Bílasýningin í Genf í mars:

Kia mun bjóða hybrid-útgáfu Sorento

MÍLANO - Kia mun bæta við drifrás með tengitvinnbúnaði (hybrid) í Sorento með fjórðu kynslóð stærsta sportjeppans frá Kia.

Sorento er fyrsta farartæki Kia sem notar nýja kynslóð grunns í smíði sportjeppans. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars.

Teikning Kia sýnir að hönnun sportjeppans er með skarpari línur og meira hallandi áherslur í útliti.

Kia sagði að jeppinn muni bjóða upp á rými sambærilegt við stærri farartæki. Meðal nýrra nýjunga eru ný háþróuð aðstoðarkerfi ökumanns og nýjar aðgerðir varðandi tenginga og upplýsingakerfi, sagði Kia í fréttatilkynningu.

Kia býður nú þegar upp tengitvinnútgáfur af XCeed og Niro „crossover“-bílunum og Optima fólksbílnum.

Bílaframleiðendur eru að bæta við blönduðum valkostum (hybrid) með lága losun í framboðið til að uppfylla harðari markmið um CO2-losun. Tengitvinnbílar eru venjulega með CO2 útblástur undir 50 grömmum á km og eiga rétt á svokallaðri „ofurkredit“ svo þeir eru lykillinn að því að aðstoða bílaframleiðendur við að ná markmiðum um minnkun CO2-losunar ESB.

Sorento er vinsæl gerð á heimsvísu fyrir Kia - meira en 3 milljónir Sorento hafa verið seldar um heim allan síðan hann kom fram árið 2002 - en sala í Evrópu er lítil vegna þess að kaupendur kjósa minni jeppa.

Sala Sorento í Evrópu lækkaði um 2,8 prósent í 9.980 bíla í fyrra, samkvæmt JATO Dynamics markaðsfræðingum. Heildarsala Kia jókst um 1,7 prósent í 498.410 bíla.

Millistærðar Sorento er stærsta gerðin í sortjeppasviði Kia, sem í Evrópu inniheldur Stonic, bíl í flokki smábíla, meðalstóra bílinn XCeed og Sportage, sportjeppa í millistærð. Sorento er fyrir ofan Sportage og hefur 7 sæta valkost.

Miðlungsstórir jeppar á Evrópumarkaði hafa undafarið fengið aukna samkeppni nýrra bíla þar sem bílaframleiðendur leitast við að mæta eftirspurn kaupenda sem skipta yfir í hærri bíla úr fólksbílum í millistærð.

Keppinautar Sorento eru Ford Edge, Skoda Kodiaq, VW Tiguan Allspace, Seat Tarraco og Peugeot 5008.
Þótt myndirnar séu hálfgerðar felumyndir, þá gefa þær til kynna skemmtilegt útlit á fjórðu kynslóð Kia Sorento. Alveg nýtt útlit afturljósa setur svip á afturendann.
Sett inn
7/2/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.