaga útlits og kúlukenndra glugga varð hann þekktur sem kúlubíll (bubble car); nafn sem einnig er gefið öðrum svipuðum farartækjum.
Vespa 400 er örbíll með vél að aftan, framleiddur af ACMA í Fourchambault, Frakklandi, frá 1957 til 1961 eftir hönnun ítalska Piaggio fyrirtækisins.
Messerschmitt KR200, eða Kabinenroller, er þriggja hjóla „kúlubíll“ hannaður af flugvélaverkfræðingnum Fritz Fend og framleiddur í verksmiðju þýska flugvélaframleiðandans Messerschmitt frá 1955 til 1964. Sverrir Kr. Bjarnason sjónvarpsstarfsmaður (og vinnufélagi þess sem þetta skrifar um tíma) átti svona „bíl“ á upphafsárum sjónvarpsins ef ég man rétt.

Seinni heimsstyrjöldin

Mótorhjól voru mikið notuð á tímum seinni heimstyrjaldarinnar og á safninu eru slík farartæki með hliðarvagni frá nokkrum löndum.

Mótorhjól

En það er „mótorhjóladeildin" sem tekur mesta plássið á safninu. Þarna er að finna mótorhjól frá flestum helstu framleiðendum á árunum frá 1920 og fram undir okkar daga.

Myndir: Jóhannes Reykdal.

[Birtist fyrst í júlí 2021]

Þessu tengt: 

Innlit á mótorhjólasýningu á Englandi

Sett inn
6/5/2022
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.