Jeppasýning Toyota í Kauptúni

Jeppasýning Toyota Kauptúni er fyrir löngu orðin fastur liður í tilveru jeppamanna og útivistarfólks og var að þessu sinni haldin laugardaginn 20. febrúar frá kl. 12-16.

Það var margt um manninn þegar við hjá Bílablogg litum við, stóra sýningarsalnum var tvískipt til að halda öllum reglum á þessum Covid-tímum.

Þarna mátti sjá Toyota jeppa í öllum stærðum og gerðum. Stórstjörnur jeppasýningarinnar í ár eru nýr Toyota Land Cruiser, nýr Toyota Hilux, nýr Toyota Highlander Hybrid og Toyota RAV4 Plug-in Hybrid. Var greinilegt að nýju bílarnir vöktu mikla athygli og mikið rætt og skrafað við suma þeirra.

Til viðbótar við bílana var Ellingsen að kynnar ferðatæki, og Arctic Trucks kynntur jeppabreytingar.

Fyrir utan aðsetur Toyota Í kauptúni var búið að raða upp margvíslegum jeppum og tækjum, bæði nýjum og gömlum.

En fyrir þá sem ekki áttu þess kost að líta við í Kauptúninu þá eru hér nokkrar svipmyndir.

Frumsýning á nýjum MG EHS Plug-in Hybrid

BL frumsýndu í dag, laugardaginn 20. Febrúar nýjan MG EHS Plug-in Hybrid.

MG EHS verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Luxury og Comfort, með vali á fjórum litum; svörtum, hvítum, rauðum og silfur, og tveimur litum í farþegarými; svörtu og rauðu.

Verð á tengiltvinnbílnum MG EHS hjá BL er frá 5.190 þúsundum króna.

MG EHS Plug-in Hybrid er sérlega rúmgóður bíll, enda með mikið hjólhaf og háa yfirbyggingu, og það var greinlegt að þeir sem voru komir að skoða bílana á Sævarhöfðanum, voru á sama máli hvað þetta varðar. Töluðu um hve rými væri gott fyrir farþega í hvaða sæti sem er auk þess sem farangursrýmið er gott, eða allt að 1275 lítrar.

Til að hámarka þægindi í umgengni við bílinn er rafknúin opnun og lokun á afturhlera.
Sett inn
20/2/2021
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.